Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 20
Hver er skýringin á þessum mun?
Flest slysin verða í þéttbýli og hlutfall íbúa er býr í þéttbýli er svipað á Islandi og í
nágrannalöndunum. Bifreiðafjöldi er mestur á íslandi og vegir eru verri en í
nágrannalöndunum og gæti það haft einhver áhrif á slysatíðnina. Erfitt er að benda
á eina skýringu en eftirfarandi atriði hafa trúlega áhrif á slysatíðnina.
Á íslandi eru fleiri "lyklabörn" vegna óvenju langs vinnutíma foreldra, stuttur
skóladagur og færri börn eru í heilsdagsvistun á dagheimilum en í
nágrannaíöndunum 1) Enn fremur virðast færri skólar vera einsetnir hér á landi.
Fleiri atriði má nefna s.s. að fram að þessu hefur hjálmanotkun bama við
reiðhjólaakstur verið til muna minni og síður lögð áhersla á að aðskilja
íbúðarbyggð frá akstursbrautum en í nágrannalöndunum.
Við sem erumfullorðin höfum trúlega ofmikla tiltrú á hœfni og viðbrögðum barna
í umferð en rétt er og teljum að böm eigi oftar sökina á slysum í umferð en
bifreiðastjórar.
Athyglisverð rannsókn var gerð í Englandi fyrir nokkru á viðhorfum foreldra,
kennara og lögreglu á "ábyrgð" 9 ára barna og eldri varðandi umferðarslys.
Mun fleiri töldu að bráðlæti, skortur á athygli og gætni bama í umferðinni væri
oftar orsök slysa en ónóg aðgæsla bifreiðastjóra! Lögreglumenn virtust þekkja
böm best og álit þeirra var meira í takt við skoðanir bamasálfræðinga og lækna 2)
Ekki hefur farið fram athugun á þessu atriði hér á landi en af hárri tíðni bamaslysa
í umferðinni má ætla að við treystum börnum um of í umferðinni. í þessu
sambandi má benda á rannsókn Guðrúnar Briem fyrir Landlæknisembættið 1983,
sem byggði á skýrslum Lögreglunnar í Reykjavík. I niðurstöðum rannsóknarinnar
kom m.a. fram að nær 90% barna undir 10 ára aldri slasast við það að hlaupa út á
akbraut án þess að líta í kringum sig. Þá kom einnig í ljós að helmingur þeirra
barna sem slasaðist vom einsömul á ferð.
16