Morgunblaðið - 04.08.2022, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 04.08.2022, Qupperneq 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 58 Til hamingju - þú hefur fundið happatöluna! Farðu inn á mbl.is/happatölur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland Vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að tala þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Viðtökurnar hafa verið vonum framar og alveg stórkostlegar. Ég hef blessunarlega oft fengið góðar viðtökur á mínum ferli en ekkert þessu líkt. Ég átti nú ekki von á svona miklum látum en að sumu leyti get ég sagt að ætlunarverk mitt hafi tekist. Ég er búinn að stefna að þessari stund árum saman. Ég ætl- aði mér stóra hluti með þessu og ég sé ekki betur en að það sé að takast,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón sem hefur vakið athygli fyrir flutning sinn á hlutverki dvergsins Aberich í Niflungahring Wagners á Bayreuth-hátíðinni í Þýskalandi. „Alltaf þegar það er nýr hringur og nýjar frumsýningar á Bayreuth þá fer heimspressan alveg á hliðina. Þetta vekur alveg gríðarlega at- hygli. Það sem ég hef séð sjálfur um frumsýninguna á Rínargullinu er meira og minna allt á sama veg. Ég virðist fá hvað mesta umfjöllun af söngvarahópnum.“ Niflungahringurinn saman- stendur af fjórum óperum og þegar rætt var við Ólaf var búið að sýna fyrstu tvær, Rínargullið og Valkyrj- una. Heildarumfjöllunar um hina nýstárlegu uppsetningu á verkinu er því enn beðið en Ólafur hlýtur mikið lof í þeirri umfjöllun sem birt hefur verið nú þegar. Í grein gagnrýnanda The Guard- ian er Ólafur sagður bera af í hlut- verki Alberich. Gagnrýnandi þýsku fréttaveitunnar dpa segir hann hafa verið í uppáhaldi hjá áhorfendum, honum hefði verið fagnað manna mest fyrir bæði leik sinn og söng. Markus Thiel hjá þýska blaðinu Merkur segir Ólaf hafa með flutn- ingi sínum gert Alberich að mið- punkti í verkinu. Ólýsanlega mikilvægt „Ég er fyrst og fremst alveg óend- anlega þakklátur fyrir þessar ótrú- legu viðtökur, fyrir það að það sé tekið eftir því þegar maður gerir vel. Svona skrif í fjölmiðlum eru bara olía á eldinn fyrir mig. Þetta er alveg ólýsanlega mikilvægt fyrir minn fer- il. Svona mikil athygli nýtist mér og minni umboðsskrifstofu til þess að fleyta mér enn frekar áfram í brans- anum. Vinna mín hér á Bayreuth er þegar farin að skila sér með mjög beinum hætti inn í mína dagbók.“ Ólafur syngur á Bayreuth- hátíðinni út ágúst og mun snúa aftur á hana á hverju sumri í það minnsta til ársins 2025. Þess utan mun hann á næstunni taka þátt í sýningum á Rigoletto í Svíþjóð, Toscu við óperuna í Leipzig í Þýskalandi og Lohengrin í Bologna á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Hann mun síðan syngja í fyrsta skipti við Scala- óperuna í Mílanó haustið 2023. Svo virðist sem óperuheimurinn sé að taka við sér eftir Covid en Ólaf- ur segir þó að enn séu miklar var- úðarráðstafanir á hátíðinni og þar hafi komið upp smit. „Alvarlegasta afleiðingin var sú að hljómsveitar- stjórinn Pietari Inkanen, sem átti að stjórna hringnum, veiktist hastar- lega af Covid tveimur vikum fyrir frumsýningu og þurfti að gefa frá sér verkefnið sem hann hefur unnið að í tvö ár. Annar hljómsveitarstjóri stökk inn á síðustu stundu. Það er náttúrulega hrikalegt að sjá þetta gerast. En maður finnur að bransinn er að komast á lappirnar hægt og rólega aftur.“ Ólafur átti að taka þátt í uppsetn- ingu á Valkyrjunni hérlendis sem var hætt við vegna faraldursins. „Ég vonast til þess að fá að gaula fyrir landann áður en langt um líður.“ Bayreuther Festspiele/Enrico Nawrath Grimmilegur Ólafur Kjartan Sigurðarson í hlutverki dvergsins Alberich. „Fyrst og fremst alveg óendanlega þakklátur“ - Ólafur Kjartan vekur athygli á Bayreuth-hátíðinni Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég ætla að rölta með fólk um miðbæ Reykjavíkur og stoppa á nokkrum stöðum sem eru sögusvið í íslenskum hinsegin bókmenntum af ýmsu tagi,“ segir Ásta Kristín Bene- diktsdóttir bókmenntafræðingur sem mun leiða gesti um söguslóðir hinsegin bókmennta í kvöld, fimmtu- dag, kl. 20. Viðburðurinn er hluti af kvöld- göngudagskrá Borgarbókasafnsins og dagskrá Hinsegin daga. Lagt verður af stað frá Borgarbókasafni Grófinni, Tryggvagötu 15. Ásta segist munu taka fyrir bæði augljósar hinsegin bókmenntir og verk sem krefjist frekari túlkunar. „Það þarf oft meira að lesa milli lín- anna í eldri bókmenntunum en nýrri textarnir gerast í þeirri Reykjavík sem við þekkjum nú þar sem minna þarf að lesa milli línanna.“ Ásta hefur fengist við rannsóknir á hinsegin bókmenntum í rúman áratug. „Eitt af því sem heillaði mig þegar ég fór að gera þessar rann- sóknir var að það var enginn annar að gera þær svo ég hafði svolítið sviðið fyrir mig. Fyrir bókmennta- fræðing er það mjög skemmtilegt,“ segir hún. „Síðan skiptir mig máli bæði per- sónulega og pólitískt að reyna að stuðla að því að þessar bækur séu lesnar og það sé fjallað um þær og að það sé fjallað um hinseginleikann í bókmenntum en ekki skautað fram hjá honum. Fyrir svona tíu eða tutt- ugu árum sérstaklega var því oft sleppt að fjalla um hinseginleikann í bókum þó að hann væri býsna áber- andi. Þannig að þetta er hluti af þeirri vinnu sem hefur farið fram hér síðustu áratugi, að gera hinsegin fólk og hinsegin reynslu sýnilegri á öllum sviðum mannlífsins.“ Hraðar og miklar breytingar Sýnileikinn hefur aukist í íslensk- um bókmenntum á síðustu árum. „Það hefur breyst býsna hratt og mikið á síðustu árum finnst mér. Það eru skrifaðar og gefnar út miklu fleiri bækur sem fjalla opinskátt um reynslu hinsegin fólks.“ Þá sé hin- segin fólk ýmist aðalpersónur eða aukapersónur í samtímaverkum og eins komi bæði út verk þar sem hin- seginleikinn er aðalumfjöllunarefnið og þar sem hann er eitt af þeim aukaatriðum í bakgrunninum sem skipti miklu máli. Ásta nefnir sérstaklega að barna- og unglingabókahöfundar hafi staðið sig vel á síðustu árum. „Þórdís Gísla- dóttir og Hildur Knútsdóttir hafa til dæmis vandað sig við að hafa hinseg- in aðal- og aukapersónur í sínum verkum. Svo er mjög merkilegt bók eftir Margréti Tryggvadóttur sem kom út í fyrra sem heitir Sterk og fjallar um transstelpu. Þetta er fyrsta íslenska ungmennabókin sem er með transmanneskju í aðal- hlutverki.“ Það sama má segja um bækur fyr- ir fullorðna. „Þetta er eiginlega orðið svo algengt að það er varla hægt að telja það upp.“ Ásta hefur ekki síður áhuga á að kafa í eldri skáldskap. „Eitt aðal- viðfangsefnið mitt fræðilega hefur verið Elías Mar og hans skáldverk. Það er mjög skemmtilegt að fást við þau. Þau eru skrifuð um miðja 20. öld og hann segir í raun og veru aldrei neitt beinum orðum um kyn- hneigð aðalpersónanna, þannig að allt liggur á milli línanna, en samt þannig að það blasir við að lesa þær á þann hátt ef maður er með augun opin fyrir því,“ segir hún. Alltaf stutt í ritskoðun „Mér persónulega finnst skemmtilegast að lesa texta þar sem maður þarf að hafa svolítið fyrir því að túlka þá. Ég sakna þess kannski svolítið í þessum nýju verkum sem eru svo rosalega opinská. En þetta eru breyttir tímar og öðruvísi nálg- un.“ En það sé auðvitað gott að farið sé að tala opinskátt um hinseginleik- ann í bókmenntum samtímans. Ásta minnir þó á að það sé ekki sjálfgefið. „Miðað við það sem er bú- ið að gerast síðustu vikur þá held ég að það sé nauðsynlegt að við hugum að því að þessi hreinskilnu skrif um hinsegin fólk og hinseginleika haldi áfram. Það er alltaf stutt í einhvers konar beina eða óbeina ritskoðun á hinsegin viðfangsefnum og ef það kemur alvarlegt bakslag og vinnan gegn hinsegin sýnileika eykst þá veit maður ekkert hvað gerist. Við þurf- um að vera vakandi fyrir því í bók- menntunum eins og annars staðar.“ Borgarbókasafn stendur fyrir nokkrum viðburðum á Hinsegin dögum. Dragdrottningin Starína heldur sögustundir fyrir börn og bókabíllinn Höfðingi verður sýni- legur. Þá er hluti sérstakrar Regn- bogaráðstefnu Hinsegin daga hald- inn á Borgarbóksafninu Grófinni. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Þróun „Það eru skrifaðar og gefnar út miklu fleiri bækur sem fjalla opin- skátt um reynslu hinsegin fólks,“ segir Ásta um samtímabókmenntir. Bæði persónulegt og pólitískt - Ásta Kristín Benediktsdóttir leiðir göngu um söguslóðir hinsegin bókmennta - Sýnileiki hinsegin fólks í íslenskum bókmenntum hefur aukist mikið - Finnst við þurfa að vera vakandi fyrir bakslagi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.