Morgunblaðið - 04.08.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 04.08.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Jón Magnússon hæstaréttar- lögmaður veltir upp spurning- unni um húsnæðisskort í pistli á blog.is og segir: „Hagstofan segir að 7.371 útlend- ingur umfram brottflutta hafi sest að í landinu fyrstu 6 mánuði ársins. Úkraínumenn eru inn- an við 1.000 þeirra. Þetta er álíka fjöldi og allir íbúar Akraness. - - - Gríðarlegur að- flutningur út- lendinga veldur of- urálagi á heilbrigðis-, skóla- og húsnæð- iskerfið. - - - Íslensk stjórn- málastétt sér enga ástæðu til að bregðast við og takmarka aðkomu fólks, þó ekki væri nema til að tryggja fólkinu í landinu góðan að- gang að læknisþjónustu, skólagöngu svo ekki sé talað um húsnæði. - - - Eðlilega verður húsnæðisskortur þegar álíka margir og búa á Akranesi flytjast til landsins á 6 mánaða fresti. - - - Íslensk stjórnmálastétt virðist ætla að halda áfram að fljóta sofandi að feigðarósi í stað þess að stjórna landamærunum.“ - - - Í viðtali við seðlabankastjóra í Við- skiptaMogganum í gær bendir hann á að mjög lítið hafi verið byggt hér á landi hin síðustu ár og húsnæð- isþörfin hafi verið vanmetin. „Þörfin er mikil og hefur aukist hratt,“ segir Ásgeir Jónsson. - - - Getur verið að sá straumur fólks til landsins sem Jón nefnir hafi orðið til að auka enn frekar á þetta vanmat og þessa miklu og vaxandi þörf? Mikið innflæði, mikið vanmat? STAKSTEINAR Ásgeir Jónsson Jón Magnússon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvergi er að finna upplýsingar á opinberum síðum rússneskra stjórn- valda um þá einstaklinga sem þau sjálf halda fram að settir hafa verið á sérstakan bannlista. Það er því bæði óljóst hver er á listanum og hvort fullyrðingar um að íslenskir ríkisborgarar séu á honum séu rétt- ar. Þann 29. apríl síðastliðinn birti rússneska utanríkisráðuneytið á vef sínum tilkynningu um að níu ís- lenskir, 16 norskir, þrír grænlenskir og þrír færeyskir ríkisborgarar hefðu verið settir á sérstakan bann- lista rússneskra yfirvalda fyrir þátt- töku í „and-rússneskri orðræðu“. Tilkynningin er birt bæði á rúss- nesku og ensku, en í ensku útgáf- unni hefur frá upphafi staðið „to be continued …“ eða „framhald vænt- anlegt“. Ekkert framhald hefur ver- ið birt hjá rússneska utanríkisráðu- neytinu eða öðrum stofnunum rússneskra yfirvalda. Ekkert fram- hald er boðað í rússnesku útgáfu til- kynningarinnar. Ekkert er heldur að finna um málið í yfirliti mála hjá Dúmuni, rússneska þinginu. Vaknað hafa spurningar um hvort umrædd- ur listi sé til. Ekki er hægt að útiloka að listinn sé einhvers staðar á borði rússnesks embættismanns en málið gæti þótt svo þýðingarlítið atriði í augum Rússa að það hefur ekki þótt tilefni til að taka það til formlegrar afgreiðslu. Þá er einnig möguleiki að ekki þyki tilefni í Kreml til að upp- lýsa um það hverjir eru á meintum bannlistum þarlendra yfirvalda. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur ekki verið tilkynnt um þá Íslendinga sem kunna að vera á meintum lista. Fyrirspurn blaðamanns til rúss- neska utanríkisráðuneytisins um hvort og hvaða íslensku ríkisborg- arar séu á téðum bannlista hefur ekki verið svarað . gso@mbl.is Ekkert að frétta af bannlista - Rússar boðuðu frekari upplýsingar í aprílmánuði en ekkert hefur heyrst síðan þá Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn mánuður var 22. júlí- mánuður þessarar aldar og reynd- ist einn af þeim svalari. Trausti Jónsson, einn okkar reyndasti veð- urfræðingur, gerir mánuðinn upp á Hungurdiskum á Moggablogg- inu. „Ritstjóra hungurdiska finnst einkennilega mikið kvartað undan tíðinni nú – og að ástæðulitlu,“ segir Trausti. „Við höfum fengið að upplifa marga góða daga til úti- veru, þó blíðviðrið hafi verið nokk- uð skammvinnt hverju sinni og mjög hlýja daga hafi vantað. Heyra má ýmiss konar „vænt- ingar“ um að hnattræn hlýnun eigi að hafa útrýmt venjulegum ís- lenskum sumrum nú þegar.“ Trausti segir að þetta sé mikill misskilningur og raunar útúrsnún- ingur. Breytileiki veðurfarsins frá ári til árs sé meiri en svo. „En munum að þó þessi júlímánuður teljist kaldur miðað við bræður sína undanfarin 20 ár er hann að hita til fyllilega í meðallagi þeirra júlímánaða sem ritstjóri hungur- diska ólst upp við og reyndi að auki fyrstu 20 starfsár sín á Veðurstofunni.“ Samkvæmt út- reikningum Trausta fyrir einstök spásvæði var nýliðinn júlí að tiltölu kald- astur á Norðurlandi eystra, þar er hann sá fjórði kaldasti á öldinni. Við Faxaflóa sá fimmti kaldasti. „Svo vill til að í Reykjavík var hann enn kaldari að tiltölu, í hópi þriggja köldustu, ef við notum tvo aukastafi við útreikning er hann sá kaldasti, en varla þó marktækt.“ Að tiltölu var hlýjast á Suðaust- urlandi, þar er þetta ellefti hlýjasti júlímánuður aldarinnar. Þegar litið er til fortíðarinnar staldrar Trausti við júlí 1964 þeg- ar hann leitar „ættingja“ júlí í ár. Í þeim mánuði var hitinn metinn í meðallagi. „Það sem við teljum nú í meðallagi þótti hlýtt þá – höfum það í huga,“ segir Trausti. Ástæðulítið að kvarta yfir veðri Trausti Jónsson - „Við höfum fengið að upplifa marga góða daga til útiveru,“ segir Trausti Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum 2000 — 2022

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.