Leikhúsmál - 01.12.1995, Síða 19

Leikhúsmál - 01.12.1995, Síða 19
LEIKHÚSMÁL orsteinn Guðmunds- son var meðal ræðu- manna á ráðstefnu um stöðu listgreina í Reykjavík síðastliðið vor. Hann var inntur eftir því hvert hefði verið megininn- tak ræðu hans: Þorsteinn svaraði með eftirfarandi pistli: „Ég hélt stutta ræðu og vandaði mál mitt svo sem mér var frekast unnt sökum fáfræði og ungæðisháttar og hafi mér ekki förlast flutningur ræðunnar að öllu leyti hefur eftirtalið skítkast komið fram í máli mínu: • LR er vandi á höndum að reka Borgarleikhús vegna fjárskorts (big news). • LR virðist geta sett sér vinnureglur eftir eigin höfði án þess að taka tillit til al- mennra Iaga, skrifaðra og óskrifaðra í þjóðfélaginu. (Stöður höfðu þá nánast aldrei verið auglýstar, inn- tökuskilyrði í LR með sér- kennilegum hætti að mínu mati, hagsmunaárekstrar í stjórnun óhjákvæmilegir og svo mætti áfram telja). • Viljum við yfir höfuð hafa samskonar leikhús í Borgarleikhúsinu og er nú þegar í Þjóðleik- húsinu eða er ástæða til þess að Borgarleik- húsið skapi sér sérstöðu? (Sem LR hafði að mínu mati í Iðnó). Þeim sem fylgjast með leiklistarmálum ætti nú að vera ljóst, svo stuttu eftir þessa uppákomu í Ráðhúsinu, að ýmislegt hefur breyst og verður ekki annað séð en allar breytingarnar séu skref í átt að betra fýrir- komulagi. Reyndar er það svo og kemur ekki á óvart að pólítíkusarnir virðast hafa misst af svona þrasi; ég hefði leikið svo lítið. Þetta er örugglega rétt hjá honum og vegna þessara leiðu mistaka minna legg ég til að settar verði hátternis- og hegðunarreglur fyrir leikara. Þær gætu hljómað svona: 1. grein. Leikari sem hefur ekkert leikið má ekkert segja um neitt, nema á 4. deildar fundum þar sem enginn mætir sem vill vera maður með mönnum. 2. grein. Leikari sem leikur sitt fyrsta hlutverk má gagnrýna leikstjórann við hina leikarana en ekkert segja við leikstjór- ann sjálfan. Hann má reyndar gagnrýna leikhússtjórann en bara í gegnum síma við þá sem ekkert hafa leikið. 3. grein. Leikari sem leikið hefur nokkur hlutverk má gagnrýna allt (sérstaklega mótleikara sína) en bara bak við tjöldin. Hann gæti þess að verka ekki æstur í tali en gæti þess einnig að túlka megi allt sem hann segir á a.m.k. tvo vegu. 4. grein. Leikari sem leikið hefur mikið má gagnrýna allt og alla hvar og hvenær sem er (nema að sjálfsögðu á opin- berum vettvangi og við rétta aðila). Ég óska áhugamönnum um leiklist til hamingju með Leikhúsmál og félögum mín- um hjá Leikfélagi Reykjavíkur sendi ég hinar bestu kveðjur. Þorsteinn Guðmundsson P.s. Takið eftir því að ef þeir ráða mig ekki í stjörnuhlutverk á næsta vetri þá kunna þeir ekki að taka gagnrýni!“ Um Borgarleikhúsið þeim gagnrýnispunkti sem allir eru sam- mála um: LR vantar meiri peninga eigi það að reka Borgarleikhúsið á fullri ferð! Ekki ætla ég að eigna mér heiðurinn af breytingum þeim sem til batnaðar hafa orðið og ekki mitt að dæma um það hvort um- ræddar ráðstefnur hafa haft þar áhrif. - Fé- lagi minn og vinur benti mér þó á þau mis- tök að vera að blaðra svona opinberlega um viðkvæm mál enda gæti það komið mér í koll og ég hefði alls ekki efni á því að lenda í Þorsteinn í klónum á starfsmanni Borgarleikhússins, Lindu Húmdísi Hafsteinsdóttur. 17

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.