Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 12
Tíðni umferðarslysa
Ætla má að um 3.400 manns slasist á ári hverju í umferðarslysum á landinu öllu
(Brynjólfur Mogensen o.fl. 1989). í athugun Talnakönnunar á umferðarslysum
1988-1990, sem gerð var fyrir Umferðarnefnd Reykjavíkur, kom fram mikil
fjölgun á slysum á fullorðnu fólki en slysum á börnum fjölgaði ekki og er það
hliðstætt því sem kom fram í könnun sem náði til áranna frá 1983 til 1987
(Umferðarslys í Reykjavík 1988-1990, Talnakönnun, 1991, bls. 5). Athugun á
meiðslum í slysum leiddi í ljós að hálsmeiðslum og minni háttar áverkum fjölgar
en aðrir áverkar eru álíka margir og áður.
Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu.
I heild leita fleiri til Slysadeildar Borgarspítalans vegna umferðarslysa eftir 1989
en innlagnartíðni fer heldur lækkandi, sem þýðir trúlega að alvarlegum slysum
fækkar heldur.
Ár
Mynd 6
Hvers vegna fjölgar meiðslum en ekki innlögnum á sjúkrahús vegna
umferðarslysa? Trúlega stafar hluti fjölgunarinnar af því að fleiri eru skráðir með
hálshnykksáverka en áður, þ.e. minni háttar áverka. Ef til vill er helsta ástæðan að
fólk þekkir betur reglur um bótarétt sem voru rýmkaðar eftir 1987
(almannatryggingalög). Fram til 1987 var bótaréttur miðaður við 15% örorku en
eftir 1987 við 10% (Skýrsla Slysadeildar Borgarspítalans 1992).
8
J