Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Side 7

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Side 7
Formáli Verulegur árangur hefur náðst í slysavörnum gegn umferðar-, sjávar- og vinnuslysum, og einnig gegn eitrunartilfellum í heimahúsum. Heima-, frístunda-, íþrótta- og skólaslysum hefur minna verið sinnt. A árunum 1970-1980 áttum við íslendingar Norðurlandamet í dánartíðni vegna slysa ef á heildina er litið, en frá 1985-1990 höfum við verið lægstir í hópi jafningja. Ennþá deyja þó hlutfallslega flestir í aldurshópnum 0-24 ára á Islandi miðað við nágrannalöndin. Skráning slysa hefur verið stórbætt og er m.a.verið að koma á landsskráningu slysa. Slíkri skráningu hefur ekki verið komið á meðal nágrannaþjóða. Skráningin hefur m.a. valdið því að áhugi manna hefur vaxið í héruðum víða um land fyrir auknum slysavörnum. Umferðarráð vinnur gott starf og Slysavarnafélag íslands hefur "gengið á land” og sinnir nú ekki síður slysum á landi en sjávarslysum, aðallega bama- og heimaslysum. Landlæknisembættið og Slysaráð íslands hafa haft ágæta samvinnu við framangreinda aðila. Ofbeldisslys: í heild hefur dánartíðni vegna ofbeldis verið lægst á íslandi miðað við aðrar Norðurlandaþjóðir um langt árabil. Ásamt Finnum hafaþíó íslendingar búið við einna hæstu sjálfsmorðstíðnina meðal 15-24 ára karla. Á síðustu ámm hefur sjálfsmorðstíðnin hækkað verulega í framangreindum hóp. Tilraunir til fyrirbyggjandi aðgerða em hafnar. Áthyglisvert er að sjúkrahúsinnlagnir í Reykjavík vegna áverka frá öðmm hafa tvöfaldast á síðustu ámm. Enn er þörf á aðgerðum. Umferðarslys: Nauðsynlegt er að auka hjálmanotkun barna og unglinga og því miður verður það vart gert nema með lagasetningu. Setja þarf reglugerð um skyldunotkun loftpúða í bifreiðum eins og nú hefur þegar verið gert í mörgum löndum og ríkjum austan hafs og vestan. Umferðarráð hefur samþykkt framangreindar tillögur og mun gera kröfu um að þeim verði fundinn staður í nýju frumvarpi umferðarlaga. íþróttasamband íslands þarf að beita sér meira gegn íþróttaslysum og menntamálaráðuneyti og fræðslustjórar gegn skólaslysum. Slysavarnafélag Islands sinnir nú töluvert heimaslysum og ber að styðja það starf eftir mætti. Lögreglan hefur sinnt umferðarfræðslu og öðm forvamarstarfi og er það vel. 3

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.