Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 51

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 51
Umferðarfræðsla. Bent Áke Ljungblom, yfirlæknir. Niðurstaða tveggja rannsókna um hvaða áróður nær best til foreldra. Greinar og fréttir í dagblöðum 39,0% 23,0% Sjónvarp 24,0% 10,0% Frá heilsugæslustöðvum 12,0% 1,0% Frá skólum 6,0% 38,0% Vinir 3,0% 15,0% Frá leikskólum 3,0% 4,0% Annað 13,0% 9,0% í síðari rannsókn voru bæði foreldrar og börn spurð. Ljóst má vera að leggja ber áherslu á fræðslu í dagblöðum, skólum, sjónvarpi og á heilsugæslustöðvum. Höfuð- og andlitsáverkar 1974-1990. Kristinn Guðmundsson, yfirlœknir. 23% þeirra sem komu á Slysadeild Borgarspítalans eftir að hafa lent í umferðarslysum voru með höfuð- og andlitsáverka. Að meðaltali hafa 391 komið á slysadeild á ári með þessa áverka, en síðastliðin 3 ár er meðaltalið 315 á ári. Þessi tala var 28% af þeim sem slösuðust í umferðarslysum árið 1974 en hafði lækkað í 13% árið 1990. Þetta sýnir að þó svo að umferðarslysum fölgi þá fækkar þeim sem hljóta þessa áverka. Flestir þeirra sem hljóta höfuð- og andlitsáverka eru ökumenn bifreiða eða 37%. Því næst koma farþegar bifhjóla, hjólreiðamenn og loks gangandi vegfarendur. Einnig kom fram í erindi Kristins að 46% ökumanna höfðu notað bílbelti en 52,5% notuðu ekki bílbelti. Slys á hjólreiðamönnum 1987-1990 eru 274 og þar af varð 91 slys árið 1990. Á ári hafa látist 2-7 af völdum höfuð- og andlitsáverka en meðaltal áranna 1974- 1990 er 4. Niðurstaða Kristins er að með aukinni notkun bílbelta hefur andlits- og höfuðáverkum fœkkað um rúmlega helming. Hjólreiðaslys á Akureyri 1989-1990. Þorvaldur Ingvarsson, læknir. Á þessum tveimur árum slösuðust 103 í hjólreiðaslysum á Akureyri. Af þeim voru 70 karlar og 30 konur. Flest slysanna urðu á sumrin, frá maí til loka ágústmánaðar. Börn og ungmenni á aldrinum 5-20 ára eru 70% þeirra sem slösuðust. Á árunum 1987-1988 slösuðust mun fleiri hjólreiðamenn. 47

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.