Leikhúsmál

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Leikhúsmál - 01.12.1995, Qupperneq 28

Leikhúsmál - 01.12.1995, Qupperneq 28
LEIKHÚSMÁL f\vtt samkoniulag um rekstnr Borgarleikhúss „Hlakka til að takast á við það verkefni," segir Kjartan Ragnarsson, formaður LR Á aðalfundi Leikfélags Reykjavíkur 29. maí s.l. voru samþykktar breytingar á lögum fé- lagsins og sæta þær tíðindum. Veigamesta breytingin varðar ráðningu leikhússtjóra félagsins. Hingað til hefur stjórn félagsins ein ráðið leikhússtjóra. En stjórnin hefur haft heimild til þess að kanna hug félags- manna, eða starfandi félagsmanna, með skoðanakönnun og hefur sú heimild verið notuð við ráðningu leikhússtjóra undanfar- in skipti. - Samkvæmt nýorðinni breytingu verður leikhússtjóri hér eftir ráðinn af stjórn LR og fulltrúa borgarstjóra í leikhúsráði og er ekki gert ráð fyrir að skoðanakönnun fari fram meðal félagsmanna. - Eftir sem áður þarf samþykki félagsfundar fyrir ráðning- unni. - Ekki er hægt að segja að einhugur hafi verið um þessa lagabreytingu og var hún samþykkt á fundinum með minnsta mun sem lög leyfa, en fyrir slíkri breytingu þurfti atkvæði 3/4 hluta fundarmanna. Þeir sem andvígir voru benda á að áhrif félags- ins og sjálfstæði skerðist með þessari breyt- ingu, en áhrif borgaryfirvalda aukist að sama skapi. - Á þessum sama fundi urðu og þau tíðindi að Sigurður Hróarsson leikhús- stjóri sagði starfi sínu lausi og lýkur starfs- tíma hans í ágúst á næsta ári. Auglýst hefur verið eftir leikhússtjóra hjá LR og verður hann ráðinn samkvæmt hinum nýju lögum. Hugmyndir um þessar breytingar hafa verið á kreiki frá því í fyrrahaust, en málefni Leik- félagsins hafa verið nokkuð til umræðu, bæði innan félagsins sjálfs, á málþingum sem haldin voru á vegum borgarstjóra og í fjölmiðlum. Kjartan Ragnarsson formaður LR var beðinn að lýsa stöðu félagsins frá sínum bæjardyrum og vísaði hann meðal annars til skýrslu sem hann flutti af hálfu stjórnar á aðalfundinum í vor; þar segir Kjartan: „Þetta ár hefur verið eitthvert það við- burðaríkasta í sögu félagsins á seinni ára- tugum. Eftir framhaldsaðalfund 31. okt. höfum við haldið hvorki meira né minna en fimm aðra félagsfundi. Á framhaldsaðal- fundi var ákveðið að haldinn yrði sérstakur fundur þar sem staða Leikfélagsins yrði rædd í Ijósi fimm ára reynslu af starfi okkar í Borgarleikhúsinu. Þessi fundur var haldinn 5. desember og í fundarboði var öllum fé- lögum LR send bæði lög félagsins sem og stofnskrá fyrir Borgarleikhús frá 1992 og samningur um rekstur hússins sem gerður var 16. nóvember 1992. Á þessum fundi var fyrst hreyft hugmyndinni um að ráðning leikhússtjóra yrði hugsanlega með öðrum hætti en nú er. Við í stjórn hússins áttum nokkuð rök- studda von um að einhver hækkun kæmi til Leikfélagsins við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar Reykjavíkurborgar í janúarmánuði. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir og Guðrún Ágústs- dóttir höfðu komið á almennan félagsfund fyrir kosningar og sýnt skilning á bágri fjár- hagsstöðu okkar. En þegar kom fram yfir áramót fengum við að vita að framlag borgarinnar yrði óbreytt að svo stöddu, en hins vegar bað borgarstjóri Leikfélagið með bréfi 10. janúar að tilnefna tvo fulltrúa í viðræðunefnd um málefni Borgarleikhúss- ins. Átti nefndin að „yfirfara rekstur Borgar- leikhússins, framlög borgarsjóðs síðustu ára og ennfremur að taka til skoðunar ýmis ákvæði stofnskrár sem samþykkt var í borg- arstjórn 15. maí 1975 og á aðalfundi LR 4. júní 1975, auk samkomulags um rekstur Borgarleikhússins frá 16. nóvember 1992," eins og segir í bréfi borgarstjóra. í þessa nefnd voru af hálfu borgarstjóra skipaðir þeir Hjörleifur Kvaran og Örnólfur Thorsson, en við Sigurður Hróarsson af stjórn LR. Fljótlega eftir að nefndin var skipuð hélt borgarstjóri tvö opin málþing um afskipti borgarinnar og listamanna. Það var Ijóst að á slíku þingi yrðu málefni Borgarleikhússins ofarlega á baugi og biðum við Leikfélags- fólk spennt eftir að taka þátt í þeirri um- ræðu. Fyrra málþingið var seinni partinn í janúar og var þar fyrst og fremst fjallað um listamanninn sjálfan og afstöðu hans. Þar hélt Kolbrún Halldórsdóttir greinargott erindi um stöðu leikhúslistamannsins hér í borginni og kom í lok máls síns aðeins að málefnum Leikfélagsins og tók undir mál- flutning okkar í þá veru að alvarlegur skortur á fjárframlögum stæði öllu starfi Borgarleikhússins fyrir þrifum. Seinna málþing um listir í borginni fjallaði meira um þær stofnanir sem standa fyrir listastarfsemi á vegum eða í tengslum við Reykjavíkurborg. Þar hélt Sigurður Hróars- son gott og ítarlegt framsöguerindi um Borgarleikhúsið. - I almennum umræðum á eftir framsögum komu nokkrir einstaklingar úr leikarastétt með fyrirfram samdar ræður og fundu þessu félagi allt til foráttu. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti því að við séum gagnrýnd, það er okkur bæði hollt og gott. En það vakti óneitanlega at- hygli okkar Leikfélagsmanna að þrátt fyrir að fundarstjóri væri búinn að biðja fólk að takmarka ræðutíma sinn við fimm mínútur, þegar kom að almennum umræðum, kom þarna maður eftir mann með yfir tíu mín- útna skrifaðar ræður og þegar við frá Leik- félaginu vildum fá að svara var búið að tak- marka ræðutíma við þrjár mínútur. Það sem olli mér mestum vonbrigðum á þessu þingi var þó að einn félagi okkar úr Leikfé- laginu, Margrét Ákadóttir, bað borgaryfir- völd, úr pontu, á almennu málþingi, um að hlutast til um að Leikfélag Reykjavíkur yrði lagt niður. Skipuleggjandi málþingsins var Edda Björgvinsdóttir. Ég hef ekkert á móti því að í almennum umræðum á svona þing- 26

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.