Leikhúsmál - 01.12.1995, Síða 6

Leikhúsmál - 01.12.1995, Síða 6
LEIKHUSMAL í djúpi daganna (Islenska leikhúsið): Jón ST. Krístjánsson og Margrét Pétursdóttir. Leikhús JÓN HJARTARSON Náttlaust sumarið hefur um langt skeið þótt til einskis betur fallið en útivistar og ferðalaga. Þéttbýlingar halda út fyrir bæjarmörkin til þess að kynnast landinu sínu og komast í snert- ingu við þessa títtnefndu „íslensku nátt- úru“. Menningarstarfsemi í borg og bæ hefur vikið fyrir útihátíðum, ærandi sveita- böllum eða fjölskylduhátíðum með grilluð- um pylsum og tilheyrandi. - En þetta er að breytast. Tónleikahald hefur færst í aukana undangengin sumur, sömuleiðis myndlist- arsýningar. Og leiklistin hefur heldur betur tekið við sér í sumar. Listmenning er að helga sér hina náttlausu voraldar veröld og það er vel. Leiksýningar hafa helst tilheyrt skamm- deginu, hefðbundið leikár byrjað í september og staðið fram í byrjun júní. Nú bar hins veg- ar svo við í sumar að leiksýningar spretta upp á ólíklegustu stöðum og verkefnin æði íjöl- breytt. Það sem ef til vill sætir mestum tíð- indum er tilkoma tveggja nýrra leiksviða, sem allt bendir til að starfrækt verði til ff ambúðar. Annars vegar eru hin nýju og glæsilegu salar- kynni í Héðinshúsi. Þar var söngleikurinn Rocky Horror ffumsýndur 11. ágúst. Hafnar- fjarðarleikhúsið er hins vegar að hreiðra um sig í húsakynnum sem áður tilheyrðu Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar og æfir þar nýtt verk eftir Árna Ibsen. Frá þessum nýju leikhúsum segir í sér- stakri frétt annars staðar í blaðinu. Hvorki meira né minna en fjórir söngleik- ir fóru á fjalir í Reykjavík í sumar! Þegar hef- ur verið minnst á Rocky Horror. í íslensku Óperunni var ný íslensk rokkópera sem kall- ast Lindindin frumsýnd í byrjun september. Höfundur er Ingimar Oddsson. - En söng- leikjaflóðið spratt upp um mitt sumar. Leik- félag Reykjavíkur reið á vaðið með Jesú Krist Súperstar eftir Tim Rice og Andrew Loyd Webber í Borgarleikhúsinu þann 14. júlí í leikstjórn Páls Baldvins Baldvinssonar. Þessi þekkta rokkópera var raunar fyrst flutt hér á landi fyrir 22 árum af Leikfélaginu. Nú, líkt og þá, eru flytjendur bæði úr röðum popp- söngvara og leikara. Aðsókn að sýningunum mun hafa verið góð. Kannski á sólarleysið og suddinn í verðinu í sumar sinn þátt í leik- húsgróskunni? I Tjarnarbíói frumsýndi Ferðaleikhúsið söngleikinn Jósep og hans undraverðu skraut- kápu eftir þá félaga Rice og Webber. Þetta er frumflutningur þessa söngleiks hér á landi. En verkið mun vera fyrsta afrek höfund- anna, sem síðan hafa nánast lagt heiminn að fótum sér. í titilhlutverkinu er Eggert A. Kaaber, en það er Kristín G. Magnús sem leikstýrði. En hún er driffjöðrin í Ferðaleik- húsinu og hefur meðal annars afrekað það að halda úti leiksýningum fyrir erlenda ferðamenn í 26 ár, Light Nights. Þar er um merkilegt brautryðjendastarf að ræða. Tvær dagskrár fyrir erlenda ferðamenn voru auk þess á döfinni í Kaffileikhúsinu, önnur leiklestur úr Sölku Völku eftir Lax- ness. Þar voru á ferð Guðný Ragnarsdóttir, Gunnar Gunnsteinsson, Margrét Péturs- dóttir og Pétur Einars. - Þór Tuliníus og Guðni Franzson voru svo með sýningu fyrir ferðamenn á ensku og þýsku. í Kaffileikhús- inu var Herbergi Veroniku undir stjórn Þór- unnar Sigurðardóttur með Þóru Friðriks- dóttur, Rúrik Haraldssyni, Ragnheiði Rúriksdóttur sýnt fram eftir sumri. - Ég kem frá öðrum löndum var þáttur sem Guðrún Gísla sýndi þar kringum mánaðamót júní- júlí. En höfundar ásamt henni voru Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir og Illugi Jökuls. Ennfremur var sýnd í Kaffileikhúsinu leikin ljóðadagskrá Spegill undir fjögur augu eftir Jóhönnu Sveinsdóttur. Leikstjóri var Hlín Agnarsdóttir. Loks voru í september teknar upp að nýju sýningar á hinni vinsælu Sápu II en von mun vera á þriðju sápunni er á líður vetur- inn. I Lindarbæ æfði fslenska leikhúsið í sum- ar leikrit Gorkís, sem í nýrri þýðingu Megas- ar hlýtur nafnið I djúpi daganna. Þjóðleik- húsið sýndi þetta verk fyrir 19 árum undir heitinu Náttbólið. - Leikstjóri er Þórarinn Eyfjörð. Frumsýning var í byrjun september. Uppsetning þessa magnaða leikverks hlýtur að teljast æði metnaðarfullt framtak. Þarna fá margir leikarar (bæði nýútskrifaðir og reyndir) kærkomið tækifæri til að spreyta sig í mergjuðum hlutverkum, auk þess að fá 4

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.