Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Síða 40

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Síða 40
Benda má á aö mörg erlend frumlyf eru ekki einkaleyfisvernduð hér á landi og þess vegna eru möguleikar okkar á aö koma fljótt meö eftirlikingalyf mun betri en lyfjaframleiðenda erlendis. Vissulega á þetta álagningarkerfi sina sögu og má rekja til þess tima er lyfjageró fór aó mestu fram i lyfjabúóum en ekki i lyfjafyrirtækjum. Þá var lyfjageró aóalvinna lyfsalans og þeim mun margslungnari sem lyfjageröin var reyndi meira á þekkingu og vinnuframlag lyfsalans. Nú hefur þetta breyst aö verulegu leyti. Lyfjageró i lyfjabúóum er hverfandi eða tæp 10% af heildarsölu og þar meö eru talin s.k. ex tempore lyf (þ.e. mixtúrur og önnur lyf, sem afgreidd eru samkvæmt sérstökum lyfseólum). All flest lyf eru nú seld i tilbúnum umbúöum sem bannaó er meö lögum aö rjúfa. Áður fyrr voru lyfsalar skyldaóir samkv. lögum aó hafa á hverjum tima verulegar lyfjabirgóir. Þessi skylda hafói af eölilegum ástæóum m.a. rýrnum i för meö sér og réttlætti hærri smásöluálagningu. Nú er þessari skyldu aó mestu aflétt en er á höndum umboðsmanna lyfja eóa innflytjenda. Lyfsalar geta ennfremur skilaö aftur birgðum og fengió allt aö 55% af innkaupaverði fyrndra sérlyfja endurgreitt. Aö þessu leyti eru lyfsalar i mun betri aðstöóu en aðrir verslunarmenn. I mörgum nágrannalöndum er tekiö jöfnunargjald af lyfjabúðum á stærri svæöum sem rennur til lyfjabúöa á smærri svæóum. Þetta er ekki svo á íslandi.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.