Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 32

Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Aldarfjórð- ungur er frá því að Newt Gingrich, þá forseti full- trúadeildar Bandaríkjaþings, heimsótti Taívan. Frá þeim tíma hefur ekki jafn hátt- settur maður frá Bandaríkj- unum heimsótt eyjuna, þar til nú þegar Nancy Pelosi, sem gegnir sama embætti, heimsótti hana í gær og fyrradag. Kínverjar mótmæltu heimsókn Gingrich á sínum tíma en sættu sig þó við hana að lokum og ástæðan var ef til vill sú að hann heimsótti Kína í sömu ferð. Eina skil- yrðið sem stjórnvöld þar settu á endanum var að Gingrich flygi ekki beint frá Kína til Taívan, þannig að hann millilenti í Japan. Samskipti Bandaríkjanna við Kína og Taívan eru flókin og hafa verið það lengi. Richard Nixon kom á óvart þegar hann á sínum tíma heimsótti stjórnvöld í Pek- ing og hóf formleg samskipti landanna. Slík samskipti eru mikilvæg og stjórnvöld í Bandaríkjunum reyna að feta þröngt einstigi í þessum samskiptum en það er ekki alltaf auðvelt og getur ekki falið í sér að gefa alltaf eftir gagnvart kröfum komm- únistastjórnarinnar. En jafnvel nú þegar Pelosi, flokkssystir Bandaríkja- forseta, heimsækir Taívan, er það ekki með velþóknun, að minnsta kosti ekki op- inberri velþóknun, stjórn- valda þar í landi. Þau eru sögð andvíg heimsókninni, en það dugar ekki til að draga úr viðbrögðum kín- verskra stjórnvalda. Viðbrögð þeirra nú eru harkalegri en þegar Ging- rich heimsótti Taívan, mögu- lega vegna þess að ekki var eins vel að ferðinni staðið, en líklega ekki síður vegna þess að kínversk stjórnvöld hafa á þessum aldarfjórðungi gerst mun herskárri, ekki aðeins í orðum heldur einnig í því að sýna hernaðarmátt sinn. Og það gera þau nú ákaft á sundinu á milli Taív- an og meginlandsins. Þar skjóta þau eldflaugum og senda hertól upp að tólf mílna landhelgi eyjarinnar til að ógna eyjarskeggjum og minna á vaxandi hern- aðarmátt Kína. Kínversk stjórnvöld hafa einnig brugðist við heimsókninni með því að banna innflutning frá Taívan á fjölda matvæla og út- flutning frá Kína til Taívan á ákveðnum vörum. Kínversk stjórnvöld tala um heimsóknina sem ögrun og ógn við stöðugleika á svæðinu, en það er langt seilst. Ógnin er ekki heim- sóknin heldur viðbrögð Kína- stjórnar við heimsókninni. Ekki er óþekkt af þeim sem beita yfirgangi að snúa hlut- um þannig á haus, þetta er til dæmis þekkt í samskiptum Rússlands og ýmissa ná- granna á undanförnum árum og augljósasta dæmið er auð- vitað „sérstök hernaðar- aðgerð“ Rússa í Úkraínu sem réttlætt er með fjarstæðu- kenndum hætti. Taívanir hafa tekið vel eft- ir þeirri innrás og óttast að Kínverjar grípi til svipaðra aðgerða ef þeir meta það svo að auðveldur sigur gæti unn- ist. Þess vegna er mikilvægt að sýna samstöðu með Taív- an og líka að auðvelda þeim að byggja upp varnir sínar þannig að kostnaður við inn- rás yrði óbærilegur. En Kínverjar geta sjálfum sér um kennt hvernig viðhorf á Taívan hefur breyst í garð meginlandsins. Undir stjórn Xi Jinping hefur afstaða kín- verskra stjórnvalda herst og sést það best af því hvernig Kína hefur bælt niður lýð- ræðissinna í Hong Kong og afnumið réttindi þar sem íbú- arnir höfðu vanist og máttu búast við að njóta í ald- arfjórðung enn hið minnsta samkvæmt samningi Kína við Bretland. Það sem kínversk stjórn- völd þurfa að gera er að hætta að beita íbúa sína kúg- un eða ógna nágrönnum sín- um á Taívan með vopnaskaki. Með því getur sambúðin batnað og viðhorfin á Taívan í garð meginlandsins breyst á ný og orðið jákvæðari. Með slíkum breytingum kann að vera að í framtíðinni nái ríkin betur saman og sameinist jafnvel á einhvern hátt eins og stjórnvöld í Kína segjast vilja. Aukin harka mun hins vegar aðeins ýta Taívan lengra frá Kína og gera öll samskipti þessara nágranna erfiðari og auka hættuna á ófriði, sem hvorugur aðili ætti að óska sér. Hvort er það heim- sóknin eða vopna- skakið sem veldur óstöðugleika?} Heimsókn til Taívan STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is L eiðtogi vígasamtaka al-Kaída, Ayman al- Zawahiri, var drepinn í drónaárás leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, í Kabúl, höfuð- borg Afganistans, síðastliðinn sunnu- dag, 31. júlí. Hann var arftaki Osama bin Laden, stofnanda samtakanna, en sá var í aðgerð SEAL-sérsveita bandaríska sjóhersins drepinn á heimili sínu í Abbottabad í Pakistan aðfaranótt 2. maí 2011. Eru Banda- ríkin nú sögð hafa náð til allra þeirra sem lögðu á ráðin um hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001. Segist Bandaríkjaforseti vona að víg al-Zawahiris verði huggun, ástvinum þeirra sem týndu lífi í árásunum á Bandaríkin. Ayman Mohammed Rabie al- Zawahiri var fæddur hinn 19. júní 1951 í Gíza í Egyptalandi. Hann kem- ur af efnuðu fólki og var faðir hans skurðlæknir og prófessor við háskól- ann í Kaíró. Sjálfur er hann sagður hafa verið sterkur námsmaður og fet- aði fljótlega í fótspor föður síns. Al- Zawahiri kvæntist fjórum sinnum og eignaðist sjö börn. Árið 1981 hélt al-Zawahiri til Pakistans á vegum Rauða hálfmán- ans hvar hann hjúkraði særðu flótta- fólki sem flúið hafði stríð Sovétmanna í Afganistan. Þar kynntist hann rót- tækum manni sem hafði sterk tengsl við Mujahideen-herstjórnendur og sjálfan Osama bin Laden. Þeir al- Zawahiri og bin Laden hittust fyrst í Jeddah 1986. Árið 1991 gekk al-Zawahiri til liðs við Jihad-samtökin í Egyptalandi, samtök sem hann átti síðar eftir að verða leiðtogi yfir. Þau sameinuðust svo al-Kaída árið 1998, en við samein- inguna varð læknirinn frá Egypta- landi að helsta ráðgjafa og samstarfs- manni Osama bin Ladens. Margar blóðugar árásir „Að myrða Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra – almenna borgara og hermenn – er skylda allra múslima sem það geta í öllum þeim löndum sem það er hægt,“ ritaði al-Zawahiri í stefnuskrá sína árið 1998. Þremur ár- um seinna var umfangsmesta hryðju- verk sögunnar framkvæmt í Banda- ríkjunum og var það meðal annars undirbúið af honum. Áður höfðu al-Zawahiri og al- Kaída staðið fyrir sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjanna í Keníu og Tansaníu, hinn 7. ágúst 1998. Alls lét- ust 224 þegar öflugar sprengjur sprungu nær samtímis fyrir utan sendiráðin, þar af 12 Bandaríkjamenn. Yfir 4.500 særðust í ódæðunum. Í kjöl- farið hófst ein umfangsmesta rann- sókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, frá upphafi og voru yfir 900 alrík- islögreglumenn sendir á vettvang til að afla sönnunargagna. Meira en 20 einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að árásunum og sitja sjö þeirra nú í lífstíðarfangelsi í Banda- ríkjunum. Eins bera al-Zawahiri og al-Kaída ábyrgð á mannskæðri sprengjuárás á bandaríska tundurspillinn USS Cole, hinn 12. október 2000. Var þá tveimur sjálfsvígssprengjubátum siglt upp að hlið herskipsins sem lá við akkeri við Aden-höfn í Jemen. Fram kemur í rannsóknar- gögnum alríkislögreglunnar FBI að vígamennirnir hafi gefið sig á tal við áhöfnina um stund. Skömmu síðar sprengdu þeir báta sína í loft upp með þeim afleiðingum að 17 sjóliðar féllu og nærri 40 særðust. Rúmlega 12 metra breitt gat kom á hlið tundur- spillisins en áhöfninni tókst engu að síður að bjarga skipi sínu og afstýra þannig altjóni. Læknirinn sem stóð við hlið bin Ladens AFP Úr sögunni Ayman al-Zawahiri hefur verið eftirlýstur frá árásinni 2001 og 25 milljónir dala boðnar til höfuðs honum. FBI merkir hann nú sem fallinn. Bandaríska leyniþjónustan komst á snoðir um Ayman al- Zawahiri fyrr á þessu ári og beindist kastljósið þá að til- teknu húsi í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Þar mun hann hafa búið ásamt fjölskyldu sinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir aðgerðina hafa verið und- irbúna í langan tíma til að forð- ast mannfall almennra borgara. Forsetinn gaf svo um helgina skipun um drónaárás. „Það er sama hversu langan tíma það tekur, sama hvar þú felur þig. Ef þú ógnar okkar fólki munu Bandaríkin finna þig og fjar- lægja,“ sagði forsetinn í ávarpi. Árásin var gerð þegar al- Zawahiri stóð úti á svölum hússins. Var þá tveimur eld- flaugum af gerðinni Hellfire R9X skotið á leiðtogann, en þær bera enga sprengihleðslu. Í stað hennar eru flaugarnar útbúnar sex flugbeittum blöðum sem skera skotmark sitt í sundur. Skorinn í bita úti á svölum ÁRÁSIN SKIPUN FRÁ BIDEN T alið er að einn þriðji af þeim mat- vælum sem framleidd eru í heim- inum á hverju ári nýtist ekki til manneldis. Það er geysilegt magn. Þetta eru ekki nýjar fréttir en þrátt fyrir mikla umræðu um matarsóun á undanförnum árum þokumst við alltof hægt í rétta átt. Margt hefur verið reynt. Stjórnvöld, einstaklingar og félagasamtök hafa ráðist í ýmis verkefni til þess að sporna gegn mat- arsóun. En því miður sjáum við enn ekki nægi- lega mikinn árangur. Umrædd verkefni hafa helst miðað að því að reyna að ná fram hug- arfarsbreytingu en þau hafa ekki skilað okkur langt. Aðgerðaáætlun gegn matarsóun Í lok síðasta kjörtímabils lagði umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fram fyrstu heildstæðu aðgerðaáætlun gegn matarsóun á Íslandi og þeim umhverfisáhrifum sem af henni hljótast. Aðgerðaáætlunin samanstendur af 24 aðgerðum sem snúa að allri virðiskeðju matvæla, frá frumframleiðslu til neytenda. Markmið þessara aðgerða er að minnka mat- arsóun í allri virðiskeðjunni um 30% fyrir árið 2030. Til þess að þetta takist þarf samstillt átak samfélagsins alls; atvinnulífs, almennings og stjórnvalda. Aðgerðaáætlunin er á ábyrgð umhverfis-, orku, og loftslagsráðuneytisins. Enda eru flest stjórntækin til að takast á við matarsóun þar. En hluti af matarsóun verður við framleiðslu mat- væla. Íslendingar hafa þannig náð miklum árangri í að draga úr matarsóun með bættri nýtingu á sjávarafurðum, en Íslendingar nýta stærri hluta t.d. hvers þorsks til verðmætasköpunar en víðast ann- ars staðar. Brauðfæða mætti tugi milljóna jarðarbúa sem nú búa við matarskort með því að draga úr matarsóun. Koma má í veg fyrir mikla sóun á verðmætum. Við framleiðslu á matvælum sem er hent þarf að nýta land, vatn, áburð og aðrar auðlindir jarðar. Allt eykur þetta losun á gróðurhúsalofttegundum, til einskis. Það er auðvitað glórulaust. Matarsóun og fæðuöryggi Náttúruhamfarir, stríð í Evrópu og heims- faraldur hafa minnt okkur rækilega á mik- ilvægi þess að huga að fæðuöryggi og það hafa stjórnvöld einmitt gert. Fyrstu viðbrögð eru að leita leiða til að auka framleiðslu hér á landi sem við getum og eigum að gera ásamt því að styðja bændur vegna aðfangahækkana. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að sporna gegn því að sóa matvælum sem þegar eru framleidd. Kannanir sýna að sjö af hverjum tíu reyna að lágmarka matarsóun. En til að við náum raunverulegum árangri þurfa fyrirtæki og stofnanir að stíga inn í þessa baráttu af fullum þunga og fullri alvöru. Við þurfum hvata og við þurfum leiðir til að mæla matarsóun. Fjölmargar leiðir eru lagðar til í aðgerðaráætluninni sem ég hvet öll til að kynna sér. Við sem þjóð eigum að krefjast árangurs þeg- ar kemur að matarsóun. svandis.svavarsdottir@mar.is Svandís Svavarsdóttir Pistill Glórulaus matarsóun Höfundur er matvælaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.