Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 18

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 18
i6 Skipstjóranum þótti hann hroðvirkur og sagði: „Geturðu ekki draugast við að skola steinbítinn betur?“ „Á ég kannske að bursta í honum tennumar líka?“ svaraði þá hásetinn. 34- BÆNDAFUNDI í Húnavatnsþingi hélt búnaðar- ráðunautur nokkur ræðu og komst þá meðal annars svo að orði: „Næst ætla ég að segja ykkur frá jörð neðarlega í Vatnsdal. Á jörðinni bjuggu ung hjón, en maðurinn dó, og svo bjó ekkjan í nokkur ár, en þá komst ungur maður á hana og sat hana ágætlega, en svo hrakti hún hann frá sér, og síðan hefur hún verið í mestu nið- umíðslu“. 35- {jjlSLI Á GRUND á Stokkseyri var skrítinn og kald- ur í tilsvörum. Einu sinni kom afspyrmuok, meðan bátar frá Stokkseyri vom í róðri, og gátu þeir ekki lent, en hleyptu upp á líf og dauða til Vestmannaeyja. Vom menn mjög uggandi um afdrif þeirra. Fólk stóð í hóp í fjörunni og horfði út á sjóinn. Þá segir ein konan, sem átti mann sinn á sjónum: „Hvernig skyldi nú vesalings bátunum líða?“ „Bátunum líður ágætlega", svaraði Gísli, „en það getur kannske maður og maður hrokkið út“.

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.