Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ
Fréttabréf lækna 9/1987
leiðendur eftirlíkingalyfja erlendra sem inn-
lendra, að fá þau skráð undir „sérnafni“ á sér-
lyljaskrá. Viðkomandi framleiðandi hefur þá
fengið „einkaleyfi" fyrir lyfinu og með því úti-
lokað samkeppni. Sémafnið gefur þá einkaleyf-
isaðstöðu og þar með möguleika á hærri verð-
lagnirigu. Meiri von er einnig til þess að auglýs-
ingakostnaður skili sér aftur þar sem þá er ekki
jafnframt verið að auglýsa samsvarandi lyf frá
öðrum framleiðendum. Þetta er pappírs-regla
sem gefur vel i aðra hönd og nauðsynlegt er að
hamlagegn.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ein-
dregið varað við þessari þróun og telur að til
þess að tryggja stöðlun og verðlækkun veröi að
viðhalda eftirlíkingaheitinu (4). Stofnunin hefur
unnið gott starf á þessu sviði.
Læknar og lyfjaávísanavenjur
Til þess að auðvelda læknum að fylgjast með í
þessu efni er nauðsynlegt að þeir hafi við hönd-
ina hverju sinni handhægan vefðlista þar sem
sambærilegum lyfjum, frumlyfjum og eftir-
líkingalyfjum, er raðað saman ásamt verði þeirra
og jafnframt nafni framleiðanda. Nokkur gagn-
rýni hefur komið fram frá lyfjaframleiðendum
um að þetta kerfi verði of fiókið fyrir lækna og
hafi í för með sér aukna hættu á ruglingi. Ekki er
því að leyna að sum eftirlíkinganöfnin eru flókn-
ari en þau sérlyfjanöfn sem læknar hafa vanist,
svo sem fenoxýmetýlpenisillín í stað Calcipen,
klórdíazepoxíð í stað Librium og díazepam í
stað Valium. Því er til að svara að eftir þessari
reglu er nú unnið víða um heim m.a. á flestum
sjúkradeildum í Sviþjóð og í mörgum öðrum
löndum þar sem fjölmargir íslenskir læknar hafa
stundað framhaldsnám. Ekki hefur borið á
kvörtunum frá læknum vegna þessa fyrirkomu-
lags. Enn fremur hefur komið fram að huga verði
að aðgengi lyfja sem fer að nokkru eftir formi
þeirra til dæmis forða- og freyðitöfiur, en vart
ætti það að valda læknum vandræðum. Lækn-
amir Jóhann Ág. Sigurðsson og Bjami Jónasson
hafa unnið verðlista yfir ýmis helstu lyf sem hér
em á markaði og hefur listanum vérið dreift.
Landlæknisembættið óskaði eftir því fyrir
rúmu ári síðan, að lyfjadeild heilbrigðisráðu-
neytisins gerði slíkan lista og dreifði. Lyfjaeftir-
litið er nú langt komið með að vinna slíkan lista
og verður honum þá væntanlega dreift meðal
lækna.
Lokaorð
Brýna nauðsyn ber til að efia sem mest hlut-
deild innlendra og erlendra eftirlíkingalyfja á
markaði hér og freista þess að hamla gegn „sér-
nafna“-fióði. Ekki þarf að draga úr gæðakröfum
þó að svo sé gert.
Heimildir
1. Ciba Geigy Pharma Genetic Policy. Divis-
ional Policy Affairs, Pharma Policy VI/ 81
Basel 1981.
2. Bitter Pills, Oxfam Oxford 1982.
3. Cheaper by the Millions H.E. Walther
Worthington England 1982.
4. WHO, Quality assurance of drugs in multi-
source purchasing p. 22 (óprentað handrit
1980).
27