Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Lifandi píanótónlist
öll kvöld
Opnunartími
Mán.–Fös. 11:30–14:30
Öll kvöld 17:00–23:00
Borðapantanir á matarkjallarinn.is
eða í síma 558 0000
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Í Mosfellsbæ, neðan Úlfarsfells, er
umfangsmikið óbyggt land sem til-
heyrir Blikastöðum. Þarna var
blómlegur búskapur fyrr á árum en
hann lagðist af á síðustu öld. Tími er
til kominn að hefja uppbyggingu á
þessu landi, sem er á besta stað á
höfuðborgarsvæðinu, á mótum Mos-
fellsbæjar og Reykjavíkur, austan
Úlfarsár. Þarna munu í framtíðinni
rísa bæði íbúðar- og atvinnuhús, á
stærsta óbyggða landsvæði höfuð-
borgarsvæðisins.
Mosfellsbær og Blikastaðaland
ehf., félag í eigu Arion banka hf. og í
stýringu Stefnis hf., undirrituðu í
maí sl. samstarfssamning um upp-
byggingu byggðar í landi Blikastaða.
Hverfið verður hannað frá grunni. Í
samkomulaginu er gert ráð fyrir að
fjöldi íbúða verði 3.500 til 3.700 tals-
ins, blanda fjölbýlis og sérbýlis, auk
150 íbúða fyrir 55 ára og eldri, skóla,
íþróttaaðstöðu og atvinnuhúsnæðis.
Atvinnukjarni lengra kominn
Undirbúningur að uppbyggingu
atvinnukjarna í landi fasteigna-
félagsins Reita á Blikastöðum er
lengra á veg kominn. Reitir og Mos-
fellsbær undirrituðu í maí sl. sam-
komulag um uppbyggingu í landi
Reita á Blikastöðum, á svæði við
Vesturlandsveg milli Úlfarsfells og
Korpu. Atvinnusvæði Reita er sunn-
an við fyrirhugaða nýja íbúðabyggð
á svæðinu.
Samkomulagið rammar inn sam-
starf Mosfellsbæjar og Reita um af-
greiðslu deiliskipulags og gatnagerð
í samræmi við skipulagstillögur sem
Reitir hafa unnið að í samstarfi við
sveitarfélagið á umliðnum árum.
Atvinnukjarninn verður skipu-
lagður fyrir fjölbreytta atvinnu-
starfsemi eins og skrifstofur, versl-
un og þjónustustarfsemi. Skipulag
atvinnukjarnans gerir ráð fyrir 90
þúsund fermetrum af atvinnu-
húsnæði í um 30 byggingum. Þá tek-
ur skipulagið mið af fyrirhugaðri
borgarlínu í gegnum svæðið og
hverfið verður umhverfisvottað á
grunni krafna BREEAM Comm-
unities, sem felur í sér að hugað
verður mjög vel að umhverfisþáttum
og sjálfbærni hverfisins.
Samkomulagið gerir ráð fyrir að
gatnaframkvæmdir geti hafist vorið
2023 og að byggingarframkvæmdir
fyrsta áfanga hefjist strax í kjölfarið.
Svæðið er um 16,9 hektarar að
stærð og afmarkast af Vesturlands-
vegi, Korpúlfsstaðavegi, Korpu og
sveitarfélagamörkum Reykjavíkur
og Mosfellsbæjar. Landinu hallar
nokkuð jafnt frá Vesturlandsvegi
og niður til móts við Korpu.
Á svæðinu er skilgreind blönduð
landnotkun fyrir verslunar- og þjón-
ustusvæði/athafnasvæði. Blönduð
landnotkun felur í sér að á svæðinu
getur verið smásöluverslun og skrif-
stofuhúsnæði hvers konar auk þeirr-
ar starfsemi sem felst í skilgreiningu
athafnasvæða. Svæðið tengist bæði
fyrirhugaðri byggð í Blikastaðalandi
og suðurhlíðum Úlfarsfells.
Mosfellsbær og Reykjavíkurborg
gerðu sérstakan samning þar sem
kveðið er á um að í kjarnanum verði
samhæft verslunar- og þjónustu-
svæði sem þjóni öllum norðurhluta
höfuðborgarsvæðisins. Þegar svæðið
verður fullbyggt er áætlað að þarna
verði um 600-800 störf í verslun,
þjónustu og athafnastarfsemi.
Í sáttmála um samgöngur á höfuð-
borgarsvæðinu frá 2019 er gert ráð
fyrir að áfangi borgarlínu frá Ártúni
að Mosfellsbæ verði framkvæmdur á
árunum 2031-2033.
Einstakt svæði
„Skipulagsvæðið er einstakt á
höfuðborgarsvæðinu. Sérstaða þess
felst m.a. í tengslum þess við náttúru
og útivist við Korpu, Úlfarsfell og
golfvöll. Vegna þessarar sérstöðu
eru tækifæri til að skapa einstaka
umgjörð kringum fyrirtæki sem
kjósa að vera með starfsemi sína í
aðlaðandi umhverfi og í nánum
tengslum við náttúru,“ segir í lýs-
ingu deiliskipulags, sem unnið var af
verkfræðistofunni Verkís.
Úlfarsá (Korpa) er í aðalskipulagi
Reykjavíkur skilgreind sem friðland
og útivistarsvæði auk þess sem áin
öll ásamt 200 metra breiðum bakka
beggja vegna er á Náttúruminja-
skrá. Lax er í ánni og lífríki og gróð-
urfar meðfram henni er auðugt og
fuglalíf fjölbreytt.
Almenningur getur kynnt sér til-
lögu að deiliskipulagi atvinnukjarn-
ans á vef Mosfellsbæjar. At-
hugasemdafrestur er liðinn.
Mynd/Verkís
Blikastaðaland Óbyggt landsvæði í Mosfellsbæ, fyrir neðan Úlfarsfell og langleiðina til sjávar. Þarna mun á næstu árum rísa mikil íbúðabyggð og sömuleiðis atvinnukjarni með 30 byggingum.
Uppbygging á landi Blikastaða
Tölvumynd/Verkís
Atvinnukjarninn Deiliskipulag fyrir þetta svæði hefur verið auglýst. Þegar svæðið verður fullbyggt er áætlað að
þarna verði um 600-800 störf í margvíslegri þjónustustarfsemi. Fasteignafélagið Reitir er eigandi svæðisins.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Blikastaðir Reisulegur bær í sveit sem mun standa áfram og fá nýtt hlut-
verk í nýju og stóru íbúðahverfi í Mosfellsbæ þegar það verður risið.
- Uppbygging er að hefjast á stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins - Deiliskipulag
auglýst fyrir atvinnukjarna - 90 þúsund fermetrar í 30 byggingum - Íbúðabyggð undirbúin