Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 16

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 16
14 30. j^KKJA EIN bjó á koti nokkru í Rangárþingi um sið- ustu aldamót. Hún var bláfátæk og átti mörg börn. Hvinnsk var hún talin og sóttist sérstaklega eftir að komast í veizlur í héraðinu, þó að óboðin væri. Náði hún þá oft í ýmis konar matföng í veizlunum og bar heim til bama sinna. Einu sinni, er hún var nýkomin heim úr einni veizlunni, kom átta ára gamall strákur, sonur hennar, á næsta bæ. Strákur var spurður að því á bænum, hvort móðir hans hefði ekki komið með eitthvað úr veizlunni handa börnunum. Hann kvað svo vera. „Henni hefur verið gefið þetta“, sagði þá einhver. „Nei“, sagði strákur. „Ekki býst ég við þvi. Ég býst við, að hún hafi náð því“. 3t- (^LAFUR BÖNDI á Bimufelh í Fellmn var greindur maður og hnyttinn í orðum. Haust eitt réði hann til sín fjármann, sem þótti vit- grannur. Nágranni Ólafs kom til hans og sagði: „Þú hefur fengið þér nýjan sauðamann“. „Já“, svaraði Ólafur. „Það er einum sauðnum fleira“. 32. £ SAMSÆTI einu í Reykjavik sat kunnur lögfræðing- ur til borðs með frú einni, sem var málgefin mjög og heimsk og var lengi búin að þreyta lögfræðinginn með málæði og spurningum.

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.