Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Síða 14
ef framleiðendur i þessum löndum geta boðið sams konar lyf og
hér eru notuð en á verulega lægra verði (t.d. 20-307« ódýrari),
þá megi veita þeim undanþágu til sölu hér á landi.
Jafnframt mætti gefa framleiðanda hins skráða sérlyfs kost á
að lækka verðið á sinu lyfi til samræmis eða að það yrði
strikað út af sérlyfjaskrá að öörum kosti. í stað þess að
slaka á skráningarreglum hér á landi er þvert á mðti verið að
herða á þeim til þess að sporna við undanþágum.
Hér skal á það bent, að það er lyfianefnd, sem ákveður hvort
lyf eru skráð á sérlyfiaskrá. Lyfiaeftirlit ríkisins, stað-
festir verðið, sem sótt er um. Lyfjaverðlagsnefnd ákveóur
rekstrargrundvöll apóteka og álagningarprósentu.
Tillögur:
1. Fasta prðsentuálagningu i smásölu þyrfti að afnema hið
bráðasta. í staðinn getur komið prósenta, sem færi
lækkandi með hækkandi einingarverði (eins og t.d. i
Danmörku o.fl. löndum). Athugandi væri að heimila
lyfjafræðing að afgreiða "ódýrasta" samskonar lyf, sem er
á markaði eða að Tryggingastofnun ríkisins greiði
hlutfallslega meira fyrir ódýrari en dýrari lyf, svipaö
og Bretar gera nú og Norðmenn hafa i hyggju að taka upp.
Skráningarkerfið sér um að einungis lyf af viðunandi
gæðum verði á markaði Þess skal getið að í sumum
nágrannalöndum er fjöldi íbúa á hvert apótek (meðaltal)
svipað og hér á landi, t.d. í Finnlandi.
2. Aðrar leiðir gætu verið að taka upp álagningu sem verður
föst krónutala fyrir hvern lyfseðil, óháð verði lyfsins,
sem leggst á heildsöluverð þess. Með þessu móti mundi
lyfsalinn leitast við að kaupa fremur inn þau lyf sem
hafa lægra heildsöluverð og eru að sama skapi ódýrari
fyrir þjóðina.
12