Morgunblaðið - 04.08.2022, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.08.2022, Qupperneq 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Evrópu á myrkum lista Evrópsku fíkniefnarannsóknarmiðstöðv- arinnar The European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addic- tion, öðru nafni EMCDDA, yfir dauðsföll af völdum ofskömmtunar fíkniefna. Bretland á þar skuldlaust toppsæti með Skotland í farar- broddi þar sem tæplega 2.000 manns látast árlega af völdum of- skömmtunar eins og Morgunblaðið greindi nýlega frá. „Ég veit það ekki, það hefur lík- lega eitthvað með það að gera hve auðvelt er að smygla efnum til Nor- egs, þú getur keyrt inn í þetta land á þúsund stöðum,“ svarar Larsen en Morgunblaðið hefur áreið- anlegar heimildir fyrir því frá norskri lögreglu að albanskir inn- flytjendur hafi verið upphafið að heróínbylgjunni í Ósló – síðan eru þó áratugir. „Þegar ég var að nota heróín kostuðu 0,2 grömm 400 krónur [5.600 íslenskar krónur á gengi dagsins í dag], það er svo sem ekki mikið. Núna kostar hálft gramm 500 krónur [7.000 ISK], hundr- aðkalli meira en þegar ég var í þessu. Hass hækkar hins vegar mun hraðar í verði svo það er kannski skýringin á því hve mikið heróín freistar sumra,“ telur Lar- sen. „Ég þekki bara til í Ósló og Tønsberg og get ekki tjáð mig um önnur lönd en við Norðmenn erum klárlega ekki verst settir í Evrópu hvað fíkniefnaneyslu snertir. Fíklar eru alls staðar, þú sérð það ekki endilega utan á fólki hverjir eru að nota,“ segir hann enn fremur. Langar að opna meðferðarstöð Senn líður að lokum fróðlegs spjalls um daglegt líf kantmanna lífsins í Tønsberg, hvað fýsir Lar- sen þá að gera það sem hann á eftir ólifað? „Ég veit að ég mun eignast fé um síðir, já hlæðu bara,“ segir viðmælandinn við blaðamann sem síst er þó hlátur í huga. „Mig lang- ar til að opna meðferðarstöð fyrir unglinga, fólk sem segir hreint út að það eigi í vandræðum með neyslu og komist þá beint inn, þurfi ekki að fara í endalausa biðröð og komast svo kannski inn þegar loks- ins röðin kemur að því, það getur hreinlega verið of seint. Eins lang- ar mig til að flytja til hlýrra lands með hundinn minn, það er ekki gott að vera með MS hér í Noregi í kuldanum sem er hér um vetur. Ég veit ekkert hvernig það fer, ég skal bara játa það,“ segir Joachim Lar- sen í Tønsberg að lokum og hund- urinn Donni bofsar honum til sam- lætis. Fíkn „Ég gat hætt á heróíni, ég fékk bara nóg af því, mér fannst eins og ég væri búinn að borða mig saddan,“ segir Larsen, hagvanur í undirheimum. Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Hassið í höfn „Þú mátt alveg birta mynd af mér í íslensku dagblaði,“ segir H... glaðbeitt, komin með hass fyrir dag- inn sem að hennar sögn er eilíf barátta ljóss og skugga. Við höldum þó nafni hennar til hlés að þessu sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.