Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 39

Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 39
Umsóknum skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá, auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til 31. október nk. Starfshlutfall er 100%. Vakin er athygli á stefnu Sveitarfélagsins Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá sveitarfélaginu og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Nánari upplýsingar veita Fjóla S. Kristinsdóttur bæjarstjóri, fjolask@arborg.is, eða í síma 480-1900, og Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is, eða í síma 520-4700. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir metnaðarfullum einstaklingi til að taka að sér starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Sviðsstjóri veitir fjölskyldusviði faglega og stjórnunarlega forystu og starfar í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og lög og reglugerðir er varða starfsemina. Sviðsstjóri er leiðandi og mótandi í starfi sínu og hefur frumkvæði af umbóta- og þróunarstarfi innan sviðsins Sviðsstjóri er stjórnendum til ráðgjafar og stuðnings og hefur yfirumsjón með faglegu starfi og rekstri fjölskyldusviðs. Helstu verkefni og ábyrgð • Ábyrgð á stjórnun og rekstri fjölskyldusviðs • Faglegur leiðtogi stjórnenda á fjölskyldusviði • Ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlunum á fagsviðinu • Yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi á sviðinu og samræmingu milli deilda • Samskipti við bæjarstjórn, stoðþjónustudeildir, nefndir og hagsmunaaðila • Þátttaka í stefnumótun og nýsköpunarverkefnum þvert á fagsvið sveitarfélagsins Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Meistaragráða sem tengist starfsvettvangi sviðsins eða á sviði reksturs eða stjórnunar er skilyrði • Að minnsta kosti fimm ára farsæl rekstrar- og stjórnunarreynsla er skilyrði • Leiðtoga-, samstarfs- og samskiptahæfni • Metnaður til að ná árangri í starfinu hagvangur.is Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 11 þúsund manns og er lögð áhersla á öflugt skólastarf og góða frístunda- og velferðarþjónustu. Á fjölskyldusviði starfa um 800 manns á um 30 vinnustöðum víðs vegar um sveitarfélagið. Á sviðinu eru starfræktir fjórir grunnskólar, sex leikskólar, átta frístundaheimili fyrir börn og ungmenni, tvær dagdvalir fyrir aldraða, þrjú búsetuúrræði ásamt skammtímadvöl fyrir börn, vinnu- og hæfingarstöð fyrir fatlaða, tvær sundlaugar ásamt íþróttahúsum, skólaþjónustu og félagsþjónustu. Sótt er um starfið á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is. Bílaumboðið Askja leitar að sölustjóra fyrir Mercedes-Benz sendibíla sem og smærri hópferðabíla. Leitað er að kraftmiklum leiðtoga til að stýra daglegri starfsemi deildarinnar. Sölustjóri hefur yfirumsjón með samskiptum við lykilviðskiptavini, ber ábyrgð á allri sölu deildarinnar ásamt almennum rekstri og áætlanagerð. Sölustjóri ber ábyrgð á samskiptum við framleiðanda en Mercedes-Benz er einn öflugasti bílaframleiðandi heims.   Við viljum öflugan liðsmann með brennandi áhuga á bílum til að taka þátt í spennandi starfi með öflugu fólki í hröðu og söludrifnu umhverfi, þar sem orkuskipti eru meðal annars að eiga sér stað. Sölustjóri sendibíla hagvangur.is Sótt er um starfið á hagvangur.is Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes- Benz, Kia og Honda. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði. Askja er í fremstu röð þegar kemur að framboði raf- og tengiltvinnbifreiða.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.