Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Blaðsíða 28

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Blaðsíða 28
Fréttabréf lækna 9/1987 LÆKNABLAÐIÐ Ólafur Ólafsson Frumlyf og eftirlíkingalyf Á íslenskum markaði eru tvenns konar lyf þ.e. frumlyf og eftirlíkingalyf (generísk lyf). Frumlyf innihalda áður óþekktar efnasam- setningar að vísu í ýmsum lyfjaformum. Fram- leiðsla á nýju lyfi felst í að framleiða nýjar efna- samsetningar og prófa hvort þær hafa áhrif á sjúkdóma. Ef svo reynist þarf að: 1. Finna og prófa hentug lyfjaform. 2. Finna hæfílega skammtastærð. 3. Finna bráð og síðkomin eituráhrif til dæmis er valda fósturskemmdum og öðrum aukaverk- unum og svo framvegis. Þessi framleiðsla og rannsókn er gífurlega kostnaðarsöm. Aðeins i örfáum tilvikum reynist efnasamsetningin hentug sem lyf og fylgir þessu því mikil fjárhagsleg áhætta. Til þess að gefa lyfjafyrirtækjunum fjárhags- legt bolmagn til rándýrra rannsókna, sem eru langt utan og ofan við fjárhagslegt bolmagn ís- lenskra fyrirtxkja, er þeim veitt einkaleyfi fyrir framleiðsluaðferð hinnar virku efnasamsetning- ar og þar með lyfinu i ákveðinn árafjölda (15-20 ár). Eftir að einkaleyfið rennur út geta allir sem mega framleiða lyf keypt efnið og framleitt úr því lyf, samsvarandi því upprunalega með sömu virku efnasamsetningunni, sem eftirlíkingalyf. Eftilíkingalyf. Þetta er heiti á lyfjum sem ekki eru vemduð með einkaleyfi og eru venjulega seld undir viðurkenndu nafni efnasamsetninganna. Ljóst má vera að slíkt lyf gefur ekki kostað nema brot af upprunalegum kostnaði við framleiðslu frumlyfsins. Segja má að öll íslensk lyfjafram- leiðsla sé framleiðsla á eftirlíkingalyfjum. Viö framleiðslu á eftiriíkingalyfi þarf einungis aö prófa: 1. Hreinleika efnanna. 2. Að magn þeirra i lyfjaformunum sé það sem upp er gefið. 3. Aðgengi efnanna úr lyfjaformunum, en þar duga í flestum tilvikum leysnispróf og ef ekki þá einföld frásogspróf við torleyst lyf á nokkrum einstaklingum. Hönnunarkostnaður er að mestu fólginn í auglýsingum, hönnun umbúða ásamt sölu- mennsku. Sú stofnun sem talin er setja einna strangastar gæðakröfur þ.e. Food and Drug stofnunin í Bandaríkjunum (FDA), krefst ekki klínískra til- rauna fyrir viðurkenningu á þessum lyfjum. Eft- irlíkingalyfjum fjölgar nú mjög á markaði og til dæmis höfðu Bandaríkjamenn samþykkt 122 lyf af þessari gerð árið 1985, en 636 1987 (1). Svip- aða sögu er að segja frá öðrum vestrænum lönd- um. Áætlað er að eftir nokkur ár nái þessi lyf allt að 50% af markaðnum í Bandaríkjunum. Eftir- líkingalyf eru nú seld erlendis á 1/10 til 2/3 af verði frumlyfja (2). Margar hjálparstofnanir fyrir þriðja heiminn til dæmis ECHO (Equipment for Chemistry Hospital Overseas) í Bretlandi selja nú eftirlíkingalyf fyrir 1/10 til 1/4 af verði sem sémafnalyf kosta (3). Oft heyrast þær raddir frá lyfjaframleiðendum, jafnvel í auglýsingum að líffræðilegt aðgengi (biological availability) eftirlíkingalyfja sé ekki hið sama og frumlyfja. Á þessu mun ef til vill hafa borið fyrr á tímum. Nú er þessu ekki svo farið, því að eitt af skilyrðum þess að eftirlík- ingalyf öðlist samþykki er að aðgengi jjess sé hið sama og frumlyfsins. Á íslandi er hlutfall eftir- líkingalyfja innan við 20% af markaði en lítill munur á verði þessara lyfja og frumlyfja! í ýms- um nágrannalöndum til dæmis Noregi og Sví- þjóð er mjög unnið að því að auka hlutdeild eft- irlíkingalyfja á markaðnum. Sérlyfjaskrá Sérlyf eru þau sem hafa verið skráð og sett á sérlyfjaskrá, en fyrr má ekki setja þau á markað samkvæmt lögum. Vissulega ættu að vera heimildir til þess að setja viðurkennt eftirlíkinga- lyf á markað „þó að það sé ekki skráð og jafn- framt draga ekki úr gæðakröfum". Erlend eftir- líkingalyf eru til dæmis nær undantekningalaust keypt frá löndum sem hafa mjög gott gæðaeftirlit og við erum samningsbundin í þessu efni (PIC samtök). En hagkvæmt getur verið fyrir fram- - 26 - A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.