Morgunblaðið - 04.08.2022, Qupperneq 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
inn metnað fyrir húsagerð og
skipulagi borgarhverfa.
Magnús var öflugur félagi
Oddfellow-reglunnar og var hon-
um falið að sinna uppbyggingar-
starfi á vegum hennar sem er í
raun einstakt og varðaði bæði
skipulag framkvæmda og fjáröfl-
un þar sem reglan kom að. Hann
var verkefnisstjóri við endurgerð
líknardeildar Landspítalans,
húsnæðis í Hlaðgerðarkoti, hús-
næðis Ljóssins við Langholtsveg
og sá um endurbyggingu þess
merka húss sem er St. Jósefs-
spítalinn í Hafnarfirði. Í öllum
þessum stofnunum er frábær-
lega vel gerð aðstaða nýtt til þess
að veita góða þjónustu, sem
vissulega er þakkarvert. Þökk sé
þeim sem unnu þessi verkefni
með Magnúsi Sædal á vegum
Oddfellow-reglunnar.
Magnús Sædal skipulagði
margar ferðir sem tæknifræð-
ingahópurinn fór í ásamt eigin-
konum. Síðasta sumar var farið
um sunnanverða Vestfirði undir
leiðsögn hans en þá kom í ljós
sem oftar hversu vel hann þekkti
landið og sögu þess þegar hann
sagði frá byggðum bólum á
svæðinu. Sú ferð er mér eftir-
minnileg. Ferðir með þeim vin-
um Magnúsi Sædal og Vilborgu
konu hans skilja eftir í huga mín-
um frásagnargleði Magnúsar
Sædal. Hann bar mikla virðingu
fyrir atvinnu- og menningarsögu
þjóðarinnar og þeim sem hafa
staðið í stafni við mannvirkja-
gerð og hönnun húsa hvort sem
er á landsbyggðinni eða í höfuð-
borginni sem hann bar svo mikla
virðingu fyrir.
Við Hallgerður viljum senda
Vilborgu og börnunum innilegar
samúðarkveðjur og minnumst
Magnúsar Sædal með þakklæti
og virðingu.
Sturla Böðvarsson.
Þegar þarf að koma hugmynd-
um í verk, láta verkin tala, sýna
að það sem sagt er eru ekki orðin
tóm, heldur undirstaða að ein-
hverju sem á að standa og vera
fólki til góðs í nútíð og framtíð er
gott að hafa átt félaga sem hefur
ekki hikað við að ráðast í verk-
efnin. Félaga sem hefur undirbú-
ið þau, fylgt þeim eftir, fengið
fólk til liðs við sig og séð til þess
að vel hafi verið að verki staðið.
Oddfellow-reglan á Íslandi hefur
verið svo lánsöm að hafa átt
Magnús Sædal að í fjölmörgum
verkefnum sem unnið hefur verið
að á undanförnum árum í nafni
hennar. Þar nægir að nefna líkn-
ardeildina, Ljósið, Hlaðgerðar-
kot og nú síðast 3. hæð St. Jós-
efsspítalans. Þegar ég átti samtal
við Magnús nokkrum dögum áð-
ur en hann kvaddi okkur nefndi
ég við hann að hann gæti verið
stoltur af sínum verkum sem
unnin hafa verið í nafni reglunn-
ar. Hann sagðist vilja leiðrétta
mig. Það er ekki ég sem get verið
stoltur, sagði hann, það erum við
Oddfellowar sem getum verið
stoltir. Þetta lýsir Magnúsi vel,
hann hugsaði málin ekki út frá
sjálfum sér heldur út frá heild-
inni.
Mangús starfað ötullega í
Oddfellowreglunni alla tíð frá því
hann gerðist félagi. Hann var af-
ar virkur í starfinu í öll þau nær
37 ár sem hann var félagi, sinnti
fjölda verkefna fyrir þær reglu-
deildir sem hann var félagi í,
hann hélt okkur við efnið, upp-
lýsti okkur, fræddi okkur og var
fylginn sér í öllum málflutningi.
Það var svo sannarlega hlustað
þegar hann tók til máls. Fyrir
störf sín var Magnúsi sýndur
ýmis verðskuldaður heiðursvott-
ur og sómi.
Ég átti þess kost að kynnast
Magnúsi persónulega og í góðum
félagsskap var hann afar
skemmtilegur, þar féllu gullkorn
og oft voru þar önnur korn líka
höfð um hönd. Við vissum hvar
við höfðum Magnús, hann stóð
fast á sínu, hlustaði samt alltaf á
rök annarra, ræddi mál og var
hugmyndaríkur, einstaklega
fróður og vinnusamur. Í ferðum
var hann oft kallaður til að vera
leiðsögumaður, kunni skil á landi
og sögu, var góður ferðafélagi.
Ævistarfi Magnúsar munu aðrir
gera skil en framlag hans til sam-
félagsins var ríkulegt og farsælt.
Heimsókn til byggingarfulltrú-
ans í Reykjavík hjá nýútskrifuð-
um tæknifræðingi er mér eftir-
minnileg, það var reisn yfir
embættismanninum og hann tók
vel á móti þeim er átti við hann
erindið.
Hafðu þakkir fyrir störf þín og
leiðsögn við mig persónulega og
aðra í okkar félagsskap og fyrir
hönd þeirra regludeilda sem þú
starfaðir í, stúkunnar þinnar og
Oddfellow-reglunnar allrar eru
þér færðar þakkir fyrir þitt
framlag, ástundun og þátttöku.
Etirlifandi eiginkonu þinni, Vil-
borgu S. Gestsdóttur, eru færðar
innilegar samúðarkveðjur og
allri fjölskyldunni. Við eigum
góðar minningar sem ylja.
Guðmundur Eiríksson
(stórsír).
Sterkur og kærleiksríkur vin-
ur, Magnús Sædal, er horfinn af
heimi. Við kynntumst fyrst, er ég
jarðsöng tengdaföður hans 1982.
Þegar ég var ráðinn staðarhald-
ari í Viðey 1988 var Magnús
deildarstjóri tæknisviðs Borgar-
verkfræðings og hafði sem slíkur
verið byggingarstjóri endur-
reisnar Viðeyjarstofu og -kirkju.
Eins og venjulega hafði hann
skráð verkferilinn allan bæði
skriflega og með myndum sem
hann tók sjálfur. Það var því eitt
af mínum fyrstu embættisverk-
um að þiggja, ásamt Dagbjörtu
eiginkonu minni, heimboð til
Magnúsar og Vilborgar, hans
hæfileikaríku konu. Auk þess að
þiggja hlýju og góðgerðir þess-
ara yndislegu hjóna fengum við
þarna í myndum og máli ein-
hvern besta mögulegan undir-
búning að starfinu fram undan.
Síðast en ekki síst var þarna
stofnað til vináttu sem hefur ver-
ið studd bæði af kærleika og
sannleika.
Ég er löngu hættur að sinna
prestsverkum en hefði ég átt að
mæla eftir Magnús vin minn í
dag þá hygg ég að ekki hefði
komið nema einn prédikunar-
texti til greina: „Verið ekki hálf-
volgir í áhuganum, verið brenn-
andi í andanum, Þjónið Drottni.“
(Róm. 12, 11) Páll postuli segir
einnig: „Stunda þetta. Ver allur í
þessu.“ Magnús Sædal holdi
klæddi þennan mikilvæga boð-
skap postulans. Hann gerði það
árin öll sem við unnum saman
fyrir Viðey og mér er það full-
kunnugt að hann gerði það einn-
ig í síðasta verkefni sínu, end-
urbyggingu St. Jósefsspítalans í
Hafnarfirði, en þar var hann á
vegum Oddfellowa. Kjörorð Odd-
fellow-reglunnar er Vinátta –
kærleikur – sannleikur. Ég veit,
að þeir geta ekki verið margir
sem hafa virkjað þessi orð betur í
eigin lífi en Magnús Sædal.
Okkar síðustu samskipti voru
er hann leitaði til mín um fróðleik
vegna skráningar á myndasafni
hans um Viðey. Hann vildi að þar
færi allt rétt frá hans hendi við
ævilok. Þannig lokaði hann
hring. Sá hringur er vinátta okk-
ar og vegna þess að hún er hring-
ur á hún ekki lengur upphaf og
endi. Hún er og verður hringlaga
stærð í djúpi eilífðarinnar.
Magnús Sædal var ekki full-
kominn. Hann var skapmikill en
ætíð drengur góður. Það er
sterkast að hann var hvergi hálf-
volgur í áhuganum. Hann var
ætíð brennandi í andanum og
vildi þjóna Drottni lífsins með því
að leggja það sem hann átti af
mörkum til betra lífs, æðri hug-
sjóna. Hann var vinum sínum sá
klettur sem við þurfum öll að
eiga til að standa með okkur í
leitinni að sannleikanum og kær-
leikanum í lífinu.
Konan mín bað um að mega
vera með í þökk minni til hans
fyrir þetta allt. Því segjum við
bæði: Guð blessi góðan dreng og
gefi ástvinum hans huggun í
trúnni á líf eftir líf.
Dagbjört og
Þórir Stephensen.
Fallinn er frá góður vinur
minn, samstarfsmaður og ná-
granni til margra ára. Við Magn-
ús kynntumst fyrst þegar við og
fjölskyldur byggðum hús okkar í
Máshólum í kringum 1980. Við
áttum síðar eftir að kynnast vel á
vettvangi borgarstjórnar, allt frá
1982 til 2010. Á þeim vettvangi
vorum við nánir samstarfsmenn.
Magnús var einstaklega farsæll í
starfi byggingarfulltrúa borgar-
innar, útsjónarsamur og ráða-
góður. Hann leysti viðfangsefni
sín af hendi með vönduðum og
yfirveguðum hætti og var ótrú-
lega fljótur að finna lausnir á erf-
iðum viðfangsefnum.
Allir sem unnu með Magnúsi
treystu honum til góðra verka.
Hann var ekki einungis yfirmað-
ur heldur samherji undirmanna
sinna sem hann hvatti sífellt til
góðra og vandaðra verka. Þetta
verklag hans átti við í öllum við-
fangsefnum sem hann tók að sér,
sama á hvaða vettvangi það var.
Magnús var ávallt tilbúinn til að
hjálpa og aðstoða þá sem leituðu
til hans við úrlausn erfiðra bygg-
ingarmála og ýmissa annarra
verkefna. Hann var mjög lausn-
armiðaður í störfum sínum og
lagði sig fram um að leysa snúin
byggingarmál með farsælum
hætti ef minnsti möguleiki var til
þess.
Eftir að Magnús lauk störfum
hjá Reykjavíkurborg árið 2011
tók hann að sér í sjálfboðavinnu
margvísleg byggingarverkefni,
m.a. fyrir Samhjálp og einnig
líknardeildina í Kópavogi, sem
Oddfellow fjármagnaði.
Það var mikil gæfa fyrir
Reykjavíkurborg að hafa Magn-
ús sem byggingarfulltrúa sinn í
áratugi. Nú er hann allur eftir
erfið veikindi. Að leiðarlokum er
mér efst í huga þakklæti fyrir
vináttu hans. Ég þakka honum
afar farsælt samstarf og góða
samveru ávallt. Blessuð sé minn-
ing hans.
Eiginkonu hans Vilborgu og
fjölskyldu hans allri sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Í dag kveð ég kæran vin minn
Magnús Sædal Svavarsson fyrr-
verandi byggingafulltrúa í
Reykjavík. Magnúsi kynntist ég í
gegnum föður minn Gunnlaug
Pálma Steindórsson, en þeir áttu
langt og farsælt samstarf um
húsbyggingu okkar Oddfellowa
við Vonarstræti 10 og komu þeir
m.a. að stækkun hússins fyrir
rúmum tveimur áratugum síðan.
Leiðir okkar Magnúsar hafa
legið saman við mörg stórverk-
efni Oddfellow-reglunnar undan-
farin ár á vettvangi Styrktar- og
líknarsjóðs Oddfellowa. Þar vil
ég fyrst nefna aðkomu Oddfel-
low-reglunnar að líknardeild
Landspítalans í Kópavogi en þar
stjórnaði Magnús sem verkefn-
isstjóri þessu mikla verkefni,
sem var kaflaskipt á árunum
1997 til 1999, 2006 til 2007 og
2012. Þá tók Oddfellow-reglan að
sér, með Magnús sem verkefn-
isstjóra í fararbroddi, stækkun
og endurbætur á húsnæði Ljóss-
ins, endurhæfingarmiðstöðvar
fyrir krabbameinsgreinda og að-
standendur þeirra, við Lang-
holtsveg 43 árið 2015. Fimm ár-
um síðar var hann
byggingarstjóri á frágangi á fær-
anlegum húsum Ljóssins við
Langholtsveg 47.
Á árunum 2017 til 2019 tók
Magnús að sér byggingar- og
framkvæmdastjórn við nýbygg-
ingu og endurbætur á húsnæði
við meðferðarheimilið Hlaðgerð-
arkot, sem rekið er af Samhjálp
og Oddfellow-reglan studdi við
fjárhagslega ásamt mörgum öðr-
um.
Magnús var okkur Ólöfu og
Heiðari í framkvæmdaráði
Styrktar- og líknarsjóðs Oddfell-
owa ávallt reiðubúinn til aðstoð-
ar. Fengum við hann m.a. til ráð-
gjafar við endurbætur á
Hetjulundi, hvíldarheimili
Styrktarfélags krabbameins-
sjúkra barna í Landssveit. Af því
tilefni fórum við austur, þar sem
við hittum byggingastjórann og
ráðgjafa verkefnisins.
Síðasta verkefnið þar sem
Magnús tók að sér bygginga-
stjórn, var stórvirki Oddfellow-
reglunnar í St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði, að endurbyggja og
innrétta þriðju hæðina til stuðn-
ings Alzheimer- og Parkinson-
samtökunum á Íslandi. Var sam-
tökunum afhent húsnæðið
fullbúið með innanstokksmunum
snemma í vor.
Magnús sagði mér síðar að
faðir hans, Svavar Sigfinnsson
múrarameistari, hefði stigið sín
fyrstu skref sem múrari, við að
leggja marmaratröppurnar á St.
Jósefsspítala við byggingu fyrsta
hluta hans 1926-1927. Hafði
Magnús mikinn áhuga á að halda
í nær aldar gamalt svipmót hæð-
arinnar t.d. með bogadregnu
veggjunum á ganginum og vali á
ljósabúnaði enda afraksturinn
glæsilegur. Í þessum verkefnum
átti Magnús sína traustu hægri
hönd, Pétur J. Haraldsson húsa-
smíðameistara, og verður þeim
félögum seint þakkað allt þeirra
framtak, svo ekki sé talað um
framlag þeirra beggja enda öll
þeirra vinna unnin í sjálfboða-
vinnu.
Ég minnist vinar míns með
þakklæti í huga. Þakklæti að
hafa fengið að njóta vináttu hans,
verkvits og ráðlegginga. Ég
þakka vini mínum að fá að njóta
framsýni hans og að sýna mér
skilning á bróðurkærleika og vin-
áttu.
Fyrir hönd Styrktar- og líkn-
arsjóðs Oddfellowa sendi ég fjöl-
skyldu Magnúsar mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Steindór Gunnlaugsson,
formaður Styrktar- og
líknarsjóðs Oddfellowa.
Magnús Sædal Svavarsson var
sannkölluð himnasending fyrir
Samhjálp og meðferðarheimilið í
Hlaðgerðarkoti. Hann kom til
liðs við okkur þegar mikið verk
var fyrir höndum og gerði
kraftaverk.
Elsti hluti heimilisins var
löngu ónýtur og við þurftum að
endurnýja húsið. Þjóðin sýndi
rausn sína við okkur í landssöfn-
un á Stöð 2 haustið 2015. Ístak
var í hópi þeirra sem studdu okk-
ur og þeir byrjuðu að reisa nýja
húsið vorið 2016. Það var bygg-
ingarstjóri á húsinu, en ég hafði
samt ákveðnar áhyggjur af þess-
ari miklu framkvæmd. Frændi
minn, sem er í Oddfellow-regl-
unni, kom til mín og sagði: „Ég
þekki mann og ef þú færð hann
sem byggingarstjóra, þá þarftu
ekki að hafa neinar áhyggjur!“
Maðurinn var Magnús Sædal
sem var stúkubróðir frænda.
Ég hringdi í Magnús og spurði
hvort hann vildi hitta mig í Hlað-
gerðarkoti. Hann þáði boðið og
skoðaði húsið og framkvæmdirn-
ar. Ég spurði hvort hann vildi
verða byggingarstjóri að nýja
húsinu. Hann hugsaði sig um og
sagði svo: „Vörður, ég skal taka
verkið að mér og það verður ykk-
ur að kostnaðarlausu.“ Við geng-
um frá nauðsynlegum pappírum
og það stóðst að Magnús tók ekki
krónu en lagði sjálfur heilmikið
fram í vinnu, akstri og fleiru.
Þegar þarna var komið var bú-
ið að reisa forsteyptar veggjaein-
ingar og límtrésbita þaksins.
Smiðirnir voru byrjaðir að setja
sperrur á milli bitanna þegar
Magnús, nýtekinn við, kom og
bað þá að taka sperrurnar niður.
Hann sagði: „Einangrunin á að
passa á milli sperranna. Það er
óþarfi að skera af henni. Það á
ekki að bruðla með efnið!“ Mér
finnst þetta lýsandi fyrir hvernig
Magnús var. Nákvæmur, útsjón-
arsamur, nýtinn og vissi upp á
hár hvað hann var að gera. Smið-
irnir gerðu eins og Magnús
mælti fyrir um og einangrunin
nýttist til fulls. Annað dæmi um
nákvæmni Magnúsar var þegar
við Kornelíus bróðir minn skrúf-
uðum upp þakkantinn á húsinu.
Við það voru notaðar sérstakar
skrúfur sem Magnús keypti.
Þegar verkinu lauk vantaði eina
skrúfu! Líklega höfðum við
bræðurnir týnt henni.
Söfnunarféð var að ganga til
þurrðar. Ég sagði við Magnús að
það stefndi í að við þyrftum að
stöðva framkvæmdirnar. Þá
hvatti hann mig til að skrifa
tveimur áhrifamönnum í Oddfel-
low og bjóða þeim í Hlaðgerð-
arkot. Þeir komu og hittu okkur í
nýbyggingunni. Við lýstum því
hvernig staðan var og hvað vant-
aði til að ljúka verkinu. Það varð
úr að Oddfellow ákvað að styrkja
Hlaðgerðarkot svo um munaði.
Magnús var öflugur liðsmaður í
hópi reglubræðra sinna og sá
stuðningur varð til þess að við
gátum lokið byggingunni og frá-
gangi lóðarinnar.
Magnús var mikill vinur okkar
og alltaf mjög sannur og trúr.
Ævinlega boðinn og búinn að
hjálpa til. Við áttum saman
bænastundir og lögðum málin í
hendur Guðs.
Við Ester fluttum til Noregs
eftir að ég fór á eftirlaun og
hætti sem framkvæmdastjóri
Samhjálpar. Við komum heim
um síðustu jól og þá hittumst við
Magnús. Hann var þá orðinn
veikur. Við áttum góða endur-
fundi og fyrir það er ég þakk-
látur.
Ég bið Guð að blessa minn-
ingu Magnúsar Sædal og hugga
og styrkja eiginkonu hans og
aðra ástvini.
Vörður Leví Traustason,
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Samhjálpar.
Einstakur maður hefur kvatt
þessa jarðvist. Við hjá Samhjálp
syrgjum góðan vin og velunnara
til margra ára. Magnús Sædal
var sannkölluð himnasending
fyrir Samhjálp og reyndist
stuðningur hans ómetanlegur við
byggingu og endurbætur hús-
næðis á meðferðarheimilinu
Hlaðgerðarkoti í Mosfellsdal.
Sem byggingarstjóri var hann
alltaf boðinn og búinn að hjálpa
og leiðbeina okkur sem minna
vissum, enda voru byggingar
hans ær og kýr. Hann kom ávallt
fram af virðingu og þolinmæði.
Við kveðjum Magnús með sökn-
uði og minnumst hans með hlýju
í hjarta.
Stjórn og starfsfólk Samhjálp-
ar vottar eftirlifandi eiginkonu
Magnúsar, fjölskyldu, vinum og
samverkafólki í Oddfellow
dýpstu samúð. Blessuð sé minn-
ingin um góðan mann. „Far þú í
friði, friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
F.h. Samhjálpar,
Edda Jónsdóttir
framkvæmdastjóri.
Ég var heppinn sem ungur
landslagsarkitekt á garðyrkju-
deild Reykjavíkur að fá tækifæri
til að vinna með Magnúsi Sædal.
Magnús hafði stýrt uppbyggingu
Húsdýragarðsins sem hafði tek-
ist vel og í framhaldinu voru uppi
áform um að bæta við einhvers
konar skemmtigarði. Magnús
hafði verið í Noregi og komið í
Hunderfossen familiepark við
Lillehammer og taldi að þar gæti
verið ákjósanleg fyrirmynd að
garði í Laugardal. Magnús vann
hugmyndinni fylgi hjá borgaryf-
irvöldum og farið var til Lille-
hammer að skoða garðinn, ásamt
Jóhanni Pálssyni garðyrkju-
stjóra. Vinna við hönnun Fjöl-
skyldugarðsins var mikið ævin-
týri fyrir mig en Magnús hélt í
alla spotta styrkri hendi. Rétt
eins og hann gerði við fjölmörg
önnur verkefni s.s. Borgarleik-
húsið, Viðey og fjölmörg önnur
verkefni. Eftir að hann lauk
störfum hjá borginni hélt hann
áfram að stýra verkefnum, m.a. á
vegum Oddfellow og fórst allt
saman vel úr hendi.
Ég heimsótti Magnús nýlega
og þá var hugurinn enn á fullu þó
úthaldið væri lítið. Við ræddum
bæði verkefni sem hann hafði
tekið saman upplýsingar um og
skilað til borgarinnar og líka
verkefni sem hann taldi að þyrfti
að fylgja eftir og setti mér fyrir
nokkur atriði. Þá ræddum við
málefni TBO, félags sem skipað
er borgarstarfsmönnum, sem
hann var lengi í forsvari fyrir og
var þar sæmdur viðurkenningum
fyrir störf sín.
Magnús var traustur og ráða-
góður félagi, bæði í starfi og hjá
TBO. Hann var mjög fróður og
gat verið hrókur alls fagnaðar.
Minningin lifir um góðan dreng.
Ég flyt kveðjur frá TBO fé-
lögum og sendi Vilborgu og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðj-
ur.
Þórólfur Jónsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR ANDRÉS INGIMUNDARSON,
bóndi á Hrísbrú,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í
Mosfellsbæ sunnudaginn 17. júlí. Útförin
fer fram frá Mosfellskirkju föstudaginn 12. ágúst klukkan 12.
Ásgerður Gísladóttir
Andrés Ólafsson Hólmfríður Ólafsdóttir
Gísli Þór Ólafsson Bára Benediktsdóttir
Elínborg Jóna Ólafsdóttir Aðalsteinn Ómarsson
Ingibjörg Ólafsdóttir Valdimar Hjaltason
Ingimundur Ólafsson Sigrún Bjarnadóttir
og fjölskyldur
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN GUÐBJARTSSON
BERGMAN,
Vesturbrún 39,
andaðist á heimili sínu umvafinn ástvinum
laugardaginn 30. júlí.
Þóranna Þórarinsdóttir
Þórarinn Jóhann Kristjánsson og Jónína Gísladóttir
Guðbjartur Kristjánsson Bergman
Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir Bergman
barnabörn og barnabarnabörn