Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Side 52

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Side 52
Oftast slösuðust hjólreiðamennirnir á akbrautum og engin slys urðu á hjólreiðamönnum vegna árekstrar við bifreiðar á árunum 1989-1990. Flest slysanna urðu við það að hjólreiðamennirnir féllu af hjólum sínum. Af þeim hjólreiðamönnum sem slösuðust hlutu 3 höfuðáverka og voru lagðir inn á sjúkrahús, en alls voru 6 af fyrrgreindum 103 lagðir inn á sjúkrahús. Niðurstaða Þorvaldar var að: - Hjólreiðaslysin urðu á öllum árstímum, þrátt fyrir að skilyrði til hjólreiða væru mjög slæm yfir vetrarmánuðina á Akureyri. - Hjólreiðamenn eiga að nota hlífðarhjálma. Auka þarf því áróður og hvatningu til notkunar hjálma og á vetrum ættu böm frekar að nota sleða en reiðhjól. Ráð til að draga úr alvarlegum meiðslum í umferð. Ólqfur ólafsson, landlœknir. Miðað við fjölgun íbúa og ökutækja hefur dánartíðni í umferðinni lækkað á undanfömum árum. Það er þó staðreynd að meðaltal látinna á ári hækkaði úr 15 á árunum fyrir 1970 í 26 um og eftir 1990 og að slysadauði barna er 20-50% hærri á Islandi en í sumum nágrannalöndunum. Brýn nauðsyn er því að neyta allra ráða til þess að draga úr dánartíðninni. Tillögur að breytingu áfrumvarpi til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 50 eða tilmœli um reglugerðarheimild. 1. Börn 6-12 ára semferðast á reiðhjóli skulu nota þartilgerða hlífðarhjálma. Foreldrar skulu vera ábyrgfyrir notkun bama á hlífðarhjálmum. Slík ákvæði hafa t.d. verið sett í lög í Astralíu (Breska læknablaðið 1991). Svíar telja að xhuga megi að setja slíkt í lög þegar 20-25% barna bera hlífðarhjálma. Á sumum stöðum hér á landi hefur fræðslan borið árangur, t.d. á Þórshöfn bera öll böm hjálma eftir að foreldrar sameinuðust um að taka hjól af þeim bömum er ekki báru hjálma. Niðurstöður margra rannsókna sýna að draga mætti úr alvarlegum meiðslum um 60-70% ef börn og unglingar notuðu hlífðarhjálma. 2. Bifreiðar af árgangi 1995 og af síðari árgöngum skulu vera búnar loftpúðum (Air Bags). Víða um lönd hafa verið sett reglugerðarákvœði um þetta atriði, t.d.í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi og víðar. Tíðni meðal- og alvarlegra áverka var 25-29% lægri meðal ökumanna í bifreiðum af árgerð 1990, sem búnir voru loftpúðum, en meðal ökumanna í bifreiðum af sömu árgerð, sem einungis voru búnir bílbeltum (Highway Loss Data Institute, 48

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.