Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í Mosfellsbæ, neðan Úlfarsfells, er umfangsmikið óbyggt land sem til- heyrir Blikastöðum. Þarna var blómlegur búskapur fyrr á árum en hann lagðist af á síðustu öld. Tími er til kominn að hefja uppbyggingu á þessu landi, sem er á besta stað á höfuðborgarsvæðinu, á mótum Mos- fellsbæjar og Reykjavíkur, austan Úlfarsár. Þarna munu í framtíðinni rísa bæði íbúðar- og atvinnuhús, á stærsta óbyggða landsvæði höfuð- borgarsvæðisins. Mosfellsbær og Blikastaðaland ehf., félag í eigu Arion banka hf. og í stýringu Stefnis hf., undirrituðu í maí sl. samstarfssamning um upp- byggingu byggðar í landi Blikastaða. Hverfið verður hannað frá grunni. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að fjöldi íbúða verði 3.500 til 3.700 tals- ins, blanda fjölbýlis og sérbýlis, auk 150 íbúða fyrir 55 ára og eldri, skóla, íþróttaaðstöðu og atvinnuhúsnæðis. Atvinnukjarni lengra kominn Undirbúningur að uppbyggingu atvinnukjarna í landi fasteigna- félagsins Reita á Blikastöðum er lengra á veg kominn. Reitir og Mos- fellsbær undirrituðu í maí sl. sam- komulag um uppbyggingu í landi Reita á Blikastöðum, á svæði við Vesturlandsveg milli Úlfarsfells og Korpu. Atvinnusvæði Reita er sunn- an við fyrirhugaða nýja íbúðabyggð á svæðinu. Samkomulagið rammar inn sam- starf Mosfellsbæjar og Reita um af- greiðslu deiliskipulags og gatnagerð í samræmi við skipulagstillögur sem Reitir hafa unnið að í samstarfi við sveitarfélagið á umliðnum árum. Atvinnukjarninn verður skipu- lagður fyrir fjölbreytta atvinnu- starfsemi eins og skrifstofur, versl- un og þjónustustarfsemi. Skipulag atvinnukjarnans gerir ráð fyrir 90 þúsund fermetrum af atvinnu- húsnæði í um 30 byggingum. Þá tek- ur skipulagið mið af fyrirhugaðri borgarlínu í gegnum svæðið og hverfið verður umhverfisvottað á grunni krafna BREEAM Comm- unities, sem felur í sér að hugað verður mjög vel að umhverfisþáttum og sjálfbærni hverfisins. Samkomulagið gerir ráð fyrir að gatnaframkvæmdir geti hafist vorið 2023 og að byggingarframkvæmdir fyrsta áfanga hefjist strax í kjölfarið. Svæðið er um 16,9 hektarar að stærð og afmarkast af Vesturlands- vegi, Korpúlfsstaðavegi, Korpu og sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Landinu hallar nokkuð jafnt frá Vesturlandsvegi og niður til móts við Korpu. Á svæðinu er skilgreind blönduð landnotkun fyrir verslunar- og þjón- ustusvæði/athafnasvæði. Blönduð landnotkun felur í sér að á svæðinu getur verið smásöluverslun og skrif- stofuhúsnæði hvers konar auk þeirr- ar starfsemi sem felst í skilgreiningu athafnasvæða. Svæðið tengist bæði fyrirhugaðri byggð í Blikastaðalandi og suðurhlíðum Úlfarsfells. Mosfellsbær og Reykjavíkurborg gerðu sérstakan samning þar sem kveðið er á um að í kjarnanum verði samhæft verslunar- og þjónustu- svæði sem þjóni öllum norðurhluta höfuðborgarsvæðisins. Þegar svæðið verður fullbyggt er áætlað að þarna verði um 600-800 störf í verslun, þjónustu og athafnastarfsemi. Í sáttmála um samgöngur á höfuð- borgarsvæðinu frá 2019 er gert ráð fyrir að áfangi borgarlínu frá Ártúni að Mosfellsbæ verði framkvæmdur á árunum 2031-2033. Einstakt svæði „Skipulagsvæðið er einstakt á höfuðborgarsvæðinu. Sérstaða þess felst m.a. í tengslum þess við náttúru og útivist við Korpu, Úlfarsfell og golfvöll. Vegna þessarar sérstöðu eru tækifæri til að skapa einstaka umgjörð kringum fyrirtæki sem kjósa að vera með starfsemi sína í aðlaðandi umhverfi og í nánum tengslum við náttúru,“ segir í lýs- ingu deiliskipulags, sem unnið var af verkfræðistofunni Verkís. Úlfarsá (Korpa) er í aðalskipulagi Reykjavíkur skilgreind sem friðland og útivistarsvæði auk þess sem áin öll ásamt 200 metra breiðum bakka beggja vegna er á Náttúruminja- skrá. Lax er í ánni og lífríki og gróð- urfar meðfram henni er auðugt og fuglalíf fjölbreytt. Almenningur getur kynnt sér til- lögu að deiliskipulagi atvinnukjarn- ans á vef Mosfellsbæjar. At- hugasemdafrestur er liðinn. Mynd/Verkís Blikastaðaland Óbyggt landsvæði í Mosfellsbæ, fyrir neðan Úlfarsfell og langleiðina til sjávar. Þarna mun á næstu árum rísa mikil íbúðabyggð og sömuleiðis atvinnukjarni með 30 byggingum. Uppbygging á landi Blikastaða Tölvumynd/Verkís Atvinnukjarninn Deiliskipulag fyrir þetta svæði hefur verið auglýst. Þegar svæðið verður fullbyggt er áætlað að þarna verði um 600-800 störf í margvíslegri þjónustustarfsemi. Fasteignafélagið Reitir er eigandi svæðisins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Blikastaðir Reisulegur bær í sveit sem mun standa áfram og fá nýtt hlut- verk í nýju og stóru íbúðahverfi í Mosfellsbæ þegar það verður risið. - Uppbygging er að hefjast á stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins - Deiliskipulag auglýst fyrir atvinnukjarna - 90 þúsund fermetrar í 30 byggingum - Íbúðabyggð undirbúin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.