Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Side 35

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Side 35
Iþróttatceki og leikföng. Slys af völdum flugelda og blysa er árviss uppákoma um hver áramót. Betra eftirlit virðist vera með þessari framleiðslu en áður og slysum virðist ekki hafa fjölgað. Skátar hafa unnið gott forvamarstarf á þessu sviði. Tómstundatœki. Hættulegust eru vasahnífar og aðrir hnífar, sérstaklega dúkskurðarhnífar. Samgöngutceki. Helstu slysavaldar eru hjólastólar, bílhurðir, bflsætí og bflahlutir. Tóbaksvörur og eldur. Tóbaksvörur valda flestum eitrunartilvikum meðal bama. Ráð er að nota lokaða öskubakka mun meira en nú er gert. Alvarleg tilfelli em þó fá þar eð fólk bregst yfirleitt fljótt við og leitar hjálpar í tíma. Tyf. Lyf eru algengur slysavaldur, sérstaklega meðal barna 4 ára og yngri. Fólk geymir yfirleitt lyf í kæliskápum, á eldhúshillum og í baðherbergjum og eiga börn greiðan aðgang að þeim. í lyfjaverðlagsskrá 1. júlí 1984 eru skrásett 1082 lyf. Um 4% þeirra þarf að geyma á köldum stað, þ.e. við 2-8°C, og þess vegna er yfirleitt ónauðsynlegt að geyma lyf í kæliskápum. Lyf á að geyma í læstum lyfjaskáp, sbr. byggingareglugerð 1979. Betra eftirlit þarf að vera með því að reglugerð þessari sé fylgt. Gera þarf kröfur til þess að lyfjaskápur sé innifalinn í kostnaði við innréttingar, en þá finnur fólk ekki eins fyrir kostnaði við smíði þeirra. Rétt er að benda á að unglingar er sækjast eftir vímuáhrifum leita mjög í heimilisapótek foreldra, "vina og vandamanna" (upplýs. lögreglu). Plöntur. Plöntuát meðal barna er ekki óalgengt. Nokkuð er um eitraðar plöntur í heimahúsum, s.s. Jólastjarna, Diffenbachia, Neria o.fl. í sumum löndum er komin reglugerð sem gerir ráð fyrir merkingu plantna í heimahúsum. Pit dtýra og manna. Töluvert er um slys á börnum vegna hunda- og kattabits. Mannabit eru þó fleiri en dýrabit. 31

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.