Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið GLOBL V Hvíldarst KRAGELUND Aya K 129 Casö 701 langborð Stólar Sófasett Borðstofuborð Skenkar/skápar Hvíldarstólar o.m.fl. Borstofuhúsgön frá Casö Mikið úrval af hvíldarstólum með og án rafmagns. Rimme frá Casö, raðau saman þinni samstæðu Casö 230 viðartegundir nature eik og reykt eik IKTOR óll KRAGELUND Handrup Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Sumarið hefur verið mjög gott, það hefur verið mikið að gera þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið með besta móti. Við höfum opið út allan ágústmánuð og enn nóg af flottum fiski eftir í tjörnunum, það þarf ekkert að panta, bara mæta á svæðið í veiðiskapi,“ segir Gunn- ar Blöndal á Akureyri sem rekur félagið Vík- urlax við Ystu-Vík í Grýtubakkahreppi. Félagið stofnaði hann árið 1994 og fram- leiddi þá eldisfisk bæði á landi og í sjó. Hin síðari ár hefur hann einbeitt sér að landeldi og segir það koma vel út. Víkurlax býður einnig upp á veiði yfir sumarmánuðina í tjörnum sem útbúnar hafa verið á svæðinu. Þeir sem þar renna fyrir fisk geta vænst þess að vænn regnbogasilungur bíti á eða bleikja. Gunnar segir að fiskur sé ýmist alinn upp í kerjum eða tjörnum, en hann hefur byggt alla aðstöðu upp sjálfur með aðstoð fjölskyld- unnar. Þar eru nokkrar tjarnir og er sumar- veiðin stunduð þar. Framleiðslan fer bæði í þá veiði og einnig er fiskurinn reyktur og seldur til verslana, veitingastaða og einstaklinga. Einungis greitt fyrir veiddan fisk „Við kaupum seiði, 5 til 10 gramma, og ölum þau upp í 2ja til 3ja kílóa fiska. Það er hérna sjálfrennandi vatn úr fjöllunum umhverfis okkur sem við nýtum og hitastigið í stöðinni er því aðeins breytilegt,“ segir Gunnar og bætir við að engin sýklalyf séu notuð við fram- leiðsluna þannig að hún sé holl og góð. „Enda hefur öll okkar framleiðsla verið uppseld í mörg ár.“ Aldarfjórðungur er frá því byrjað var að bjóða upp á sumarveiði í Ystu-Vík og hefur aðsókn farið vaxandi með hverju árinu sem liðið hefur. Gunnar segir að ólíkt flestum fyrirtækjum í ferðaþjónustu sé bróðurpartur sinna viðskiptavina íslenskir ferðamenn. Fyrirkomulagið er þannig að veiðimenn fá stangir, beitu og flökun á staðnum án endur- gjalds og greiða einungis fyrir veiddan fisk. „Þetta er líklega eini staðurinn í heiminum sem býður upp á slíka þjónustu,“ segir hann. Þau 25 ár sem liðin eru frá því Gunnar hóf þessa starfsemi hafa fjölmargir komið og spreytt sig á veiðiskapnum, veiðimenn á öllum aldri og segir hann virkilega gaman að hafa tekið á móti þessum fjölda. Afli og bros á vör „Það er skemmtilegast að sjá fastagest- ina, þá sem koma ár eftir ár. Sumir hafa jafnvel komið sem krakkar til okkar með foreldrum sínum og mæta svo með sín börn til að gefa þeim kost á að upplifa það sama,“ segir hann. „Allir eiga það sameiginlegt að fara frá okkur með afla og bros á vör.“ Synir Gunnars, Magnús og Orri, hafa starf- að með honum við fyrirtækið og segir hann það dýrmætt tækifæri. Þeir hafa einkum lagt honum lið yfir sumarmánuðina þegar veiðin stendur sem hæst og nú eru afastrákarnir Pétur Breki og Uni Steinn að aðstoða afa sinni á háannatíma. „Þetta er sannkallað fjölskyldufyrirtæki sem hefur gefið okkur mikið,“ segir Gunnar. Öruggur silungsafli í Ystu-Vík - Víkurlax býður upp á sumarveiði í Grýtubakkahreppi - Íslenskir ferðamenn bróðurpartur gestanna - Aðeins er greitt fyrir veiddan fisk - Stangir, beita og flökun í boði án endurgjalds Bros á vör Gunnar Blöndal með Gunn- ari Áka Blöndal, barnabarni sínu. Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir Ysta-Vík Starfsemi Víkurlax fer fram við Ystu-Vík í Grýtubakka- hreppi, en eigendur hafa byggt svæðið upp sjálfir í áranna rás. Veiðimaður Ungur veiði- maður rennir fyrir silung.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.