Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Síða 21
Börn eru í meiri hœttu í umferðinni enfullorðnir og til þess liggja eftirfarandi
ástceður:
Böm eiga erfiðara með en fullorðnir að meta hraða með tilliti til fjarlægðar
(óþroskað sjónsvið), að greina lóðrétta og lárétta fleti, jafnvel að greina liti
rétt og mun á hægri og vinstri í hraða umferðarinnar.
• Þau velja oftar stystu leiðina milli tveggja punkta.
• Þau eru auk þess lægri í vexti en fullorðnir!
Aðgerðir:
Börn 6-12 ára semferðast á reiðhjóli skulu nota þar til gerða hlífðarhjálma.
Foreldrar skulu vera ábyrgir fynr notkun barna á hlífðarhjálmum. Slík
ákvæði hafa t.d verið sett í lög í Astralíu (Breska læknablaðið 1991). Svíar telja
að íhuga megi að setja slíkt í lög þegar 20-25% barna bera hlífðarhjálma. A
sumum stöðum hér á landi hefur fræðslan borið árangur, t.d. á Þórshöfn
bera öll böm hjálma eftir að foreldrar sameinuðust um að taka hjól af þeim
bömum er ekki báru hjálma. Eftir umferðarslys og höfuðáverka leituðu 89
börn og unglingar til slysadeildar árið 1989. Niðurstöður margra rannsókna
sýna að draga mætti úr alvarlegum meiðslum um 60-70% ef börn og
unglingar notuðu hlífðarhjálma við hjólreiðaakstur.
Draga úr umferðarhraða á íbúðargötum og verslunarsvæðum, leyfa ekki
hraðari akstur þar en 30 km hraða. Ef bam verður fyrir bifreið sem ekið er á
30 km hraða deyr 1 bam af 20, en ef bifreiðinni er ekið á 65 km hraða deyja
þau öll 3)
• Aðskilja sem mest íbúðar- og skólasvæði frá umferðaræðum.
Mun meira fé verður að veija til fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerða t.d. efla
slysaffæðslu á heilsugæslustöðvum og ráða fólk til þess (hjúkrunarfræðinga
og sálfræðinga).
Veija meira fé til bættrar skráningar. Góð skráning er hvati til fyrirbyggjandi
aðgerða og gerir okkur kleift að meta áhrif þeirra.
Efla sem mest starf Umferðarráðs og S.V.F.Í., sem hafa unnið ómetanlegt
slysavarnarstarf.
Heimildir:
1) Landlæknisembættið. Mannvemd í velferðarþjóðfélagi. Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 1988
nr. 2.
2) Accid Annal Prev. 1981:16, 241-64.
3) Breska læknablaðið, 19. september 1992.
17