Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Page 64
salar inótmcela þessu á þeirri forsendu að ekki sé gerlegt að
meta gæði á svo skörcmum tim.a. Því er til að svara aá hérlend
yfirvöld sein heimila eða hafna umsóknum um sölu lyfja á
Islandi hafa mun lakari aðstöðu til gæðamats en hliðscæð
yfirvöld meðal flestra vestrænna þjóða. Þurfa Islendingar
vart að rannsaka sérstaklega gæði þeirra lyf ja/'vörum.erkja sem
yfirvöld i Norður-Evrópu og Bandaríkjunum telja nægilega góð
til sölu heimafyrir. Þess skal getið að íslendingar eru,
auk þjóða sero byggja framangreind svæði, aðilar að fjölþjéða-
samþykkt um gagnkvæma viðurkenningu á lyfjaeftirliti milli
landanna (Pharmaceutical Inspection Convention).
Talið er að fjöldi virtra lyfjaframleiðenda erlendis sé
reiðubúinn að afgreiða lyf til íslands ópökkuð, þ.e.a.s. ekki
í neytendapakkningum. Slíkt gæti skapað nokkra atvinnu, en
stærri kostur er að þá væri unnt að ráða nafngiftum lyfja.
Hér er komið að stórmáli sem viða er í bígerð erlendis. Er
það fólgið í þvi að leggja niður notkun vörumerkja við lyfja-
ávisanir, og ávisa lyfjum þess i stað eftir heiti virka
efnisins i hverri tegund. Eitt nafn yfir hvert lyf er m.ikill
kostur. I dæminu hér að framan um magalyfið kæmi heitið
"Ranitidín" i stað vörumerkjanna þriggja, "Zantac", "Gastran"
og "Asýran". Hérlend yfirvöld lyfjamála ráða að vísu litt
við ákvarðanir erlendra stórfyrirtækja, en reglur um þetta
mætti a.m.k. setja um innlenda framleiðslu og þau lyf sem hér
yrðu sett í neytendaumbúðir.
Með skynsamlegum breytingum er ljóst að unnt verður að
spara verulegar fjárhæðir á hverju ári, án þess að nokkur
þjónusta verði skert.
62