Morgunblaðið - 04.08.2022, Page 18

Morgunblaðið - 04.08.2022, Page 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Evrópu á myrkum lista Evrópsku fíkniefnarannsóknarmiðstöðv- arinnar The European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addic- tion, öðru nafni EMCDDA, yfir dauðsföll af völdum ofskömmtunar fíkniefna. Bretland á þar skuldlaust toppsæti með Skotland í farar- broddi þar sem tæplega 2.000 manns látast árlega af völdum of- skömmtunar eins og Morgunblaðið greindi nýlega frá. „Ég veit það ekki, það hefur lík- lega eitthvað með það að gera hve auðvelt er að smygla efnum til Nor- egs, þú getur keyrt inn í þetta land á þúsund stöðum,“ svarar Larsen en Morgunblaðið hefur áreið- anlegar heimildir fyrir því frá norskri lögreglu að albanskir inn- flytjendur hafi verið upphafið að heróínbylgjunni í Ósló – síðan eru þó áratugir. „Þegar ég var að nota heróín kostuðu 0,2 grömm 400 krónur [5.600 íslenskar krónur á gengi dagsins í dag], það er svo sem ekki mikið. Núna kostar hálft gramm 500 krónur [7.000 ISK], hundr- aðkalli meira en þegar ég var í þessu. Hass hækkar hins vegar mun hraðar í verði svo það er kannski skýringin á því hve mikið heróín freistar sumra,“ telur Lar- sen. „Ég þekki bara til í Ósló og Tønsberg og get ekki tjáð mig um önnur lönd en við Norðmenn erum klárlega ekki verst settir í Evrópu hvað fíkniefnaneyslu snertir. Fíklar eru alls staðar, þú sérð það ekki endilega utan á fólki hverjir eru að nota,“ segir hann enn fremur. Langar að opna meðferðarstöð Senn líður að lokum fróðlegs spjalls um daglegt líf kantmanna lífsins í Tønsberg, hvað fýsir Lar- sen þá að gera það sem hann á eftir ólifað? „Ég veit að ég mun eignast fé um síðir, já hlæðu bara,“ segir viðmælandinn við blaðamann sem síst er þó hlátur í huga. „Mig lang- ar til að opna meðferðarstöð fyrir unglinga, fólk sem segir hreint út að það eigi í vandræðum með neyslu og komist þá beint inn, þurfi ekki að fara í endalausa biðröð og komast svo kannski inn þegar loks- ins röðin kemur að því, það getur hreinlega verið of seint. Eins lang- ar mig til að flytja til hlýrra lands með hundinn minn, það er ekki gott að vera með MS hér í Noregi í kuldanum sem er hér um vetur. Ég veit ekkert hvernig það fer, ég skal bara játa það,“ segir Joachim Lar- sen í Tønsberg að lokum og hund- urinn Donni bofsar honum til sam- lætis. Fíkn „Ég gat hætt á heróíni, ég fékk bara nóg af því, mér fannst eins og ég væri búinn að borða mig saddan,“ segir Larsen, hagvanur í undirheimum. Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Hassið í höfn „Þú mátt alveg birta mynd af mér í íslensku dagblaði,“ segir H... glaðbeitt, komin með hass fyrir dag- inn sem að hennar sögn er eilíf barátta ljóss og skugga. Við höldum þó nafni hennar til hlés að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.