Morgunblaðið - 04.08.2022, Síða 51

Morgunblaðið - 04.08.2022, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 51 Justikal leitar að öflugum markaðsstjóra með mikinn drifkraft. Justikal er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað lausn fyrir stafrænt réttarkerfi. Justikal er í miklum vexti og erum við að leita að einstaklingi sem vill taka þátt í vaxtarvegferð félagsins sem kann að hafa mikil áhrif hér á landi og á erlendum mörkuðum. Markmið Justikal er að gera málsmeðferð fyrir dóm- stólum hraðari, gagnsærri og öruggari. Auk þess að lækka málskostnað aðila, gera dómstóla aðgengilegri og störf lögmanna enn skilvirkari. Starfið gefur tækifæri á að hafa veruleg áhrif á framtíð félagsins og markaðarins sem það starfar á, enda fram- undan stór og spennandi verkefni fyrir markaðsstjóra. Við bjóðum vinnu í skemmtilegu starfsumhverfi með metnaðarfullu og faglega sterku samstarfsfólki. Um er að ræða 100% starf og mikilvægt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgð • Mótun markaðsáætlunar • Ábyrgð á framkvæmd, útfærslu og eftirfylgni markaðsáætlunar • Ábyrgð og umsjón með gerð markaðs-, kynningar- og auglýsingaefnis • Samskipti við fjölmiðla, samstarfsaðila og hagsmunaaðila • Þátttaka í stefnumótun og hugmyndavinnu • Önnur tilfallandi verkefni á sviði markaðsmála Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af markaðsstörfum • Reynsla af skipulagningu og framkvæmd markaðsherferða • Fagmennska, frumkvæði og drifkraftur • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti • Framúrskarandi samskiptahæfni • Þekking úr réttarkerfinu er kostur Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið. Umsóknum skal skila með tölvupósti á info@justikal.com eða á justikal.alfred.is. Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2022. Markaðsstjóri Kennari/ stuðningsfulltrúi Laugargerðisskóli í Eyja og Miklaholts- hreppi, auglýsir eftir kennara í heila stöðu og stuðningsfulltrúa í 100% starf Um er að ræða umsjón með yngra stigi (1.-5. bekk) og stuðningsfulltrúa hjá sama hóp. Laugargerðisskóli er fámennur grunnskóli mitt á milli Borgarness og Stykkishólms. Hér nýtum við okkur jákvæðan aga og erum heilsueflandi skóli. Áhersla er á einstaklingsmiðað nám þar sem áhugi, frumkvæði og styrkleikar hvers og eins eru nýttir í leik og starfi. Á staðnum er gott íþróttahús og sundlaug. Húsnæði er í boði á staðnum. Kaup og kjör eru samkvæmt kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2022 og skal skila umsóknum rafrænt til skólastjóra. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 897 3605 eða í tölvupósti: skolastjori@laugargerdisskoli.is Sigurður Jónsson, Skólastjóri. Sérfræðingur á skrifstofu fjárlaga og innri þjónustu Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu fjárlaga og innri þjónustu. Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð, sjálfstæði og góð samskipti. Helstu verkefni og ábyrgð - Fjárlagagerð, rekstrar- og framkvæmdaáætlanir og eftirlit með framkvæmd fjárlaga. - Mat á kostnaðaráhrifum lagafrumvarpa og reglugerða. - Áætlanagerð, kostnaðargreining og kostnaðareftirlit. - Greining og úrvinnsla gagna. - Þátttaka í stefnumótun í málaflokkum ráðuneytisins í samstarfi við fagskrifstofur og stofnanir ráðuneytisins. Menntunar- og hæfnikröfur - Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði eða önnur sambærileg menntun. Framhaldsmenntun er kostur. - Færni í meðferð, greiningu og úrvinnslu gagna. - Þekking og reynsla af áætlanagerð, kostnaðargreiningu og kostnaðareftirliti. - Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót. - Færni til að geta unnið sjálfstætt á skipulagðan og agaðan hátt. - Færni í miðlun upplýsinga í mæltu og rituðu máli. - Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli er kostur. - Þekking og reynsla úr stjórnsýslunni og af fjárlagagerð er kostur. - Þekking á fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins er kostur. - Þekking og reynsla af teymisvinnu og verkefnastjórnun er kostur. Starfið heyrir undir skrifstofu fjárlaga og innri þjónustu en hlutverk skrifstofunnar er að hafa heildaryfirsýn yfir fjármál og rekstur ráðuneytisins og stofnana þess, tryggingarliða og annarra viðfangsefna sem heyra undir ráðuneytið. Þá leggur skrifstofan mat á hagkvæmni verkefna og þann kostnað sem kann að hljótast af lagafrumvörpum á ríkissjóð. Skrifstofan ber ábyrgð á gerð fjárlaga, rekstrar- og framkvæmdaáætlana og hefur eftirlit með framkvæmd fjárlaga auk þess að hafa umsjón með kostnaðarþátttöku notenda í heilbrigðisþjónustu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni. Sótt er um starfið á Starfatorg.is og með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum, ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur. Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2022 og starfshlutfallið er 100% Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. Upplýsingar um starfið veitir Runólfur Birgir Leifsson, skrifstofustjóri á runolfur.leifsson@hrn.is og Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri á kristin@hrn.is Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðuneytið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.