Morgunblaðið - 04.08.2022, Síða 34

Morgunblaðið - 04.08.2022, Síða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Ekki er úr vegi, þegar yfir dynja af vaxandi þunga hrak- spár um framtíð jarð- ar, mannkyns og alls lífs á jörðinni, að rifja upp nokkra spádóma „viðurkenndra“ fræði- manna fyrri tíðar um það, sem í vændum væri. Hér verða tekin nokkur dæmi, sem fram komu í tengslum við fyrsta „jarðardaginn“, 22. apríl árið 1970. Þá töldu „viðurkenndir“ fræði- menn, að í hönd færi kólnandi tíð, sem myndi leiða til hungurs og dauða milljóna manna um heim all- an. Nokkrar spár Daginn eftir „jarðardaginn“ var- aði ritstjórnarsíða New York Tim- es við því, sem í hönd færi: „Mað- urinn verður að stöðva mengun og varðveita auðlindir sínar, ekki ein- ungis til að auka líkur þess, að hann komist þokkalega af, heldur til þess að forða kynstofninum frá þrúgandi hnignun og hugsanlegri útrýmingu.“ Paul Ehrlich, einn virtasti fræðimaðurinn á sviði um- hverfismála á þessum tíma, var ómyrkur í máli í grein í aprílhefti Mademoiselle frá 1970: „Dán- artíðni mun hækka þar til að minnsta kosti 100-200 milljónir manna deyja úr hungri á ári hverju næsta áratuginn.“ Í sama streng tók Denis Hayes, aðalskipuleggj- andi „jarðardagsins“, í vorhefti The Living Wilderness árið 1970: „Nú þegar er of seint að forðast fjöldasvelti.“ Fleira en framtíð mannkynsins var undir. Vistfræðingurinn Ken- neth Watt sagði: „Ef þróunin held- ur áfram með núverandi hraða, klárum við alla hráolíu fyrir árið 2000 … það verður ekki meira til af henni.“ Fleira átti að ganga til þurrðar. Þannig birti Harrison Brown, vísindamaður við National Academy of Sciences, töflu í Sci- entific American, sem hann sagði sýna þann forða málma, sem mannkynið hefði úr að moða. Á grundvelli hennar boðaði Brown að mannkynið yrði al- gjörlega uppiskroppa með kopar skömmu eftir 2000 og að blý, sink, tin, gull og silfur yrðu ófinnanleg fyrir árið 1990. Hörmungarnar áttu að ná enn lengra. Öld- ungadeildarþingmað- urinn Gaylord Nelson skrifaði í tímaritið Lo- ok: „Dr. S. Dillon Rip- ley, ritari Smithsonian Institute, telur að eftir 25 ár verði einhvers staðar á milli 75 og 80 pró- sent allra tegunda lifandi dýra út- dauð.“ Enn kom Paul Ehrich til og spáði því árið 1975 að „þar sem meira en níu tíundu hlutum upp- runalegra regnskóga hitabeltisins verður eytt á flestum svæðum á næstu 30 árum eða svo, er búist við því, að helmingur lífvera á þessum svæðum muni hverfa með þeim.“ Til skjalanna kom aftur Kenneth Watt, sem í ræðu varaði við yfirvof- andi ísöld og sagði: „Heimurinn hefur kólnað verulega í um tuttugu ár. Ef núverandi þróun heldur áfram, verður meðalhiti á jörðinni um 3° (F = 1,7°C) lægri árið 1990, en 11° (F = 6°C) lægri árið 2000. Þetta er um það bil tvöfalt það sem þarf til þess að koma okkur inn í ís- öld.“ Hvað svo? Engin þessara hrakspáa gekk eftir. Svo litið sé á fólksfjölda á jörðinni, var hann samkvæmt Worldometer, sem byggir upplýs- ingar sínar á gögnum, meðal ann- ars frá SÞ, ríflega 3,7 milljarðar manna árið 1970. Hundruð milljóna áttu að deyja ár hvert samkvæmt spá Ehrlichs. Hungursneyðin varð ekki. Þvert á móti stefnir fólks- fjöldinn í átta milljarða samkvæmt nýjustu spám, en samt hefur hung- ur í heiminu minnkað undanfarin ár og orðið minna en það hefur oft áður verið í sögu mannsins. Jarðefnaeldsneyti, svo sem kol og olía, átti að ganga til þurrðar, en gerði það ekki. Samkvæmt skýrslu BP ( „Beyond Petroleum“ áður „British Petroleum“) um árið 2020 var þá vitað um á jörðinni 1.074 milljarða tonna af kolum, 1.732 milljarða tunna af jarðolíu og um það bil 188 trilljónir rúmmetra af jarðgasi. Hér er átt við það magn, sem þá hafði fundist á vinnanlegum svæðum. Tekið var fram að við þessar tölur bættist á ári hverju. Einnig var þess getið, að þekkt væri mikið magn kola, olíu og gass á hafsbotni, en að enn skorti tækni- lega getu til þess að vinna þessar auðlindir. Einnig kemur fram, að 82% þeirrar orku, sem notuð er á jörðinni, sé fengin úr jarðefnaelds- neyti. Þá er það hitinn og ísöldin. Þeir „viðurkenndu“ fræðimenn, sem þegar er getið og margir aðrir, sem héldu fram ógnarsýn komandi ís- aldar, sneru við blaðinu þegar leið að lokum áttunda áratugs síðustu aldar. Það tók að hlýna og þessir sömu fræðimenn héldu fram tíma- settum spám um sífellt meiri hita á jörðinni, sem mundi að lokum út- rýma öllu lífi. Enn birtu fjölmiðlar ógnarfréttir athugasemdalaust og í hópinn bættust áróðursmeistarar og gasprarar, svo sem Al Gore og á síðustu tímum sænska hnátan Greta Thunberg auk stjórnmála- manna, sem löptu það sem að þeim var rétt. Hitinn hækkaði reyndar lítillega en aðeins um brot af því spáð var og enginn gat þess, að jörðin grænkaði og að afrakstur akranna jókst og þá getan til þess að afla fæðu. Höldum sönsum Er ekki tími til kominn að við hættum að láta hræða okkur með ógnarspám? Heimurinn átti að far- ast fyrir áratugum, en hann gerði það ekki. Spár samtímamanna okk- ar, eins og spár fortíðarinnar, eru tímasettar, sem hinar fyrri. En er ekki langlíklegast – og reyndar sem næst víst – að þær séu jafn haldlitlar og spár „viðurkenndra“ fræðimanna fyrri tíðar reyndust vera? Nokkrar spár fyrri tíðar Eftir Hauk Ágústsson »Nokkrar framtíð- arspár fyrri tíðar fræðimanna og hald- leysi þeirra. Haukur Ágústsson Höfundur er fv. kennari. Nýlega skrifaði Guðni Einarsson, blaðamaður og að því er virðist blaðafulltrúi Kristjáns Loftssonar, frétt hér í blaðið um hvalveiðar Hvals hf. Hann fjallar mest um efnahagslega hlið veið- anna, sem hann reynir eftir föngum að útfæra Hval í vil, fegra með vafasömum rökum og hagræðingu stað- reynda. Hér vil ég leggja áherslu á aðra og veigameiri hlið hval- veiða: Það hrikalega dýraníð sem þær byggjast á og þau skýru lögbrot sem með þeim eru framin. Fyrst þrjár spurn- ingar til lesenda 1. Ef hestur væri af- lífaður með þeim hætti að fyrst væri hann skotinn í kvið, án þess að drepast, hann svo látinn engjast og kveljast í átta mínútur þar til hann væri skotinn aftur, nú kannski á lungna- eða hjartasvæði þannig að hann dræpist loksins, fyndist þér það í lagi? 2. Ef kýr væri fyrst skotin í herða- kamb, þannig að beinabygging þar rústaðist, án þess að dýrið dræpist, það svo látið berjast um í hrikalegu þjáningar- og kvalakasti í átta mín- útur þar til greyið væri skotið aftur, nú í háls þannig að slagæð spryngi og blessað dýrið loks dræpist, þætti þér það í lagi? 3. Ef Afríkumenn keyrðu um á skutultrukkum, skytu fíla í aftur- mjöðm án þess að drepa og drægju svo dýrin öskrandi af kvölum um holt og hæðir í átta mínútur þegar dýrið væri skotið aftur, nú kannski í hjartað þannig að það dræpist loks, þætti þér það í lagi? Það er á þennan hátt sem lang- reyðarnar við Ísland eru að nokkru drepnar. Þær eru spendýr, nákvæm- lega eins og hin dýrin, með sömu vídd skyns og dýpt tilfinninga og þau. Lög um aflífun dýra 2013 voru lög nr. 55/2013 sett um velferð dýra. Merkileg lög og góð og þeim sem að stóðu til sóma. Svandís Svavarsdóttir virðist eiga heiðurinn af þessari góðu lagasetn- ingu, en hún vitnaði í hana nýlega í grein í blaðinu. Í 21. gr. laganna er skýrt og af- dráttarlaust ákvæði um aflífun dýra, sem hljóðar svo: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti.“ Skýrara getur þetta ákvæði ekki verið. Skýrsla dr. Egils Oles Öens Fiskistofa fékk dr. Egil Ole Öen dýralækni/sjávarlíffræðing til að fylgjast með langreyðaveiðum sum- arið 2014. Náði eftirlitið til drápsins á 50 langreyðum. Átta þessara dýra drápust ekki við fyrsta skot. Þurfti að skjóta þau tvisvar. Þar sem 6-8 mínútur tekur að hlaða skutulbyssu reif stálkrókur skutuls hold og líffæri dýranna, auð- vitað með hrikalegu kvalræði fyrir dýrin að meðaltali í átta mín- útur, þar til „náðar- skotið“ kom. Engum blöðum er um það að fletta að með þessum veiðum var 21. gr. laga númer 55/2013 þverbrotin. Dr. Egil Ole lagði fram skýrslu sína í febrúar 2015. Eftir það mátti sjávarútvegs- ráðherrum hvers tíma vera fullkomlega ljóst að langreyðaveiðar stæðust ekki lög lands- ins um aflífun dýra. Hverjir hafa sjávarútvegsráð- herrarnir verið? 23.5. 2013 til 7.4. 2016 var Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra. Hann fékk því skýrslu dr. Egils Oles í hendur og hefði átt að gera eitt- hvað með hana. Gerði það þó ekki, lét þar með lögbrotin halda áfram, enda ekki þekktur fyrir stuðning, hvað þá frumkvæði, í dýra- verndarmálum. Síðan kom Gunnar Bragi Sveins- son, frá 8.4. 2016 til 11.1. 2017. Ekki reyndust meiri burðir í honum í þessum málum. Hinn 11.1. 2017 tók Þorgerður Katrín við keflinu. Þar var loks kom- inn ráðherra sem vildi taka á þess- um málum og friðaði Faxaflóa fyrir hrefnuveiðum, sem leiddi til þess að þær lögðust af. Lengra komst Þorgerður Katrín ekki, þar sem Björt framtíð spillti þessu stjórnarsamstarfi með upp- hlaupi í nóvember sama ár. Hinn 30.11. 2017 tók svo Kristján Þór Júlíusson við, fram til 28.11. 2021. Hafi Kristján Loftsson nokk- urn tíma átt hauk í horni í sjávar- útvegsráðuneytinu, þá var það nafni hans Þór. Hann veitti Hval umfangsmesta langreyðaveiðileyfi allra tíma, en alls mátti drepa 1.045 dýr á veiði- tímabilinu 2019-2023. Þessi ráðherra var lítið fyrir að skoða lög um velferð dýra, en það sannaðist líka á ýmsum öðrum svið- um. Framganga núverandi ráðherra Sjávarútvegsráðherra frá 1.12. 2021 er fyrrnefnd Svandís Svav- arsdóttir, sem einmitt stóð að laga- setningunni sem kveður á um að dýr skuli aflífuð með skjótum og sárs- aukalausum hætti. Og hvað gerði hún? Til að byrja með ekkert. Lét einfaldlega brotin á eigin lagasetningu ganga áfram og dýr drepin áfram með sama hætti, sum greinilega með sama kvalræði og hörmungum og fram kom í skýrslu dr. Egils Oles. Á næsta ári vill hún láta áhafnar- meðlim taka upp veiðarnar á mynd- band þannig að sjá megi, segir hún, hvort aflífun samræmist lögum, en hún leiðir þá hjá sér skýrslu dr. Eg- ils Oles sem einmitt sýnir og sannar með skýrum og afdráttarlausum hætti að svo er ekki. Nú skal Svandísi reyna Það kemur fram á næstu dögum hversu mikið er á Svandísi Svav- arsdóttur að treysta. Hún hefur nú fengið í hendur ný ítarleg gögn, myndefni, sem sýna ótvírætt að hvalir hafa verið tví- eða marg- skotnir í sumar og lög Svandísar sjálfrar um aflífun dýra þverbrotin. Manndómur Svandísar, og reynd- ar Vinstri-grænna allra, er nú undir. Þegar skjóta þarf dýr tvisvar Eftir Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltvedt » Í 21. gr. lag- anna er skýrt og af- dráttarlaust ákvæði: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti.“ Skýrara getur þetta ákvæði ekki verið. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.