Morgunblaðið - 04.08.2022, Síða 55
DÆGRADVÖL 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
LC02
Leður
Verð frá 329.000,-
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
HÆGINDASTÓLL
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
„MÉR SKILST AÐ ÞEIR SÉU AÐ VENJA
ÞIG AF VERKJALYFJUNUM MEÐ HJÁLP
SJÁLFSDÁLEIÐSLU.“
„EKKI SKIL ÉG HVERS VEGNA ÞÚ ELSKAR
NÁTTÚRUNA EFTIR ALLT SEM HÚN HEFUR
GERT ÞÉR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera fimmtug og í
toppformi.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GETTU HVAÐ,
GRETTIR?!
ÉGÆTLA AÐ FARA ÚT
AÐ DANSA MEÐ LÍSU
KLUKKAN ÁTTA!
HVAR ER NÚ HVÍTA BELTIÐ
MITTOG GULLKEÐJURNAR?!
SJÁUMST
KLUKKAN 8.05
HRÓLFUR! EKKI TAKA
ÞESSU ILLA, EN …
BÍDDU! MUN MÉR LÍKA
ÞAÐ SEM ÞÚÆTLAR AÐ
SEGJA EF ÉG TEK ÞVÍ
VEL?
LÍKLEGA EKKI.
Ólafur Stefánsson orti á Boðn-
armiði á sunnudag:
Versló-Krónika
Meðan víða í Vestmannaeyjum,
vindur skekur tjöldin smá,
rifnar jörð á Reykjanesi
rekast þungir flekar á.
Kvikuslumma að leið út leitar,
logar snart af hárri brík,
og það sést þá langar leiðir,
líka úr stóru Reykjavík.
Um helgina er hálfflutt þjóðin,
hristist yfir sand og dal.
Þó að snjói og snarpur vindur
snýti hreggi í fjallasal,
samt skal úti halda hátíð,
hita sér við dreggjavín.
Margir enda í morgunsárið
í meyjarfylgd í tjald til sín.
Enginn lengur þarf nú þunnur
með þrautum vakna, svo er vel.
Auglýst lyf sem öllu bjargar,
engin timburþynnkuskel.
Svo er helgin allt í einu,
orðin minning, þáttaskil.
Til næsta árs ef ennþá tórum,
ákaft skulum hlakka til.
Helgi R. Einarsson sendi mér góð-
an póst: „Sæll, Halldór!
Allt færist smám saman í fyrra
horf og er það gott að flestu leyti.“
Endurkoma
Loksins m.ö.o.
allt verður gott sem forðum,
duflað, sungið og dansað,
drukkið og löngunum ansað.
Víða vaða menn elgina
verslunarmannahelgina.
Jón Atli Játvarðarson skrifaði:
„Veðurspáin fyrir verslunarmanna-
helgina hrökklaðist á milli veður-
fræðinganna, þar til loksins Hrafn
tók að sér að flytja þjóðinni boðskap-
inn. Ekki öfundsverður, blessaður
kallinn.“
Krummi svo krunkað’ í vindinn,
að kjaftstopp varð einhver, mjög fyndinn,
fór þar með spaug
og firnin öll laug,
þá fyrst loksins mögnuð varð myndin.
„Gestagangur. Örsögur“ er ný
bók eftir Sigurlínu Hermannsdóttur:
Ef sækir að þér eymd og angur
og ekkert virðist kæta
tilvalinn er Gestagangur
geðið til að bæta.
Guðmundur Arnfinnsson á Boðn-
armiði, – Lítill svefnfriður:
Geisa skjálftahrinur harðar,
hræðsla grípur mig og þig.
Andskotinn í iðrum jarðar
er að gera vart við sig.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Skjálftahrinur og
Gestagangur
Þetta er líklega það skemmtilegasta
sem ég hef fengist við, en brjál-
æðisleg vinna og við hjónin ákváðum
að verða hundlaus þegar hundarnir
fóru. Svo verður að játa að þegar ald-
urinn er aðeins farinn að færast yfir
er ekkert grín að vera með sex til tíu
vel þjálfaða gaura fyrir framan sig.“
Fjölskylda
Eiginkona Haraldar er Erna
Sigurbjörg Arnardóttir, f. 19.5. 1962,
hárgreiðslumeistari og rekur eigin
stofu. Þau eru búsett í Tungusíðu á
Akureyri. „Við kynntumst í Dyn-
heimum á Akureyri 1979, sem var
mér mikið gæfuspor.“ Foreldrar
Ernu voru hjónin Örn Steinþórsson,
f. 1.12. 1931, d. 4.9. 1980, prentari á
Akureyri, og Helga Kristín Magnús-
dóttir, f. 13.11. 1929, d. 11.5. 2017,
húsfreyja á Akureyri.
Börn Haraldar og Ernu eru 1)
Sonja, f. 22.4. 1986, grafískur hönn-
uður, búsett í Reykjavík. Maki henn-
ar er Reynir Albert Þórólfsson, f.
28.2. 1981. Börn þeirra eru Matthías
Örn, f. 26.1. 2019, og Móa, f. 7.5. 2020;
2) Örn, f. 2.9. 1990, tölvunarfræð-
ingur, búsettur í Gautaborg. Maki
hans er Alexandra Rögnvaldsdóttir,
f. 7.7. 1989. Dætur þeirra eru Júlía, f.
21.6. 2012, Katrín, f. 8.11. 2014, og
Saga, f. 28.5. 2022.
Systkini Haraldar: Ólafur Örn
Ólafsson, f. 19.9. 1959, viðskiptafræð-
ingur, búsettur í Reykjavík, Steinþór
Valur Ólafsson, 25.6. 1960, athafna-
maður, búsettur í Reykjavík, og Ing-
unn Björg Ólafsdóttir, f. 4.7. 1966, d.
5.8. 2004, verkakona á Akureyri.
Foreldrar Haraldar: Ólafur Hrafn
Ólafsson, f. 17.4. 1933, d. 28.8. 2002.
húsasmiður á Akureyri, og Hjördís
Dísmundsdóttir, f. 3.5. 1939, lífs-
kúnstner á Akureyri.
Haraldur
Óskar
Ólafsson
Jóhanna Álfheiður Bergsdóttir
húsfreyja í Engimýri, síðar verkakona á Akureyri
Haraldur Sigurðsson
bóndi í Engimýri í Öxnadal,
síðar verkamaður á Akureyri
Sesselja Haraldsdóttir
húsfreyja á Þverbrekku og Akureyri
Jón Dísmundur Brynjólfsson
bóndi á Þverbrekku í Öxnadal,
síðast bús. á Akureyri
Hjördís Dísmundsdóttir
lífskúnstner á Akureyri
Guðrún Guðnadóttir
húsfreyja á Gilsbakka
Brynjólfur Eiríksson
bóndi og barnakennari á
Gilsbakka í Austurdal, Skagafirði
Anna Björg Benediktsdóttir
húsfreyja á Upsum
Þorsteinn Jónsson
bóndi á Upsum í Svarfaðardal
Hólmfríður Ingunn Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Akureyri
Jón Ólafur Jónsson
veitingaþjónn í Reykjavík
Sígurlína Magnea
Einarsdóttir
húsfreyja í Reykjavik
Jón Einarsson
sjómaður í Reykjavík
Ætt Haraldar Ólafssonar
Ólafur Hrafn Ólafsson
húsasmiður á Akureyri