Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 9. S E P T E M B E R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 219. tölublað . 110. árgangur .
TITILLINN
BLASIR
VIÐ VAL DÝRIÐ HLAUT 12 VERÐLAUN
VARÐ AÐ
SKRÁ SÖGUR
FÓLKSINS
EDDAN 2022 AFHENT 28 ÞÓRIR Í NÁVÍGI 10BESTA DEILDIN 27
Rannsókn talmeina- og málfræð-
inga bendir til þess að tvítyngd
börn með íslensku sem annað mál
læri takmarkaða íslensku í leik-
skólum. Niðurstöður sýna að tví-
tyngd börn sýni mun slakari færni í
íslensku samanborið við meðalgetu
eintyngdra.
„Þetta er auðvitað mikið áhyggju-
efni almennt, en það er mjög margt
sem spilar inn í,“ segir Fríða Bjarn-
ey Jónsdóttir, leikskólakennari og
doktorsnemi við Menntavísindasvið,
um rannsóknina. Fríða situr einnig í
stjórn Móðurmáls, samtaka um tví-
tyngi.
„Ég held að við þurfum algjör-
lega að endurskoða það hvernig við
vinnum í leikskólum, og reyndar í
skólakerfinu öllu. Ég held að þetta
tengist samfélagslegum þáttum.
Þetta snýst ekki bara um það
hvernig íslenskukennslan fer fram,
heldur hvernig börn verða fullgildir
þátttakendur í samfélagi þar sem
þau læra með öðrum börnum.“
Fríða segir að litlar rannsóknir
hafi verið gerðar á því hvaða aðferð-
ir gefist best til að kenna fjöltyngd-
um leikskólabörnum íslensku. »2
Mjög margt
sem spilar inn í
- Rannsókn sýnir fram á slæma stöðu
Morgunblaðið/Eggert
Leikskólabörn Fríða segir að að-
ferðir hafi lítið verið rannsakaðar
„Þetta kemur ánægjulega á óvart. Það er allt-
af gott þegar einhver sér ástæðu til að klappa
manni á bakið þegar maður er kominn á þann
aldur að maður er farinn að venja sig við það
að vera frekar talinn til óþurftar en gagns,“
segir Þráinn Bertelsson, sem hlaut heiðurs-
verðlaun Íslensku sjónvarps- og kvikmynda-
akademíunnar fyrir ómetanlegt framlag sitt
kvikmyndadellu frá unga aldri og reynt að
fara eins oft í bíó og fjárhagurinn leyfði. Oft-
ast hafi leiðin legið í Hafnarfjörðinn þar sem
boðið var upp úrval klassískra mynda. » 28
til íslenskrar kvikmyndagerðar. Þráinn starf-
aði um árabil jöfnum höndum sem kvik-
myndaleikstjóri, framleiðandi og handrits-
höfundur. Hann segist hafa verið með
Morgunblaðið/Eggert
Þráinn Bertelsson hlaut heiðursverðlaun fyrir ómetanlegt framlag
„Iðnaðurinn getur byggt upp þessar
35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum.
Það er alveg raunhæft. En ef þetta á
að ganga upp þá þurfa sveitarfélögin
að vinna talsvert öðruvísi úr málunum
en þau hafa gert. Vandinn í hnotskurn
er sá að það eru mörg sveitarfélög á
landinu sem finnst þau standa sig vel
þegar það kemur að húsnæðis- og
byggingarmálum. En þegar áform
þeirra eru lögð saman þá dugar það
ekki upp í það sem þarf fyrir lands-
menn.“
Þetta segir Sigurður Hannesson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðar-
ins, í samtali við Morgunblaðið um
áform stjórnvalda. Í síðustu viku
kynntu þau hugmyndir um uppbygg-
ingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu ár-
um.
Aðspurður segir Sigurður lóða-
framboð einfaldlega ekki vera nóg og
vandinn sé sá að
sveitarfélögin hafi
ekki forræði yfir
þeim lóðum sem
lóðaskipulag
þeirra lýtur að.
„Það er vegna
þess að það land
er í einkaeigu eða
eigu annarra sem
ráða því hvenær
uppbygging fer
fram. Ef horft er nokkra áratugi til
baka, þá hafa sveitarfélögin minna
um það að segja nú en þá hvenær
uppbygging fer fram. Þetta er ákveð-
ið umhugsunarefni sem fulltrúar ríkis
og sveitarfélaga þurfa að ræða sín á
milli og þá hvort þurfi að gera ein-
hverjar breytingar á löggjöf eða
heimildum sveitarfélaga til þess að
grípa inn í.“
Sigurður segir sveitarfélögin geta
brugðist við þessu með því að brjóta
nýtt land undir byggð. Mikilvægt sé
að horfa til þess og ekki eingöngu ein-
blína á þéttingu byggðar.
Bjartsýnn á að
uppbygging takist
„Ég er nokkuð bjartsýnn á það og
ég segi það vegna þess að ég trúi ekki
öðru en að sveitarfélög landsins, og ég
tala nú ekki um stærstu sveitarfélög
landsins, vilji vera hluti af lausninni í
húsnæðismálum. Að þau vilji taka
þátt í því að brjóta upp þessa stöðu
sem er á markaðnum sem er algjör-
lega óboðleg fyrir alla landsmenn og
gerir það að verkum til dæmis að
verðbólga er miklu hærri hér á landi
en hún þarf að vera.“ logis@mbl.is
Telur 35 þúsund íbúðir
raunhæft markmið
- Sveitarfélögin þurfi að vinna úr málunum á annan hátt
Sigurður
Hannessson
MUppbygging nauðsynleg »6