Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Blaðsíða 13
Skýringin var sú aö Pharmaco hf. og Novo höfðu fengið
ofangreindar fenoximetýlpenicil1intöflur skráðar hér á landi
sem sérlyf undir heitinu Fenoxcillin á um það bil þreföldu því
verði sem áður gilti. Forráðamönnum Lyfjaverslunarinnar þótti
einkennilegt að Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið skyldi
heimila slíka verðhækkun og sóttu um leyfi til þess að mega
halda áfram innflutningi mun ódýrari taflna sem nú voru
fluttar inn frá Finnlandi, á sama hátt og áður. Ráðuneytið
hafnaði þeirri beiðni. Til þess að fá að flytja ódýrara lyfið
inn hefði Lyfjaverslun ríkisins þurft að fá það skráð
hérlendis sem sérlyf, en það tekur um það bil 2 ár. Auk þess
hefði hún þurft að gerast umboðsaðili fyrir erlenda
framleiðandann, en slíkt hefur hún ekki gert, þar sem
umboðsmennska felur jafnframt I sér skuldbindingu til þess að
gæta fyrst og fremst hagsmuna hins erlenda umbjóðanda sem
reikna má með að stangist oft á við hagsmuni Islenska
ríkisins. Auk þess má benda á, að áður en erlendi
framleiðandinn myndi sækja um skráningu á sínu lyfi myndi hann
kanna verð á tilsvarandi lyfjum, sem þegar væru skráð hér á
landi og að öllum líkindum hækka verðið á sínu lyfi til
samræmisl Skráningarkerfi sérlyfja kom hér í veg fyrir að
ódýrara lyf kæmist inn á markaðinn.
Skráningarkerfið:
Skráningarkerfi er nauðsynlegt til þess að tryggja gæði lyfja
sem flutt eru til landsins og eins til þess að tryggja að ekki
sé hellt inn á markaðinn ýmsum vafasömum lyfjum sem enginn
hefur not fyrir. Reglur þessar eru þó of strangar þvi að
eftirlit með lyfjaframleiðslu er nú orðið allt annað og
strangara en áður. T.d. bendir allt til þess að gæði lyfja sem
framleidd eru í þeim löndum sem Island hefur gert
milliríkjasamning við um gagnkvæma viðurkenningu á
lyfjaeftirliti séu fullnægjandi enda farið eftir sömu stöðlum
og sama lyfjaeftirliti, hvort sem viðkomandi lyf eru skráð á
Islandi eða ekki. Skráningarreglum þarf að breyta í þá veru að
11