Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 47

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 47
Aðgerðir: Fjölmiðlar hafa aukið mjög fræðslu um varnir gegn umferðarslysum, m.a. að frumkvæði Fararheillar, Þjóðarátaksnefndar og ekki síst Umferðarráðs. 12. Tillögur um verklega kennslu í akstri í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum. Aðgerðir: Almenn fræðsla hefur verið aukin og frekari tilraunir hafa verið gerðar í tveimur skólum (Guðmundur Þorsteinsson, fulltrúi). Flest bendir til þess að taka þurfi ökukennslu jafn föstum tökum og sundkennsla var tekin áður fyrr og taka á verklega kennslu upp í skólum. Hlutfallslega bíður nú trúlega svipaður fjöldi ungmenna tjón á lífi og heilsu vegna umferðarslysa og vegna slysa á sjó og vötnum fyrir 40-50 árum síðan. Þó að yngri ökumenn séu viðbragðsfljótari en þeir eldri, þá bregðast þeir eldri skjótar við slysatilvikum á vegum úti en þeir yngri. 13. Tillögur um að fjölga hraðahindrunum "öldum" í íbúðarhverfum. Aðgerðir: Umferðarnefndir víða um land og samtök íbúa hafa staðið fyrir því að "öldum" hefur íjölgað mjög í íbúðarhverfum. 14. Tillögur um lækkun hámarkshraða í íbúðarhverfum og á vegum úti. Tillaga um lækkun hámarkshraða í íbúðarhverfum niður í 35 km/klst kom fram árið 1983. Aðgerðir: Þrátt fyrir óvéfengjanleg rök fyrir því að hraðinn sé einn aðalslysavaldur eins og lesa má um í fjölda skýrslna frá Evrópulöndum hækkaði Alþingi "hámarkshraða" á vegum úti. ísland hefur nú lögleitt hæsta hámarkshraða á venjulegum vegum af Evrópulöndum. Brýnt er að landsfundur skoði betur þetta mál. 15. Tillögur um stórbætta menntun ökukennara. Aðgerðir: Meðal annars hefur Umferðarráð og Félag ökukennara tekið mjög vel undir þessar tillögur. í umferðarlögum nr. 50/1987 hafa nokkrar úrbætur náðst, en betur má ef duga skal. Nágrannaþjóðir gera mun meiri kröfur en við í þessu efni. 16. Tillögur um æfingasvæði fyrir ökumenn. Aðgerðir: Engar. 17. Tillögur um endurskoðun á umferðarmerkjum á vegum úti. Aðgerðir: Vemlegt átak hefur verið gert í þessum efnum. Sjá ennfremur "aðgerðir til þess að lækka tíðni heimaslysa bls 28-30. 43

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.