Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Síða 21
19
blessað bam til viðbótar hinum börnunum í þessari
fátækt“.
„Og ætli við setjum það ekki á, Þórdís mín“, svar-
aði Símon.
41.
SIMON og Þórdís, kona hans, urðu einu sinni saup-
sátt, og hellti hún skömmum yfir hann.
Þegar Símon loksins komst að, sagði hann ósköp
rólega:
„Þú lætur mig vita, Þórdís mín, þegar þú heldur,
að þér æth að fara að þykja“.
42.
SÍMON var einu sinni á ferð úr Grindavík og inn í
Garð og mætti þá manni, sem var á leið til Grinda-
víkur.
Maðurinn segir, Símoni, að hann ætli að hitta þar
mann, sem Jón hét, og spyr, hvort hann muni ekki
vera heima.
„Jú“, segir Símon, „en ef þú ætlar að hitta hann
heima, þá er það ekki seinna vænna, því að það á að
jarða hann á morgun“.
43-
§lMON bjó alllengi í koti því á Miðnesi, er Másbúðir
heita.
Einu sinni gerðu prakkarastrákar Símoni þann hrekk,
að þeir hlóðu upp í gluggann hjá honum, meðan
þau hjón voru í svefni. Þau voru að vakna við og við,
en alltaf var dimmt, eins og um hánótt væri.