Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 5

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 5
LEIKHÚSMÁL Atvinnuleikhús í Hafnarfirði Hafnfirskir leikarar hafa tekið að sýna nýtt verk eftir Árna Ibsen. Leikritið heitir Himnaríki getur alls ekki beðið. Þessi sýning kann að verða vísir að atvinnuleikhúsi í bænum. Hópurinn hefur haslað sér völl í gömlum vinnusal Bæjarútgerðar Hafnar- íjarðar. - Þar er semsagt að verða til nýtt leikhús. Það er því skammt stórra högga á milli í leikhúsheiminum er tvö hús eru opn- uð með fárra vikna millibili. Að sögn Hilmars Jónssonar leikstjóra sýningarinnar er hér um að ræða gott 500 fermetra súlulaust rými. Hægt verður að Haínarfjarðorleikhópur á nýjum fjölum. um að sautján þúsund manna samfélag hafi þörf fýrir a.m.k. einn atvinnuleikhóp, sagði Hilmar. Hópurinn fékk 2ja milljón króna styrk ffá LeiHistarráði til þess að setja upp þessa fyrstu sýningu. Frumsýning var 14. septem- ber. - Það er óneitanlega skemmtilegt að opna leikhúsið með nýstárlegum íslenskum gamanleik, sagði Hilmar. Verkið er sérstakt að því leyti að tveir þættir eru leiknir sam- tímis, bak í bak, tvisvar. Leikritið gerist í sumarbústað. Atburðarásin er bæði inni í bústaðnum og fyrir utan hann samtímis. Þannig situr annar hluti áhorfenda og fylgist með framvindu mála innandyra, en hinn hlutinn sér hvað gerist utandyra. Eftir hlé er skipt um sæti og sýningin leikin aftur. Þetta krefst að sjálfsögðu mikillar nákvæmni af leikurunum en þeir eru sex í sýningunni: Björk Jakobsdóttir, Erling Jóhannesson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Gunnar Helgason, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Þór- hallur Gunnarsson. En allmargir hafnfirskir leikhúslistamenn hafa veitt hinu nýja leik- húsi liðsstyrk og munu taka þátt í framtíðar- verkefnum þess. B Ab störfum í Loftkastalanum. Tvö ný leikhús risin! Tæpast hefur farið framhjá neinum að nýtt leikhús er risið í Héðinshúsinu: stórt leiksvið vel búið tækjum, 400 góð sæti í sal, búningsherbergi fyrir leikara, kaffistofa og bar, allt sem við á að éta! Að þessu leikhúsi stendur Flugfélagið Loftur sem reyndar hefur aldrei efnt til flug- ferða (nema þá í óeiginlegum skilningi með sýningum sínum á Hárinu og Rocky Horror) en ætlar nú að reka þetta leikhús sem aðstandendurnir, Ingvar Þórðarson, Hallur Helgason og Baltasar Kormákur, kalla, kannski með nokkrurri sjálfhæðni, „Loft- kastalann“. Baltasar sem gegnir þarna hlut- verki listræns leikhússtjóra segir það draum sinn að þarna verði lítil listamiðstöð: báða salina (stóra leikhússalinn og kaffistoíúna) megi nota til lítilla og stórra leiksýninga, tónleika og myndlistarsýninga. I bili sé ætl- unin að leigja salina á sanngjörnu verði, Þjóðleikhúsið gæti orðið fyrsti leigjandinn, Listahátíð mun og hafa hug á að tryggja sér aðgang að húsnæðinu íyrir næsta vor, og þegar hafa margir frjálsir leikhópar leitað hófanna til að fá þarna inni. Loftkastalinn sjálfur hyggst ekki efna til sýninga þarna aftur fyrr en seinna í vetur þegar Baltasar ætlar að setja upp gamanleikinn Design for Living eftir Noel Coward. Þetta skal verða fyrsta einkarekna leikhúsið á íslandi og lifa án opinberra styrkja, segir Baltasar með stjörnur í augunum. Gamalreyndar og minnugar leikhúsrottur telja því ekki við hæfi að rifja upp liðnar raunasögur og hetja úrtölusöng - enda aldrei að vita! Stundum flytur trúin fjöll. brjóta það upp með færanlegum áhorf- endapöllum. Góð aðstaða er fyrir leikara og áhorfendur og ekki spillir að húsið er vel staðsett í miðbæ Hafnartjarðar. Að sögn Hilmars kviknaði hugmyndin meðal nokk- urra hafnfirskra listamanna sem töluðu sig saman og vildu gera eitthvað skemmtilegt í Hafnarfirði og fyrir bæinn. Leitað var sam- starfs við bæjaryfirvöld um leikþætti í til- efni 50 ára afmælis lýðveldisins. Sú dagskrá var flutt í Bæjarbíói. I beinu framhaldi voru skoðaðir möguleikar á húsnæði fyrir áframhaldandi starf. Og nú er staðurinn sem sagt fundinn. Hópurinn fékk góðar undirtektir hjá bæjaryfirvöldum og þetta húsnæði er hugsað til framtíðar. - Við telj- 3

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.