Morgunblaðið - 04.08.2022, Page 4
ELDGOS Í MERADÖLUM4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
ÁGÚST TILBOÐ
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS
GOLF Á ALICANTE
INNIFALIÐ Í VERÐI:
FLUG OG GISTING
ÓTAKMARKAÐ GOLF
INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR
GOLFBÍLL INNIFALINN
FLUTNINGUR Á GOLFSETTI
MORGUNVERÐUR
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
09. - 12. ÁGÚST VERÐ FRÁ 119.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Á ALICANTE GOLF
09. - 16. ÁGÚST VERÐ FRÁ 187.900 KR.
Á Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Á ALICANTE GOLF
12. - 16. ÁGÚST VERÐ FRÁ 136.900 KR.
Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA Á ALICANTE GOLF
12. - 19. ÁGÚST VERÐ FRÁ 175.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Á ALICANTE GOLF
16. - 19. ÁGÚST VERÐ FRÁ 107.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Á ALICANTE GOLF
23. - 26. ÁGÚST VERÐ FRÁ 135.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Á MELIA ALICANTE
26. - 30. ÁGÚST VERÐ FRÁ 138.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Á EL PLANTIO
Stökktu strax í sveiflu á Alicante. Í þessum ferðum er
spilað á El Plantio eða Alicante Golf og getur þú ráðið
lengdinni á þinni ferð. Margar dagsetningar í boði
ÓTAKM
ARKAÐ
GOLF O
G AFNOT
AF GOL
FBÍL
INNIFA
LIÐ Í VERÐ
I
*NÝT
T* BÓ
KAÐU
GOLF
KENN
SLU
HJÁ PGA GOLFK
ENNAR
A Á
MEÐAN
Á FERÐIN
NI ÞIN
NI
STEND
UR
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað fyrir ak-
andi umferð á vegslóðum umhverfis gosstöðv-
arnar í Meradölum en umferðin er óheft um
Reykjanesbraut og Suðurstrandarveg. Að-
stæður eru metnar reglulega, en almanna-
varnastig hefur nú verið lækkað úr neyðarstigi
niður á hættustig. Ákvörðun um að lækka al-
mannavarnastigið var tekin í gær í kjölfar
könnunarflugs sem vísindafólk og fulltrúi frá
almannavörnum fóru í yfir gosstöðvarnar til að
meta umfang gossins.
Varað hefur verið við því að gangan að gos-
stöðvunum sé löng og ekki nema fyrir vana
göngugarpa. Víðir Reynisson, yfirlögreglu-
þjónn almannavarna, sagði að loknum blaða-
mannafundi í gær að mikil umferð erlendra
ferðamanna hafi verið að hrauninu. Margir
hafi þó ekki ætlað að fara langt. „Við höfum
áhyggjur af fólkinu sem ætlar að fara alla leið
inn að gosstöðvunum.“ Þá hafi verið höfð af-
skipti af fólki sem ætlaði að ganga að gosstöðv-
unum með ung börn, en það er ekki ráðlagt
vegna gasmengunar.
Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvár-
sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að
gera megi ráð fyrir áframhaldandi skjálfta-
virkni í kjölfar eldgossins til að byrja með.
Tveir jarðskjálftar mældust 3,1 og 3,6 að stærð
við Kleifarvatn rétt fyrir klukkan sex í gær-
kvöldi. Skjálftarnir urðu um 3,7 kílómetra
vestur af Kleifarvatni. „Það sem gerðist í síð-
asta gosi var að það fór að hægja á skjálfta-
virkninni eftir því sem leið á gosið, þannig að
það má búast við að slíkt hið sama gerist,“ seg-
ir Lovísa. „Miðað við fyrri reynslu fór að draga
aðeins úr skjálftum þegar gosið hófst.“
Fagradalsfjall
Stóri-Hrútur
Meradalir
Geldingadalir
Ná
tt
ha
gi
La
ng
ih
ry
gg
ur
Nátt-
haga-
kriki
Grunnkort: Ragnar
Þrastarson/Veðurstofa
Íslands/Náttúrustofnun
Gossprungan í Meradölum
og stærð hraunbreiðunnar
frá 2021
Hraunbreiðan
frá 2021
Eldgos hófst í vestanverðum
Meradölum um 1,5 km norður af
Stóra-Hrút klukkan 13.18 í gær
Gossprungan er um 300-500
metra löng og kvikustrókarnir
um 10-15metra háir
Gossprungan
í Meradölum
Keflavík
Hafnarfjörður
Fagradalsfjall
Kleifarvatn
Njarðvík Vogar
Hafnir
Sandgerði
Grindavík
Gossprungan
Fagradalsfjall
Fagradalsfjall
Njarðvík Vogar
Grindavík
Keilir
Keilir
Grindavík
Gossprungan
1. ágúst 3. ágúst
Ko
rt
:s
kj
al
ft
al
is
a.
ve
du
r.i
s
Hraunrennsli í gosinu í Geldinga-
dölum í fyrra var um 7,5
rúmmetrar á sekúndu í byrjun
goss en mest um 13 rúmmetrar
á sekúndu í maí 2021
Hraunrennslið í Meradölum var
í gær um 20-50 rúmmetrar á
sekúndu
Gossvæðið í Meradölum
Skjálftavirkni á Reykjanesi
1.-3. ágúst
Spá um dreifingu hraunsins
ef gosið helst óbreytt í 200 daga
Kort: Veðurstofa Íslands
Aðstæður metnar reglulega
- Búast við áframhaldandi skjálftavirkni - Lokað fyrir akandi umferð - Hættustig í gildi vegna gossins
Steinþór Stefánsson
steinthors@mbl.is
„Eins og málin standa þá er þetta
mjög heppilegt fyrir okkur,“ segir
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
HS Orku, í samtali við Morg-
unblaðið um staðsetningu gossins
sem hófst í gær í Meradölum á
Reykjanesskaga.
Aðspurður segir hann að fylgst sé
grannt með stöðu mála. „Við fylgj-
umst bara vel með. Við erum vel
tengd almannavörnum og við fylgj-
umst vel með þeirra aðgerðum.
Sömuleiðis erum við vel tengd að-
gerðasviðinu í Grindavík líka. Þann-
ig að við bíðum átekta og erum með
okkar plön ef eitthvað kemur upp
á.“
Að sögn Tómasar eru áætlanir til
staðar sem HS Orka gæti gripið til
ef upp kæmi hraun við starfsstöðvar
fyrirtækisins. „Sem betur fer eins
og sakir standa þá höfum við ekki
þurft að teygja okkur í þær áætl-
anir, og við erum í raun bara ánægð
að eldgosið sé hafið á þessum stað.“
Tómas kveðst binda vonir við að
nú muni jarðskjálftum lina á
Reykjanesskaga en einhverjar
skemmdir urðu vegna skjálftanna um
helgina.
Loftmengun til byggðar
Þorsteinn Jóhannsson, sérfræð-
ingur í loftgæðamálum hjá Umhverf-
isstofnun, segir að líklegast verði loft-
mengunarefni svipuð og í fyrra gosi.
„Mengunin er í takt við stærð goss-
ins, þ.e.a.s. því stærra gos því meiri
mengun. En það er alveg háð vindátt
hvert hún fer. En það eru norðlægar
áttir, þannig að það berst ekki yfir
byggð. Á föstudaginn gæti það hins
vegar borist til byggða, þannig að við
reynum að fylgjast vel með.“
Gosið á heppi-
legum stað
- HS Orka fylgist grannt með gosinu
Morgunblaðið/Eggert
Gos Forstjórinn Tómas Már Sig-
urðsson vonar að skjálftum linni.