Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Page 63

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Page 63
óvenjulegar inarkaðsaðstæður. Aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn, hafa þó áttað sig á þessu, en þar hefur ríkið um langt skeið haft einkasölu á heildsölustigi. 4) Álagningarreglum má breyta, þannig að smásöluálagning fari lækkandi með hækkuðu heildsöluverði. Danir munu t.d. hafa sett slíkar reglur og þar eru smásöluálagningarþrepin 5. Virðist fyrst og fremst hafa vakað fyrir Dönum að koma á sanngjörnum reglum um álagningu því ekki verður séð að þetta stuðli að verðsamkeppni á heildsölustigi. Margt bendir til þess að útboð geti leitt til hámarks- sparnaðar, einfaldað lyfjaval (aðeins 1 nafn fyrir hvert lyf á markaðinum) og komið í veg fyrir að hagsmunatengsl, sem fyrir hendi eru, leiði til óeðlilegrar samkeppnisaðstöðu. (Hér er átt við eignaraðild apótekara og fleiri lyfjafræðinga að fyrirtækjunum Pharmaco og Delta, en keppinautar þeirra telja samkeppnisaðstöðu þeirra óeðlilega). Af þessum ástæðum verður fjallað hér nánar um útboð og hvernig að því mætti standa. Eins og áður sagði býr Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið yfir itarlegum upplýsingum um sölu lyfja hérlendis á síðustu árum. Til dæmis má nefna ritið "The Icelandic Drug Market", þar sem bæði kemur fram magn og söluverðmæti hvers lyfs. Má hugsa sér að ráðuneytið gæti t.d. í upphafi árs auglýst eftir verðtilboðum í þau lyf sem hér hafa verið notuð og jafnframt getið þess að lægsta verðtilboði í hvert lyf verði tekið, að því tilskyldu að gæði teljist fullnægjandi. Handhafi lægsta gilda tilboðs verði einn um sölu lyfsins hérlendis i ákv. tima, t.d. 2 ár, frá og með byrjun næsta árs Tilboðsfjárhæðir mættu vera í SDR eða ECU. Tímann fram á sumar mætti nota til þess að bera saman tilboðin og meta gæði. Seljendur sem sjá að eigin vörumerki muni falla út geta þá notað síðari hluta ársins til þess að selja upp birgðir. Til þess að nægilegt framboð verði tryggt má skylda tilboðshafa til að eiga ákv. birgðir á lager 2 m.ánuðum áður en þeirra sölutímabil hefst. Ef að líkum lætur munu einhverjir lyfjafræðingar/lyf- 61

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.