Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 44

Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 ✝ Þórhildur Una Stefánsdóttir sjúkraliði fæddist í Reykjavík 13. nóv- ember 1974. Hún lést á Landspít- alanum 25. júlí 2022. Foreldrar Þór- hildar voru hjónin Stefán Hafsteinn Jónsson, f. 18. maí 1943, d. 31. maí 2020, og Bára Leifsdóttir, f. 25. apríl 1949. Þórhildur átti tvo bræður, Jón Gunnar, f. 25. maí 1967, eiginkona hans er Elín Sigríður Gísladóttir, og Leif, f. 9. september 1969, eiginkona hans er Þóra Gylfadóttir. Þórhildur giftist Jóni Boga- syni vélvirkja 13. nóvember 2004. Jón fæddist 1. febrúar 1964 og er sonur hjónanna Boga J. Melsted, f. 10. október 1930, d. 15. febrúar 2015, og Kristínar Bjarnadóttur, f. 6. október 1936. Börn Þórhildar og Jóns eru Bogi Örn, f. 18. ágúst 1995, sambýliskona hans er Margrét Valdimarsdóttir, f. 25. janúar 1996, og sonur þeirra Valdimar, f. 7. maí 2021, og Hafsteinn, f. 10. september 2001. Þórhildur bjó í Kópavogi fyrstu árin en fluttist á Kálfhól árið 1979, þar sem fjöl- skyldan stundaði blandaðan búskap. Þórhildur gekk í barnaskóla í Braut- arholti og gagn- fræðaskóla á Flúð- um. Hún hóf sitt framhaldsskólanám í Fjöl- brautaskóla Suðurlands en út- skrifaðist sem sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla (FÁ) árið 1997. Þórhildur starf- aði sem sjúkraliði alla sína starfsævi. Hún bætti við sig framhaldsnámi sjúkraliða í öldrunarhjúkrun frá FÁ árið 2015 og útskrifaðist sem heils- unuddari frá Nuddskóla Íslands árið 2008. Þórhildur tók virkan þátt í félagsstarfi og var m.a. formaður Reykjavíkurdeildar Sjúkraliðafélags Íslands þegar hún féll frá. Útför Þórhildar fer fram frá Seljakirkju í dag, 4. ágúst 2022, klukkan 13. Eftir að hafa stutt okkur í gengum allt okkar líf er komið leiðarlokum hjá mömmu okkar. Mamma okkar, hún Þórhildur Una, lést aðfaranótt 25. júlí. Tóta, eins og hún var alltaf kölluð, var ákveðin baráttukona, fylgin sér og vildi fara sínar eigin leiðir. Hún vildi hins vegar allt það besta fyrir fólkið sitt og var tilbú- in að gera allt fyrir alla, sama hverjar aðstæðurnar voru. Hver rekur sumardvalarheimili fyrir fatlaða sem komst hvergi í sum- arfrí? Jú, svarið er Tóta. Þrjú sumur rak hún ásamt pabba okk- ar sumardvalarheimili en þar stóð hún morgunvakt, kvöldvakt og næturvakt í þrjú sumur. Hún vann alla sína tíð við umönnun, hvort sem það var á sambýli fyrir fatlaða, heimahjúkrun eða á Landspítalanum. Hún elskaði sveitina sína og vildi vera þar öllum stundum. Hún vildi vera þar að sjá um hestana sína og vera með hund- unum sínum. Henni leið svo vel í faðmi dýra að vinir okkar á yngri árum sögðu að mamma skreytti allt með dýrum. Það er rétt, það var allt í hestum, kindum og fugl- um í útstillingum heima. Tóta blómakona hugsaði einnig vel um blómin sín og vildi passa þau. Þetta sýnir að henni leið vel úti í náttúrunni. Mömmu fannst alltaf gaman að vera með fólkinu sínu, hvort heldur sem var stórfjöl- dskyldu sinni eða í vina- og vin- kvennahópum. Hún studdi okkur lesblindu bræðurna í gegnum skóla, hvort sem það var að læra lesa, skrifa eða hjálpa til við að gera nesti í massavís fyrir háskólann. Stund- um þarf að gera meira er gott þykir, sagði hún margoft við okk- ur. Hún kenndi okkur þraut- seigju og dugnað. Hennar mesti draumur var að verða amma og hún varð það á síðasta ári. Hún elskaði hann Valdimar barnabarnið sitt út af lífinu og ég veit að hún mun fylgja honum áfram og styðja hann eins hún gerði fyrir okkur bræðurnar í gegnum allt. Textinn Íslenska konan á svo við mömmu og hafði hún orð á því við bróður minn fyrir löngu síðan það væri lag sem hún vildi hafa í jarðarförinni sinni. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Þetta vers, eins og annað sem sungið er í laginu, á vel um mömmu mína. Við lofum að halda uppi góðri minningu um þig, mamma. Takk fyrir allt, elsku mamma, og við elskum þig. Bogi Örn Jónsson og Hafsteinn Jónsson. Elsku besta tengdamamma. Þegar við Bogi byrjuðum sam- an tókst þú mig inn í fjölskylduna eins og ég hefði alltaf átt heima þar. Þú varst svo einlæglega góð við mig og passaðir upp á að ég væri velkomin. Þetta var engin spariframkoma því alveg síðan þá hefur þú hugsað um mig og mína eins og þér einni var lagið. Þú bauðst í mat á hverju kvöldi og ef foreldrar mínir voru í útlöndum þá bauðstu systrum mínum með í mat. Við vorum bara krakkar svo ég ólst að hluta til upp hjá ykkur Nonna. Þegar maður lenti við hliðina á þér í sófanum að kvöldi til fékk maður iljanudd með tiltali um að ég væri allt of stíf og æfði of mikið. Einhvern tímann sagði ég að á mínu heimili borðuðum við oft kotasælu með bökuðum kartöflum og síðan þá var alltaf til kotasæla í ísskápnum hjá þér. Þú gerðir allt fyrir alla og það leið öllum vel í kringum þig. Nærvera þín var svo góð og alltaf stutt í grínið. Ef einhver úr fjöl- skyldunni varð veikur eða átti um sárt að binda varst þú fyrsta kon- an til þess að bjóða fram hjálp- arhönd eða fá fólk til þess að brosa. En þú varst ekki jafn góð í að þiggja hjálp. Ég man að ég þrjóskaðist við að taka af matar- borðinu og raða í uppþvottavélina þó þú segðir „hættu þessu, ég er alveg fær um að gera þetta, Magga mín“. Þú gast nefnilega allt sjálf. Ég er álíka þrjósk og ákveðin svo við gátum þrætt góð- látlega og ýtt hvor við annarri. En höfðum húmor fyrir þrjósku hvor annarrar og okkur sjálfum. Strákarnir voru og eru þínir helstu stuðningsmenn. Þeir treystu mikið á þín ráð og skoðun þín skipti þá miklu máli. Ég mun gera mitt besta að styðja við þá og aðstoða þegar þeir þurfa smá kvenlega sýn á hlutina. Ég kemst aldrei með tærnar þar sem þú varst með hælana en ég lofa að gera mitt besta. Það sem er erfiðast er að þú missir af Valdimari litla. Það sem þú varst spennt að fá ömmugullið þitt í heiminn. Þig dreymdi um að verða amma og vildir allt fyrir hann gera. Hann var svo ótrúlega hrifinn af ömmu sinni og vildi frekar vera hjá henni heldur en foreldrum sínum um leið og hann var farinn að hafa vit á að sýna hvað hann vildi. Við munum segja honum sögur af þér og halda uppi minningunni um þig. Elsku Tóta, þegar ég hugsa um þig erum við í sveitinni þinni að drekka kaffi og það er nóg af kræsingum. Það var aldrei neinn svangur þegar þú varst gestgjaf- inn. Ég er að lita í litabókina mína og þú að hlusta á fréttatím- ann í útvarpinu. Allir búnir að vera að brasa allan daginn. Við hlæjum af fíflalátum í hundunum og spjöllum um daginn og veginn. Nærvera þín og hugarfar mun fylgja okkur í minningum. Við reynum að vera eins sterk og góðhjörtuð og þú varst alltaf og styðjum hvert annað í gegnum þessa erfiðu tíma. Hvíldu í friði elsku Tóta. Margrét Valdimarsdóttir. Elsku Tóta litla systir mín er farin frá okkur alltof alltof snemma. Ég á eftir að sakna sím- talanna fyrir allar aldir þegar við vorum ein vöknuð, kaffibollanna í hestúsinu og Fjarðarselinu, reið- túranna um Heiðmörkina og í sveitinni okkar og allra annara samverustunda með þér. Við sitj- um eftir eins og höfuðlaus her því þú gast svo sannarlega stjórnað okkur og rekið okkur áfram í alls- konar verk, það var aldrei logn- molla í kringum þig sama hvort við vorum á ferðalögum eða bara í sveitinni, Helgi Björns í tækinu og þú söngst hástöfum með. Þú elskaðir hestana okkar og það sýndi sig svo sannarlega þegar ég var í vinnu úti á landi, þá hugs- aðir þú svo vel um þá og taldir það ekki eftir þér því við vorum sko í þessu saman. Þú reyndist líka börnunum mínum ótrúlega vel og voru þau alltaf velkomin til þín og við gátum verið alveg ró- leg þegar einhver var í pössun hjá Tótu frænku sama hvort það var stelpa með snuð eða strákar með pela. Þú passaðir svo vel upp á okkur öll og vildir svo sannar- lega halda fjölskyldunni saman og elskaðir að gefa okkur kjöt- súpu í sveitinni um réttir og ára- mótaveislurnar heima hjá þér voru sko ekki af verri endanum. Elsku Tóta mín, vonandi eruð þið pabbi núna saman með kaffi og súkkulaði og vakið yfir okkur, við hittumst síðar og tökum þá góðan reiðtúr með nesti í hnakktösku. Einn morgun vakna ég snemma Ég anda að mér vorinu Ég horfi á flauelsmjúka skugga Sem fagna sólarkomunni Ég stend á skýi Í algleymi Ég stend á skýi Í alheimi (Helgi Björnsson) Þinn stóri bróðir, Jón Gunnar Stefánsson. Ég trúi ekki að ég sé að skrifa þetta. Elsku besta Tóta er nú far- in. Að setjast niður og skrifa minningarorð um föðursystur mína sem var mér eins og systir er bæði erfitt og ósanngjarnt. Tóta var bara 16 ára þegar ég fæddist og hefur hún allt mitt líf verið mér innan handar, og meir en margir aðrir á tímabili. Tóta passaði mig sem barn og síðan passaði ég strákana hennar, svo var Tóta aftur farin að passa börnin mín, og passaði upp á litlu frænkuna mig í mínum verkefn- um. Alltaf var hægt að hringja í Tótu, hvort sem maður þurfti að spjalla, fá aðstoð við eitthvað, kíkja í kaffi eða bara hvað sem var. Við Tóta brölluðum allskon- ar saman, ég var heppin að fá að fara með Tótu út um allar trissur, ferðalög í bústaði, sveitina, tjald- ferðir og erlendis. Það eru ferðir sem ég mun ætíð geyma í minn- ingabankanum mínum. Tóta var sko sannur vinur sem ég gat leit- að til hvenær sem var sólar- hringsins. Tóta frænka var ótrú- lega dugleg, ákveðin, þrjósk og skemmtileg. Tóta var sko alls ekki að mikla hlutina fyrir sér, heldur bara græjaði þá og dreif í því að gera verkin, hvort sem þau voru stór eða smá. Hún vissi hvað hún vildi og hvernig allt átti að vera. Mér finnst þetta svo ósann- gjarnt, að ég sitji hér ung að skrifa þetta um Tótu frænku sem var á sínum besta aldri, nýorðin amma og öll bestu árin hennar áttu að vera eftir. En ef við trúum því að þeir deyi ungir sem guð- irnir elska var hún mikið elskuð. Elsku Tóta, nú ertu frjáls ferða þinna. Laus við þín stóru verk- efni sem þú laust í lægra haldi fyrir á síðustu dögunum þínum hér þessari jörð. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk aftur fyrir allt, við sjáumst í sumarlandinu þegar mitt kall kemur. Njóttu þín þang- að til. Þín litla bróðurdóttir, Katla Guðrún. Elsku Tóta föðursystir mín. Ég vil meina að ég hafi verið smá- uppáhalds en dæmi hver fyrir sig. Margir sem þekktu okkur ekki vel héldu að Tóta væri mamma mín enda nokkuð líkar í útliti. Það er erfitt að velja uppá- haldsminningarnar því þær eru margar sem ég á með henni, Nonna, Boga og Hafsteini. Það var lífsins lukka að mamma og pabbi og Tóta og Nonni skuli hafa eignast mig og Boga sama ár. Ég eignaðist ekki bara einn af mín- um allra traustustu vinum heldur er ég líka viss um það gerði mig nánari Tótu og fjölskyldunni hennar. „Farðu aaaaaalla leið“ sungum við saman í súkkunni. Hvíta kerran í eftirdragi, ég og Bogi aftur í, Nonni undir stýri og Tóta söng sko hástöfum með. Það var algengt að ég hoppaði yfir í súkkuna til að vera með Boga á ferðalögum en við fjölskyldurnar ferðuðumst um landið þvert og endilangt, sváfum í tjaldi og fjallaskálum, grilluðum sykurp- úða og kveiktum varðeld með brotnum vegstikum sem við söfn- uðum á fjallaslóðum. Einnig fór ég á fyrsta ballið mitt í Hvíta hús- inu þar sem Páll Óskar lék fyrir dansi, Tóta kom með og það var ekkert eðlilegra. Í dyrunum reif hún upp veskið og splæsti bæði á mig og stelpuna sem ég var að hitta á þeim tíma. Þetta lýsir henni svo vel, allir saman, allur aldur að skemmta sér og ekkert skrýtið við það. Hjá Tótu voru bæði opnar dyr og opinn faðmur, maður skreið upp í til hennar og Nonna ef maður var hræddur þegar ég gisti hjá Boga. Bogi er vinamargur og það þótti mikið sport að fara upp í Breiðholt að hitta hann og vini hans. Fjarð- arselið var alltaf opið fyrir okkur öll og hún tók bæði mér, litla frænda sínum, og krakkaskaran- um sem fylgdi Boga opnum örm- um og sýndi allskonar gaura- gangi skilning. Hún þekkti línuna þó vel um hvenær ætti að hvæsa á okkur og hvenær ekki en oft var nú þörf á því. Hún kenndi mér að hafa faðminn opinn fyrir fólkið í kringum mig. Ég hef haft opinn faðminn fyrir börn systur minnar rétt eins og Tóta hafði fyrir börn systkina sinna. Ég ætla alltaf að hafa minn faðm og mitt heimili opið fyrir Jón, Boga, Hafstein og afkomendur þeirra og það ættum við öll sem minnumst Tótu að gera því það er það sem hún gerði alltaf fyrir allt fólkið sitt. Sjáumst seinna elsku uppáhalds stóra frænka. Þinn frændi, Stefán Pétur. Elsku Tóta frænka. Þú varst alltaf svo góð og skemmtileg. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín í Breiðholtinu og leika með allt dótið þitt sem þú geymdir uppi á lofti og líka í bú- staðinn þinn. Það var svo gaman þegar við hittumst í hesthúsinu og fórum svo saman á hestbak, við fórum á Nótu, Hirði og Þrumu. Svo fengum við okkur oft kex og djús og gamalt jólakon- fekt eftir reiðtúrana. Það var svo gott að koma í pössun til þín. Tóta var svo skemmtileg við okkur. Við söknum þín svo mikið. Elín Dögg og Gunnar Emil. Ég kynntist henni Tótu minni haustið 1987. Þetta var fyrsti skóladagurinn í 7. bekk í Flúða- skóla og von var á mörgum nýj- um nemendum úr Gnúpverja- hreppi og af Skeiðunum. Það voru allir mættir þegar Skeiða- rútan rann í hlað. Inn í skólastof- una gekk einn nýr nemandi; röggsöm stúlka sem geislaði af sjálfstrausti, brosandi út að eyr- um, þarna var hún Tóta okkar mætt. Hún var þroskuð miðað við aldur og fljótt kom í ljós að hún var einnig mun lífsreyndari en við hinar stelpurnar í bekknum. Tóta hafði sko brallað ýmislegt sem okkur hinum 13 ára stelp- unum þótti afar spennandi. Ég dróst strax að þessari fjörugu stúlku og hefur vinskapur okkar haldist náinn alla tíð. Við vorum ekki gamlar þegar við fórum saman á fyrsta sveitaballið og í síðasta bekk grunnskólans þótti okkur ferlegt ef við náðum ekki að minnsta kosti tveimur böllum á mánuði. Eftir fjörug unglingsár kynnt- ist Tóta nánar einum sveitunga sínum, öðlingspiltinum honum Nonna, og ekki leið á löngu þar til lítill snáði leit dagsins ljós og nokkrum árum síðar fæddist annar drengur. Tóta lifði ham- ingjuríku lífi með öllum strákun- um sínum og vinahópurinn var stór. Allir elskuðu að vera í kring- um Tótu því þar var alltaf líf og fjör. Eitt haustið fékk hún þá hugmynd að smala saman nokkr- um vinkonum sínum sem skelltu sér saman í skvísuferð til Köben. Vinkonurnar komu hver úr sinni áttinni og það eina sem þær áttu sameiginlegt var að vera vinkon- ur Tótu. Ég var svo heppin að fá að vera ein af þessum vinkonum og auðvitað varð þetta hin skemmtilegasta ferð. Við Tóta höfum báðar búið í Seljahverfinu síðustu tvo áratug- ina og hefur því verið stutt að skjótast á milli. Ófáir kaffiboll- arnir hafa verið drukknir og mót- tökurnar í Fjarðaselinu voru ávallt hlýjar, alltaf var maður vel- kominn. Ef mann vantaði einhver ráð þá var Tóta sú sem best var að leita til. Hún gat hjálpað manni með hvað sem var og það borgaði sig að hlusta og hlýða því sem Tóta sagði. Hún var alltaf til staðar og frábær stuðningur þótt hún væri sjálf að glíma við sín veikindi. Fyrir alllöngu stofnuðum við bekkjarsysturnar úr Flúðaskóla matarklúbb sem fékk nafnið „Sex í sveit“. Stórt skarð er nú höggvið í þann hóp en við munum ávallt heiðra minningu vinkonu okkar sem gaf okkur öllum svo mikið. Yndislegu vinkonu okkar munum við aldrei gleyma. Við Birkir og fjölskylda send- um Nonna, Boga, Hafsteini, Báru og öllum í fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Megi fallegar minningar verða ykkur huggun í sorginni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Guðrún Eiríksdóttir. Elsku hjartað mitt, eftir 30 ára vinskap er af mörgu að taka og minningarnar hrannast upp í huga mér. Fæðing barna okkar, öll ferðalögin innanlands og erum við búin að skoða flesta staði og slóða landsins. Ferðin okkar til Mallorca sem „family one og fa- mily two“ var stórkostleg og ferð- in til Tenerife þegar við tókum foreldra okkar beggja með. Að ógleymdum öllum ferðalögum okkar á hundasýningar erlendis. Gistinæturnar í Fjarðarseli þeg- ar við Birta komum og gistum hjá þér til að þurfa ekki að vakna of snemma þegar það voru hunda- sýningar í bænum, alltaf varst þú tilbúin með kaffi á brúsa til að taka með. Mér finnst svo sárt að hafa misst þig, elsku hjartað mitt. Á þessum árum höfum við aldrei rifist, bara ást, virðing og kær- leikur okkar á milli. Ég held bar- asta að það hafi þurft einhvern þarna hinum megin til að stjórna og pabbi þinn hafi sagt þeim að hann ætti eina góða. Elsku Nonni, Bogi, Hafsteinn, Magga, Valdimar, Bára, Jón Gunnar, Leifur og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ég elska þig, mín allra besta. Þín vinkona, Kristín. Að eignast vin tekur andar- tak … Að eiga vin tekur alla ævi. Og nú ertu farin alltof fljótt, þvílíkt óréttlæti. Ég hitti þig fyrst í byrjun árs 1997 í FÁ, kom inn í hóp sjúkra- Þórhildur Una Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.