Morgunblaðið - 04.08.2022, Qupperneq 6
ELDGOS Í MERADÖLUM6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fjöldi björgunarsveitafólks af Suð-
urnesjum og víðar var mættur síð-
degis í gær á gosvakt í Meradölum.
Þeirra hlutverk var meðal annars að
leiðbeina fólki sem var komið að
hraunjaðrinum sem skríður fram af
miklum þunga. Einnig var staðin
vakt við vegslóða nærri gosstöðvun-
um og umferð um þá stýrt.
„Við fengum útkall um klukkan
tvö og þau okkar sem erum á útkalls-
lista voru í bænum og fóru þá strax
af stað. Til er fólk sem vill alltaf kom-
ast komast örlítið nær glóandi
hrauni sem getur verið hættulegt,
meðal annars vegna gasmengunar.
Er þó þakklátt með leiðbeiningar,“
segir Telma Rut Eiríksdóttir. Þau
Guðjón Sigurðarson úr björgunar-
sveitinni Þorbirni í Grindavík voru í
Meradölum síðdegis í gær. Formað-
ur sveitarinnar, Bogi Adolfsson, var í
sumarfríi með fjölskyldunni norður á
Akureyri þegar útkall barst. Bogi
flaug suður með fyrstu vél og var
kominn á svæðið í gærkvöldi.
Komu af hálendisvaktinni
Margir úr Þorbirninum voru ann-
ars á hálendisvakt í Landmanna-
laugum, en sneru þaðan til meira að-
kallandi verkefna á heimaslóð.
Þeirra á meðal var Grindvíkingurinn
Otti Rafn Sigmarsson sem er for-
maður Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar. „Gosið núna er talsvert frá
vegum eða um tíu kílómetrar og þá
er um grýtta slóð að fara. Sennilegt
er að margir muni leggja leið sína að
eldgosinu um helgina og viðbúnaður
okkar í björgunarsveitunum mun
taka mið af því, enda þótt allt sé mik-
illi óvissu háð í augnablikinu. Núna
eru allar björgunarsveitir á suðvest-
urhorninu komnar í þetta verkefni
og vinna samkvæmt góðu skipulagi,“
segir Otti.
Fólk vill nærri
glóandi hrauni
- Björgunarsveitir mættar í Meradali
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gosvakt Guðjón Sigurðarson og Telma Rut Eiríksdóttir í Meradölum í gær. Fólk úr öllum björgunarsveitum á suð-
vesturhorni landsins var í gærdag komið í gæslu og önnur verkefni sem tengjast þessum náttúruhamförum.
Reynir Jónsson leiðsögumaður og
göngugarpur var við gosstöðvarnar í
gær, en í fyrra fór hann 28 sinnum
að skoða gosið við Fagradalsfjall.
„Þetta er mjög fallegt gos og liggur
eftir kannski 500 metra langri
sprungu. Gosið virðist ekkert ná
mjög hátt, en er allt samt mjög sýni-
legt,“ segir Reynir.
Hann segir mjög sterkan vind við
gosstöðvarnar og lítil hætta á að
anda að sér eitruðu gasi. „Það er
engin gaslykt þar sem við erum. Svo
er gosið hérna í miðju hrauninu og
ég sé ekki að það sé hægt að komast
alveg að þessu, nema fólk sé með
einhvern fíflagang.“
Reynir sagði ekki marga vera á
svæðinu. „Það eru helst einhverjir
útlendingar sem ég held að hafi
slysast til að vera hérna þegar þetta
byrjaði, án þess að ég hafi spurt þá.“
– Er þetta á svipuðum slóðum og
síðasta gos?
„Ég myndi segja að þetta væri
norðanmegin í Meradalnum, alla
vega norðan við gíginn. Þetta er
mjög lítið og alveg gullfallegt gos í
góðu veðri.“ Reynir segir að gosið í
fyrra hafi verið miklu stærra en
þetta, þótt fram hafi komið að þetta
gos gæti orðið allt að tvöfalt stærra.
„Já, nú er ég enginn sérfræð-
ingur,“ segir Reynir og hlær. „Ég
nota bara augun hérna.“
Árið 2011 þegar gosið hófst í
Gæsavötnum liðu ekki nema þrír
tímar áður en Reynir lagði af stað á
Vatnajökul. „Það má alveg segja að
ég eltist við eldgos.“
Gullfallegt lítið gos í góða veðrinu
Morgunblaðið/Hákon
Við gosið Reynir Jónsson leiðsögumaður var eldhress við gosstöðvarnar.
- Virkar talsvert
minna gos en 2021
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í
eldfjallafræðum, sagðist hafa verið
að skoða vefmyndavél mbl.is af gos-
inu þegar hringt
var í hann í gær.
„Þetta lítur út
fyrir að vera afl-
lítið gos. Kviku-
gosrásin er veik
og er kannski
nokkrir metrar
upp í tugi metra á
hæð. Framleiðni
er lítil, þó hún
geti kannski verið
aðeins meiri en
hún var í gosinu 2021.“
Heldur þú að gosið verði minna
en síðast?
„Það lítur út fyrir að framleiðni
sé kannski aðeins meiri í upphafi
heldur en hún var síðast, en bæði
eru þessi gos með litla framleiðni og
afllítil þannig séð. Samt sem áður
hélt gosið 2021 áfram í sex mánuði
svo það er ómögulegt að segja hvað
gerist núna og hvort gosið nái að
halda sér í gangi í vikur eða mánuði
eða hvort það hætti á morgun.“
Erfitt að spá um framhaldið
Þorvaldur segir ógjörning að spá
um framhaldið. „Ef afrennslisæðin
helst opin og þrýstir kvikunni upp á
yfirborðið, verður gosið lengra, en
ef það kæmi t.d. stór skjálfti sem
myndi loka afrennslisæðinni eða
stífla hana, þá gæti gosið stoppað.“
Hann segir litla hættu á að gosið
valdi miklu tjóni meðan gosgígarnir
halda sér á þessu svæði. „Þeir eru í
raun í lokuðum dal, sem er að vísu
hálffylltur af hrauni, en það er samt
töluvert í að hraun fari að flæða úr
þeim. Það gæti samt auðvitað gerst
ef gosið dregst á langinn, en þá
verður dágóður tími í það. Þannig
að í dag bendir ekkert til þess að
innviðir séu í hættu. En ég vil samt
taka það fram að gosið er ekki
hættulaust. Þá er gáfulegra að vera
vindmegin við gosstöðvarnar.
Kvikugösin eru eitraðar gastegund-
ir sem fólk ætti ekki að anda að
sér.“
Meiri kraftur en dreifðari
Freysteinn Sigmundsson,
jarðeðlisfræðingur við Jarðvísinda-
stofnun HÍ, var staddur við gos-
stöðvarnar í gær að meta ástandið.
„Maður finnur meiri kraft í gos-
inu í upphafsfasa þess heldur en í
síðasta eldgosi sem er í takt við
meira kvikuflæði. Það er best kort-
lagt með því að mæla flatarmál
hrauns og áætla þykkt, en miðað við
þær tölur sem hafa komið fram þá
er meira kvikuflæði í þessu gosi.“
Freysteinn segir að gosið núna sé
í góðu samræmi við það sem áður
hafði verið áætlað með mælingum á
jarðskorpuhreyfingum og vöktun á
svæðinu dagana fyrir gos. „Mæl-
ingar og túlkun Veðurstofu Íslands
sýndu að innstreymi kviku í jarð-
skorpuna myndi verða mjög hröð og
talsvert meiri en í síðasta eldgosi og
við erum að sjá það hérna núna.“
Hann segir ástæður þess að fólki
gæti þótt gosið virka minna en fyrra
gos 2021, vera tvíþættar. „Annars
vegar erum við hér í alveg byrj-
unarfasanum og hins vegar er gosið
dreifðara eftir þessari líklega 200
metra sprungu og gosið er ekki búið
að einangra sig á einn stakan gíg.“
Rannsóknir taka nú við
Freysteinn var búinn að vera í
rúman klukkutíma við gosstöðvarn-
ar. „Sprungan er öll mjög svipuð en
hraunið fyrir framan þykknar fljótt
og aðstæður geta breyst hratt.
Freysteinn segir að nú þurfi að
fylgjast með gosinu næstu daga og
sjá hvernig það þróist. „Einkenni
gossins í fyrra var að þá var til-
tölulega jafnt hraunrennsli allan
tímann og spurning hvort þetta gos
muni haga sér eins.“ Hann segir að
mælingar á hraunflæði og jarð-
skorpuhreyfingum taki nú við.
Aðstæður geta breyst hratt
„Ég tel mjög mikilvægt að al-
menningur fylgi vel tilmælum Al-
mannavarna. Það er mikil gasmeng-
un, en í vindáttinni fer það í
suðurátt núna og ekki yfir byggð,
en aðstæður geta breyst hratt og
gossprungur geta breytst fljótt,
þannig að það þarf að fara að öllu
með gát.
Spár síðustu daga að ganga eftir
- Afllítið gos, en sterkara en 2021 - Gosið í dældinni í Meradölum - Almenningur hvattur til að fara
varlega - Byggðir gætu orði fyrir mengun í annarri vindátt - Vinna við áætlanir er fram undan
Þorvaldur
Þórðarson
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vettvangur Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands var kominn að gosstöðvunum síðdegis.
Sprungan er öll mjög svipuð en hraunið þykknar fljótt og aðstæður geta breyst hratt, segir vísindamaðurinn.
Ekki hefur orðið nein röskun á
flugumferð vegna eldgossins við
Fagradalsfjall sem hófst í gær og
að öllu óbreyttu mun það haldast.
Þetta staðfestir Grettir Gautason,
staðgengill upplýsingafulltrúa
Isavia.
Að sögn Grettis á Isavia í góðu
samstarfi við Veðurstofuna en
hann segir það þó vera á ábyrgð
flugrekenda að taka ákvarðanir
um flugferðir.
Litakóða fyrir flugumferð yfir
Krýsuvík var breytt í rauðan þeg-
ar staðfesting á að gosið væri
hafið barst.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni þá hefur litakóð-
inn ekki þau áhrif að bannað sé
að fljúga yfir svæðið heldur
merkir hann að möguleiki sé á
því að aska berist upp í andrúms-
loftið.
Gosið ekki haft
áhrif á flugumferð