Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 8

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 8
6 9- „J£KKI ER ÉG frá því, og heldur er ég á því, að ein- hver guð sé til“, sagði karlinn, þegar prestur hans ávítaði hann fyrir trúleysi. 10. QUÐMUNDUR KfKIR var að ræða við húsfreyju eina, sem hann gisti hjá, um giftingar, og hélt hann því fram, að karlmenn kvæntust yfirleitt ekki, ef þeir væru ekki komnir í hjónaband um þrítugsaldur, en konan bar á móti því, og voru þau búin að kýta all- lengi um þetta. „Það er nú til dæmis hann Jón, maðurinn minn“, segir konan, „kominn var hann yfir þrítugt, þegar hann giftist mér“. „Já, ég kalla hann nú ekki giftan“, segir þá Guð- mundur. 11. ^RNI PÁLSSON sagði: „Það versta við rónana er, að þeir koma óorði á brennivínið“. 12. JTÆREYINGUR kom inn í bifreiðastöð hér í bænum og þráspurði afgreiðslumanninn um fargjöld til ýmissa staða. Loks þreyttist afgreiðslumaðurinn á spumingum hans og sagði: ,,Æ, farðu til fjandans“. „Hvað kostar farið þangað?“ spurði Færeyingurinn.

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.