Morgunblaðið - 04.08.2022, Síða 46

Morgunblaðið - 04.08.2022, Síða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 ✝ Magnús Sædal Svavarsson fæddist 11. mars 1946 í Laufási í Ytri-Njarðvík. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 25. júlí 2022. Foreldrar hans voru Svavar Sig- finnsson, f. 1906, d. 1992, múrarameist- ari og bifreiðarstjóri, og Sig- urbjörg Magnúsdóttir frá Hnjóti, f. 1907, d. 1985. Systkini Magnúsar: Erla, f. 1931; Sigríður Magna, f. 1933, d. 1934; Einar Sædal, f. 1935, d. 2020; Herbert Sædal, f. 1937, d. 2007; Unnur Aldís, f. 1938, d. 2004; Guðbjörg, f. 1940; Róbert Sædal, f. 1947. Hálfsystkin sam- feðra: Regína Fjóla, f. 1929, d. Magnús lauk unglingaprófi frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1961 og sveinsprófi í húsasmíði 1965. Hann tók lokapróf í bygg- ingartæknifræði frá Tækni- skóla Íslands 1973 og öðlaðist meistararéttindi í húsasmíði 1974. Frá 1974-1984 starfaði Magn- ús hjá byggingardeild Raf- magnsveitu Reykjavíkur, en frá 1984-1993 hjá byggingardeild borgarverkfræðings. Hann var byggingarfulltrúi í Reykjavík frá 1993-2011. Eftir að hann lauk störfum kom Magnús að ýmsum verkefnum í gegnum Oddfellow-regluna, sem hann starfaði innan frá 1985 til dauðadags. Þannig sinnti hann byggingarstjórn við uppbygg- ingu stækkunar líknardeild- arinnar í Kópavogi; við Ljósið endurhæfingarstöð; við bygg- ingarframkvæmdir Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti 2017-2021 og við endurbyggingu á þriðju hæð í St. Jósefsspítala 2021. Útför Magnúsar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 4. ágúst 2022, klukkan 15. 2013 og Garðar f. 1930, d. 2021. Magnús kvæntist hinn 18. ágúst 1972 Vilborgu Gests- dóttur, f. 1942, en hún er dóttir Gests Óskars Friðbergs- sonar yfirvélstjóra og Maríu Frið- bergsson frá Oynd- arfirði í Færeyjum. Börn Magnúsar og Vilborgar eru: 1) Gestur Óskar, f. 1977, en sambýliskona hans er Guðrún Elva Jónsdóttir. Börn hans eru Dagur Ari, f. 2007, og Eyrún Hulda, f. 2009. Börn Guðrúnar eru Sara, f. 2000, og Viktor Jökull, f. 2013. 2) Sigurbjörg, f. 1980, sambýlis- maður hennar er Jón Svan Sverrisson og eiga þau eina dóttur, Svölu, f. 2012. Maggi bróðir minn kvaddi þennan heim að morgni 25. júlí. Maggi var einu ári eldri en ég, bara 76 ára þegar hann lést. Maggi var sérlega heilsteyptur maður og hans verður sárt sakn- að af okkur hjónum. Við bræður ólumst upp á Þór- stígnum í Njarðvík og brölluðum ýmislegt saman. Þegar við vor- um ellefu og tólf ára eignaðist pabbi okkar vélbát og gerðist út- gerðarmaður. Þessum báti fylgdi árabátur sem við tókum trausta- taki og fannst tilvalið að fara út á sjó og renna fyrir fisk þó ungir værum. Ég treysti Magga, hann var jú ári eldri en ég. Við byrj- uðum að róa og fiska en það var erfitt að róa þessum bát og svo lak hann það mikið að við urðum alltaf finna dollu til að ausa með. Þá lagði Maggi til að við skyldum kaupa okkur bát með vél sem og við gerðum. Við settum þá mark- iðið hærra í veiðiskapnum og fór- um að veiða rauðmaga og grá- sleppu og salta hrogn og selja. Við vorum stórútgerðamenn með 20 net í sjó, bara smápattar. Maggi var frumkvöðull í þessu eins og svo mörgu öðru sem við gerðum saman. Maggi og Libba (Vilborg) voru samhent hjón og var gaman að fylgjast með þegar þau voru að gera góðlátlegt grín hvort að öðru ef eitthvað skondið kom upp. Þau byggðu sér fínt hús í Máshólum 10 í Reykjavík þar sem þau bjuggu alla tíð. Þau voru svo framsýn að setja litla íbúð á neðri hæðina ef að til kæmi að foreldar þeirra þyrftu að fá at- hvarf. Þetta kom sér afar vel seinna á lífsleiðinni þar sem for- eldar okkar Magga bjuggu í íbúðinni síðustu árin sín og nutu sín vel. Þetta lýsir þeim hjónum og Magga sérstaklega vel, alltaf hugsað um næsta skref. Èg leit mikið upp til Magga og hann var alltaf tilbúinn að að- stoða okkur með svo margt sem snerti byggingar og fram- kvæmdir sem við hjónin stóðum í. Og maður kom ekki að tómum kofanum hjá honum. Alltaf var hann með góð ráð í hvívetna og alltaf til í að hjálpa mér við allt sem ég bað hann um. En í stað- inn gat ég aðeins rétt honum hjálparhönd þegar hann þurfti að kaupa bíla því hann var ekki mik- ill bílaáhugamaður og þurfti bara góðan bíl til að komast frá A til B. En það var líka áhugavert að fylgjast með Magga í sínum framkvæmdum sem bygginga- fulltrúi Reykjavíkurborgar til margra ára og eftir að starfsferli lauk sem umsjónarmaður hinna ýmsu verkefna á vegum líknar- félaga; uppbygging í Viðey, Borgarleikhúsið ásamt mörgum öðrum verkefnum, og nú síðast, umsjón með uppbyggingu St. Jósefsspítala sem Lífsgæðaset- urs. Maggi hafði mikinn áhuga á ættfræði og skellti sér í háskól- ann þegar hann hætti að vinna til að læra meira sem hann gerði með stæl. En þegar kom að próf- um fékk hann slæma flensu og komst ekki í prófin. Þá hringdi hann í mig og við spjölluðum saman um að prófin væru ekki málið. Hann var bara að læra þetta fyrir sig til að gera allt rétt tengt ætt- og sagnfræði. Hann hefur svo unnið að því síðust ár að skrá ætt okkar og alveg með ólíkindum hve langt aftur það nær. Elsku Libba, Gestur, Sigur- björg og fjölskyldur, ykkar miss- ir er mestur. Innilegar samúðar- kveðjur. Róbert og Hafdís. Fallinn er frá móðurbróðir minn Magnús Sædal Svavarsson, Maggi, eins hann var alltaf kall- aður í okkar fjölskyldu. Þegar ég var að alast upp var Maggi tíður gestur á heimili foreldra minna, tengdist mömmu og pabba sterk- um böndum, einkum þó föðum mínum, sem féll frá fyrir aldur fram. Gildi menntunar voru föð- ur mínum hugleikin sem ég tel að hafi haft mikil áhrif á Magga. Maggi hafði lært til húsasmiðs en ákvað að mennta sig meira á því sviði. Þáverandi samstarfsmönn- um hans fannst mörgum hverj- um að það væri ekki góð ráð- stöfun; frekari skólaganga myndi stuðla að tekjumissi og söfnun skulda í formi námslána. Eigi að síður fór Maggi í Tækniskólann og lauk námi sem bygginga- tæknifræðingur. Hann starfaði sem slíkur megnið af sinni starfs- ævi. Allir sem fjölluðu um störf Magga að mér áheyrandi sögðu hann hafa unnið öll verkefni af einlægni og ástríðu þar sem fag- leg og ábyrg vinnubrögð voru í fyrirrúmi. Hann gæti haft hátt og kveðið sterkt að, en væri sanngjarn og réttsýnn. Líkt og bræður sínir hafði Maggi mikinn áhuga á bílum. Hann eignaðist bíl snemma, en foreldrar mínir seint. Það varð því úr að hann keyrði mig oft austur í Flóa þar sem ég var í sveit í mörg sumur. Þetta voru skemmtilegar ferðir, ekið hratt og mikið spjallað og hlegið. Þeg- ar pabbi féll frá veitti Maggi móður minni mikinn stuðning af ýmsu tagi. Þetta gerði hann fyrir alla sem til hans leituðu. Smám saman litum við systkinabörn Magga á hann sem akkerið í fjöl- skyldunni, manninn sem alltaf var hægt að reiða sig á og leita til. Hann var duglegur að mæta í samkundur sem fjölskyldunni tengdust. Í slíkum aðstæðum kvaddi hann sér jafnan hljóðs, fjallaði um minningar eða sögu- legar stiklur af einhverju tagi, dró fram eitthvað áhugavert sem sameinaði fjölskylduna. Maggi var ættrækinn mjög, tengdist systkinum sínum sterk- um böndum og setti sig vel inn í ættarsögu foreldra sinna. Réðst hann í ýmis verkefni á því sviði. Hæst ber skráning afkomenda séra Gísla í Sauðlauksdal, um- fangsmikið verk sem hann lauk við skömmu áður en hann féll frá. Þá átti Maggi myndasafn mikið. Þegar hann sá hvað verða vildi um heilsu sína varði hann mikl- um tíma í að skrá og merkja allar þær myndir sem hann hafði tekið á ævinni eða hafði eignast úr myndasafni foreldra sinna. Í því ferli voru fjölmargar myndir sem hann hafði tekið á heimili for- eldra minna, myndir sem hann gaf okkur systkininum. Þar er að finna myndir sem teknar voru skömmu áður en faðir okkar féll frá, myndir sem hafa mikið til- finningagildi fyrir okkur systk- inin. Maggi hafði við mig mikið samband síðastliðna máuði. Hann gerði sér grein fyrir hvað verða vildi. Ég er elstur systk- inabarna hans og gat rætt við hann um ýmislegt sem tengdist gömlum tímum. Þessi samskipti voru okkur báðum mikilvæg. Þau sköpuðu tækifæri til upprifjunar og endurnýjunar gamalla tengsla, tengsla sem skiptu mig miku máli. Blessuð sé minning Magnúsar Sædals Svavarssonar sem ég mun alltaf minnast sem hins glaðbeitta, velviljaða og góða frænda míns. Þakkarkveðjur, Börkur Hansen og fjölskylda. Elsku Maggi minn. Andlát þitt bar fyrr að en mig óraði fyrir, mig langar því að skrifa þér nokkrar línur. Ég hef alla tíð virt þig mikils sem manneskju, verið óendanlega stolt frænka. Þú varst næstyngstur sjö systkina en límið, sá sem leitað var til í erfiðleikum, veitti stuðning og fann sameiginlegar lausnir. Hjálp þín til systkina þinna, fjöl- skyldu og jafnvel systkinabarna var fjölbreytileg og miðaðist við þarfir hverju sinni. Þú varst til að mynda afar hjálpsamur móður minni, elstu systur þinni, þegar faðir minn lést af slysförum. Hún var þá ein- ungis 39 ára með fjögur börn og hálfklárað raðhús. Þú gafst henni góð ráð í fjármálunum og studdir hana andlega nánast upp á hvern dag til að byrja með. Þegar ég skildi og keypti mér litla íbúð þá komst þú í aftakaveðri og kíktir á hana með mér svo ég keypti nú ekki köttinn í sekknum. Það varst líka þú sem sast á litlum fundi með okkur skötuhjúum til að skipta eigum og fjármagni sem réttlátast. Þú varst sá sem við bæði treystum best til verks- ins. Þökk sé þér, elsku Maggi minn, fyrir þitt framlag. Hugulsemi þín og elja náði líka til félaga og stofnana. Eftir að þú hættir 66 ára sem bygging- arfulltrúi Reykjavíkurborgar, eftir um 20 farsæl ár í því starfi, eyddir þú lunga dagsins í að hjálpa þeim að uppfylla lang- þráða drauma sína. Það var leit- að til þín og með styrkri stjórn þinni á framkvæmdum við end- urbætur og oft miklar viðbygg- ingar gafstu þeim færi á að geta sinnt betur mikilvægum störfum sínum. Skorti fjármagn aðstoð- uðu fyrirtæki og Oddfellowregl- an, þar sem þú varst traustur fé- lagi. Sem dæmi um staði þar sem þú stýrðir framkvæmdum eru líknardeild Landspítalans, Ljós- ið, endurhæfing fyrir krabba- meinsgreinda, og Hlaðgerðarkot, meðferðarheimili fyrir fólk með fíknivanda. Ég fyllist aðdáun að eiga frænda sem nýtti persónu- og faglega styrkleika sína og tengingar í jafn verðugum verk- efnum sem þessum, málefnum sem oft skipta sköpum þegar á reynir í lífi fólks. Magnús minn, þú hefur sinnt ýmsum áhugamálum af kost- gæfni í gegnum tíðina, ekki síst í sagn- og ættfræði. Ýmsir hópar hafa því fengið þig til leiðsagnar í Reykjavík og um landið allt. Eitt sinn hitti ég þig óvart á slíkri göngu í Reykjavík en þá var ann- ar leiðsögumaður. Það var ótrú- legt hvað þú gast miðlað miklum viðbótarfróðleik í þessari flottu göngu. Þegar við stórfjölskyldan héldum upp á 91 árs afmæli móð- ur minnar á Hrafnistu 19. júní og þú varst með okkur á skype sagðir þú frá tveimur verkefnum sem þú værir að reyna að klára áður en yfir lyki. Annað tengdist ættfræðiáhuga þínum og var niðjatal langalangafa þíns og -ömmu, en hann fæddist 1777. Mig minnir að þú hafir sagt að blaðsíðurnar væru orðnar yfir 500. Það er óskandi að verkið verði gefið út. Á þessum netfundi kvöddum við þig og þú okkur, að sjá þig og heyra hinsta sinni er okkur öllum mikils virði í dag. Við fráfall þitt er missir nán- ustu fjölskyldu þinnar mikill og sendum við móðir mín ykkur öll- um samúðarkveðjur. Minningin um hjartahlýjan og einstaklega vel gerðan mann mun lifa lengi. Sigurlaug Hauksdóttir. Magnús Sædal var einn af þessum stóru! Raddsterkur, fór jafnan mikinn, bjó yfir góðri frá- sagnargáfu og einstaklega skemmtilegur í fasi. Aðsópsmik- ill, ákveðinn og mikill á velli. Í senn ábyrgðarfullur, fjörugur og raddsterkur, atorkusamur og af- kastamikill, en umfram allt ráða- góður og sannur vinur í raun. Þegar hann byggingarfulltrúi í Reykjavík og ég ungur arkitekt áttum við oft orðaskipti á opin- berum vettvangi. Hann lét sjald- an ógert að gagnrýna arkitekta og ég sneiddi oft hart að honum, aðalbyggingarfulltrúanum. Sam- skipti okkar voru hreinskiptin og hressileg, aldrei leiðinleg. Skemmtilegt var að heimsækja Magga í Borgartúnið, setjast nið- ur í reykfylltu herberginu og hlusta á hann milli þess sem hann púaði vindilinn og hló sín- um vingjarnlega hlátri. Aldrei kvaddi ég Magga gramur eða með tilfinningu um að fá ekki lausn mála. Engan byggingarfulltrúa man ég sem hann og enginn var hans jafningi. Gagnrýni hans gat verið beitt en ég minnist þess ekki hún hafi verið sett fram til annars en að brýna til betri verka og árang- urs. Við kynntumst einnig á öðrum vettvangi mannræktar, mannúð- ar og umburðarlyndis. Á þeim vettvangi lét Maggi einnig til sín taka. Skapgerð hans og einstök framsýni átti eftir að gera hann að samfélagslegum máttarstólpa. Margir sem til þekkja tengja hann frekar sam- félagsverkefnum en starfi bygg- ingarfulltrúa. Maggi var bóngóður og ráða- góður. Hann tók að sér hvert mannúðarverkefnið á fætur öðru og stýrði þeim af ábyrgð, öryggi og festu. Fyrir hönd Oddfellow- reglunnar á Íslandi stjórnaði hann meðal annarra uppbygg- ingu Líknarheimilisins og dag- deildar þess í Kópavogi og stækkun Ljóssins – stuðnings- og endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda. Gæfuspor fólust í að fá að vinna að stækkun Ljóssins með Magga. Reglulegir hönnunar- fundir voru haldnir á teiknistof- unni hjá mér. Vindlareykurinn horfinn en neftóbakið tekið við. Alltaf vissi hann hvar neftóbaks- pontuna var að finna þegar hann bar að garði. Allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af eldhug og ákefð. Hvort sem var vindla- eða neftóbaksnotkun eða verkefnastjórn í nafni mannúðar og líknar. Þegar Maggi mætti á staðinn hófst jafnan sögustund en að henni lokinni hann brýndi okkur til góðra verka því hálfkák var honum ekki að skapi. Í kjölfar uppbyggingar Ljóss- ins tók Maggi að sér endurbætur og uppbyggingu Hlaðgerðarkots. Aðkoma hans að því verkefni var aðdáunarverð og til eftirbreytni. En hann var hvergi hættur. Við tók stjórnun enn eins mann- úðarverkefnis í þágu samfélags- ins. Hann stýrði enduruppbygg- ingu St. Jósefsspítala fyrir starfsemi Alzheimer- og Parkin- sonsamtakanna. Öll þessi störf vann án eigin- girni og sérhyggju. Honum þurfti ekki að þakka því ávallt var það hinn samfélagslegi ávinningur sem skipti máli. Það voru hans laun. Mér hefur lengi fundist að heiðra ætti Magga fyrir öll hans góðu störf í þágu mannúðarmála en orður og krossa þarf ekki. Orðspor hugsjónamanns skiptir meiru. Blessuð veri minning góðs drengs og mannvinar. Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt. Magnús Sædal var þéttur á velli og þéttur í lund, og róm- urinn var djúpur og þarfnaðist ekki hátalara í stórum sal. Það var í sal Félags eldri borgara í Reykjavík, á fornsagna- námskeiði, sem ég kynntist hon- um. Síðan vorum við þarna sam- an í ein sjö ár, og það gerðist eiginlega af sjálfu sér að hann yrði okkar aðalleiðsögumaður í þeim ferðum sem farnar voru hvert vor á söguslóðir víðs vegar um landið. En við upphaf vetr- arstarfsins síðastliðið haust varð hann fljótlega frá að hverfa vegna sjúkdómsins sem nú hefur lagt hann að velli. Ég hef varla kynnst fróðari manni um land og þjóð. Sagn- fræðilegur áhugi hefur greini- lega fylgt honum alla tíð þrátt fyrir erilsaman starfsferil á öðr- um vettvangi. En þegar fundum okkar bar saman hafði hann látið af starfi byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar og einnig afl- að sér háskólamenntunar í sagn- fræði. Í ferðum okkar eldri borgar- anna um landið jós þessi sagna- þulur úr viskubrunni sínum; hann gat staldrað við kotbýli eða kirkju og brugðið upp leiftrandi myndum af lífinu í þessu furðu- lega landi. Við, þessi fimmtíu sem í ferðinni vorum, sperrtum eyrun og undruðumst hvernig öll þessi viska gat rúmast í einu heilabúi. Aldrei þáði hann eyri fyrir þau verk sem hann vann fyrir félagið okkar, til dæmis leiðsögn um heimaslóðirnar á Suðurnesjum, eða gönguferðir með hópa um Laugarnes og Viðey. En í Viðey var hann á heimavelli eftir að hafa á sínum embættismannsár- um stjórnað endurbyggingu Við- eyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Og ekki lét hann staðar numið eftir að opinberum starfsferli lauk því að þá tók hann að sér að stýra endurbótum og stækkun hús- næðis á vegum líknarfélaga, svo sem Ljóssins og Hlaðgerðarkots; og nú síðast var hann bygging- arstjóri við gerð dagdeilda alz- heimer- og parkinsonsjúklinga á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Hann var að minnsta kosti tveggja manna maki. Minnisstæð verður mér síð- asta ferðin okkar saman í maí á liðnu ári. Við fórum um Snæfells- nes á slóðir Snorra goða og Þur- íðar á Fróðá svo aðeins tvö nöfn séu nefnd. Magnús hafði haft samband við gamlan vin sinn og skólabróður, Sturlu Böðvarsson, sem leiddi okkur um þorpið sitt þannig að á betra varð ekki kos- ið. En þegar fólkið var gengið til náða á hótelinu í Stykkishólmi datt mér í hug að fara í göngu um mannlausar göturnar í maínótt- inni. Þá mætti ég Magnúsi sem hafði fengið sömu hugmynd. Hann bauð mér í nefið, og uppi á herbergi dró hann síðan upp viskífleyg, og veröldin brosti við félögunum tveimur. Í ljósi þess sem síðar varð finnst mér vænt um að hafa átt þessa stund með þeim mæta manni. Þótt þessi eldhugi væri nú í vor orðinn alvarlega veikur, þá var áhuginn slíkur að hann vildi fylgjast með undirbúningi ferðar sem hópurinn okkar fór í Húna- vatnsþing og Skagafjörð á fund við þá Gretti Ásmundarson og Kolbein unga. Hann lagði gott til málanna – og eftir ferðina vildi hann fá að vita hvernig þetta hefði allt saman farið. Einstakur öðlingur og snill- ingur er nú horfinn sjónum. Ég minnist hans með þakklæti. Baldur Hafstað. Á útfarardegi vinar míns Magnúsar Sædal Svavarssonar, fyrrverandi byggingarfulltrúa í Reykjavík, vil ég minnast hans og þakka liðnar stundir. Leiðir okkar lágu saman er við stund- uðum nám í byggingartækni- fræði ásamt góðum hópi sem haldið hefur saman allar götur síðan námi lauk árið 1973. Þessi hópur hefur átt einstakar stundir saman. Eiginkonur okkar skóla- félaganna hafa einnig haldið hóp- inn og stuðlað að því að samband okkar hefur eflst með hverju árinu. Magnús Sædal var maður framkvæmda og traustur skipu- leggjandi. Á vegum Reykjavík- urborgar voru honum falin trún- aðarstörf þar sem hann stýrði eða sá um eftirlit með fram- kvæmdum. Má þar sérstaklega nefna byggingu Borgarleikhúss- ins og endurbyggingu mann- virkja í Viðey. Síðar tók hann við því viðamikla starfi að vera bygg- ingarfulltrúi hjá Reykjavíkur- borg. Að gegna þeirri stöðu að vera byggingarfulltrúi höfuð- borgarinnar er ekki heiglum hent. Magnús lagði sig fram við öll þau viðamiklu störf sem hon- um voru falin og naut þess að takast á við vandasöm verkefni. Sem dæmi um verkefni sem hann vildi tryggja öfluga framkvæmd við voru öryggismál á vinnustöð- um. Hann þreyttist ekki á að hvetja stjórnendur á byggingar- stað til úrbóta þætti honum þörf á. Hann bar mikla virðingu fyrir þeim verkefnum sem byggingar- fulltrúa höfuðborgarinnar er ætl- að að sinna. Hann var vel undir það starf búinn sem byggingar- meistari og byggingartækni- fræðingur auk þess að hafa mik- Magnús Sædal Svavarsson Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.