Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 27
maður á 85. mínútu. Axel Andrésson lék allan leikinn með Örebro sem er í níunda sæti deildarinnar. _ Berglind Rós Ágústsdóttir lét að sér kveða í 5:1 sigri Örebro á AIK í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í gær. Hún skoraði fyrsta mark liðsins og lagði upp það þriðja og lék allan leikinn. _ Valdimar Þór Ingimundarson skor- aði bæði mörk Sogndal sem sigraði Ranheim, 2:0, í norsku B-deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. _ Óttar Magnús Karlsson tryggði Oakland Roots sigur á varaliði New York Red Bulls í bandarísku B-deildinni í knattspyrnu í fyrrinótt. _ Þýskalands- meistarar Magdeburg unnu Göpp- ingen 31:26 á útivelli í þýsku 1. deildinni í handbolta í gær og eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson þrjú. Viggó Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Leipzig sem tapaði 22:23 fyrir Hamb- urg. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen sem tapaði 28:31 fyrir Hannover-Burgdorf. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyr- ir Gummersbach sem vann Wetzlar 30:29 og Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir RN Löwen sem vann Stuttgart 43:30. _ Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar Burnley vann Bristol City 2:1 í ensku B-deild- inni í knattspyrnu á laugardaginn. Hann kom inn á eftir 53 mínútur og lagði upp sigurmark Burnley fyrir Jay Rodriguez á 67. mínútu. _ Arsenal er áfram á toppi ensku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 3:0 útisigur á Brentford í gær. William Sailba, Gabriel Jesus og Fabio Vieira skoruðu mörkin. Manchester City vann Wolves 3:0 úti þar sem Jack Grealish, Er- ling Haaland og Phil Foden skoruðu og Son Heung- Min skoraði þrennu fyrir Tottenham í 6:2 sigri á Leicester. _ Haraldur Franklín Magnús, at- vinnukylfingur úr GR, hafnaði í 22.-26. sæti á Open de Portugal-mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi sem lauk í Vau Óbidos í Portúgal í gær. Haraldur lék tvo síðari hringina á 71 og 70 höggum og var samtals á átta höggum undir pari á fjórum hringjum á mótinu. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022 England Wolves – Manchester City ...................... 0:3 Newcastle – Bournemouth...................... 1:1 Tottenham – Leicester ............................ 6:2 Brentford – Arsenal ................................. 0:3 Everton – West Ham ............................... 1:0 Staðan: Arsenal 7 6 0 1 17:7 18 Manchester City 7 5 2 0 23:6 17 Tottenham 7 5 2 0 18:7 17 Brighton 6 4 1 1 11:5 13 Manchester Utd 6 4 0 2 8:8 12 Fulham 7 3 2 2 12:11 11 Chelsea 6 3 1 2 8:9 10 Liverpool 6 2 3 1 15:6 9 Brentford 7 2 3 2 15:12 9 Newcastle 7 1 5 1 8:7 8 Leeds 6 2 2 2 10:10 8 Bournemouth 7 2 2 3 6:19 8 Everton 7 1 4 2 5:6 7 Southampton 7 2 1 4 7:11 7 Aston Villa 7 2 1 4 6:10 7 Crystal Palace 6 1 3 2 7:9 6 Wolves 7 1 3 3 3:7 6 West Ham 7 1 1 5 3:9 4 Nottingham F. 7 1 1 5 6:17 4 Leicester 7 0 1 6 10:22 1 West Ham – Everton ............................... 1:0 - Dagný Brynjarsdóttir fyrirliði West Ham lék allan leikinn. Ítalía Spezia – Sampdoria................................. 2:1 - Mikael Egill Ellertsson kom inn á hjá Spezia á 87. mínútu. AC Milan – Sassuolo ................................ 3:1 - Guðný Árnadóttir lagði upp mark fyrir AC Milan og fór af velli í uppbótartíma. Fiorentina – Parma................................. 2:1 - Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leik- inn með Fiorentina. Inter Mílanó – Pomigliano ..................... 6:1 - Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn með Inter. Frakkland Rodez – París SG ..................................... 0:4 - Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á hjá PSG á 75. mínútu. Belgía Mechelen – OH Leuven........................... 0:0 - Jón Dagur Þorsteinsson lék í 66 mínútur með Leuven. Grikkland Atromitos – Lamia................................... 0:0 - Viðar Örn Kjartansson lék í 62 mínútur með Atromitos og Samúel Kári Friðjóns- son í 79 mínútur. OFI Krít – PAOK ..................................... 1:1 - Guðmundur Þórarinsson kom inn á eftir 79 mínútur og lagði upp mark OFI. - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. >;(//24)3;( Þýskaland Blomberg-Lippe – Metzingen............ 29:27 - Sandra Erlingsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Metzingen. Bad Wildungen – Sachsen Zwickau.. 29:28 - Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 5 mörk fyrir Sachsen Zwickau. Danmörk Skanderborg – Ribe-Esbjerg............. 33:33 - Ágúst Elí Björgvinsson varði 10 skot í marki Ribe-Esbjerg og Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark. Pólland Kalisz – Kielce ..................................... 26:43 - Haukur Þrastarson skoraði 2 mörk fyrir Kielce. Frakkland París SG – Séléstat .............................. 36:23 - Grétar Ari Guðjónsson varði 18 skot í marki Séléstat, þar af tvö vítaköst. Noregur Halden – Drammen ............................. 18:30 - Óskar Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Drammen. Fjellhammer – Kolstad ....................... 25:35 - Sigvaldi Guðjónsson skoraði sex mörk fyrir Kolstad og Janus Daði Smárason eitt. Svíþjóð Kungälv – Önnered ............................. 17:23 - Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði eitt mark fyrir Önnered. Sviss Amicitia Zürich – St. Gallen .............. 29:27 - Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir Amicitia. Winterthur – Amicitia Zürich............ 27:33 - Harpa Rut Jónsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Amicitia og Sunna Guðrún Péturs- dóttir varði 8 skot í marki liðsins. E(;R&:=/D KNATTSPYRNA Besta deild kvenna: Garðabær: Stjarnan – Þróttur R. ....... 19.15 Í KVÖLD! ÍBV – VALUR 0:3 0:1 Elín Metta Jensen 31. 0:2 Þórdís Elva Ágústsdóttir 42. 0:3 Mist Edvardsdóttir 56. M Mist Edvardsdóttir (Val) Elísa Viðarsdóttir (Val) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Val) Haley Marie Thomas (ÍBV) Þórhildur Ólafsdóttir (ÍBV) Dómari: Jakub Marcin Róg – 7. Áhorfendur: 45. KEFLAVÍK – ÞÓR/KA 1:3 0:1 Margrét Árnadóttir 41. 0:2 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir 45. 0:3 Hulda Ósk Jónsdóttir 49. 1:3 Caroline Van Slambrouck 66. M Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Ana Paula Santos Silva (Keflavík) Tina Marolt (Keflavík) Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Arna Eiríksdóttir (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson – 7. Áhorfendur: 35. KR – SELFOSS 3:5 0:1 Íris Una Þórðardóttir 15. 1:1 Guðmunda Brynja Óladóttir 17. 1:2 Miranda Nild 36. 2:2 Marcella Barberic 49. 2:3 Íris Una Þórðardóttir 56. 2:4 Miranda Nild 64. 2:5 Katla María Þórðardóttir 80. 3:5 Rasamee Phonsongkham 90.(v) MM Miranda Nild (Selfossi) Íris Una Þórðardóttir (Selfossi) M Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfossi) Katla María Þórðardóttir (Selfossi) Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi) Marcella Barberic (KR) Rasamee Phonsongkham (KR) Dómari: Soffía Ummarin Kristinsd. – 9. Áhorfendur: Um 75. BREIÐABLIK – AFTURELD. 3:0 1:0 Írena Héðinsdóttir Gonzalez 51. 2:0 Agla María Albertsdóttir 69. 3:0 Agla María Albertsdóttir 81. MM Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) M Taylor Ziemer (Breiðabliki) Natasha Anasi (Breiðabliki) Karitas Tómasdóttir (Breiðabliki) Bergþóra Ásmundsdóttir (Breiðabliki) Helena Ósk Hálfdánardóttir (Breiðabliki) Hildur K. Gunnarsdóttir (Aftureldingu) Sara Roca Siguenza (Aftureldingu) Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 7. Áhorfendur: 176. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. BESTA DEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fátt, mjög fátt, getur komið í veg fyrir að Valskonur verði tvöfaldir meistarar í fótboltanum árið 2022 eftir að þær lögðu ÍBV að velli í Vestmannaeyjum á laugardaginn, 3:0. Breiðablik gerði það sama í gær- kvöld, vann Aftureldingu 3:0 á Kópa- vogsvelli, þar sem Agla María Al- bertsdóttir skoraði tvö markanna. Sex stig skilja liðin að þegar tveimur umferðum er ólokið, auk þess sem markatala Vals er ellefu mörkum betri en hjá Blikum. Valur getur tryggt sér titilinn með jafntefli gegn Aftureldingu á útivelli næsta laugardag en annars gegn Selfossi á heimavelli í lokaumferð- inni. Tapi Valur báðum leikjum geta Blikar náð titlinum með því að sigra Selfoss og Þrótt og vinna upp markamuninn í leiðinni. En Breiðablik er fyrst og fremst á góðri leið með að krækja í annað sætið og keppnisrétt í Meistara- deildinni að ári. Aðeins Stjarnan getur komið í veg fyrir það og fimm stig skilja liðin að fyrir leik sem Stjarnan á til góða gegn Þrótti í kvöld. KR féll niður í 1. deild í gær með tapi gegn Selfossi á heimavelli, 3:5, og Afturelding þarf helst að vinna Val, í það minnsta að fá stig gegn toppliðinu, til að fara ekki sömu leið á laugardaginn. Þór/KA er nánast í öruggri höfn eftir 3:1 sigur í Keflavík í gær. En ef Afturelding gerir það óvænta og vinnur Val eru bæði Keflavík og Þór/ KA enn í fallbaráttunni fyrir síðustu leikina. Valur einu stigi frá titlinum - Breiðablik og Stjarnan berjast um Meistaradeildarsæti - KR er fallið í 1. deild fyrirliðinn Andrea Sif Pétursdóttir ekki 100 prósent heil heilsu. Hún keppti ekkert í undanúr- slitum og ekkert á trampólíni í úr- slitunum. Hún kom hins vegar sterk inn í gólf- og dýnuæfingar og ís- lensku stelpunum líður betur með fyrirliðann á sínum stað. Hún á sinn þátt í að Ísland fór úr þriðja sæti í undanúrslitum og í annað sæti í úr- slitum. Andrea viðurkenndi í viðtali við Morgunblaðið að hún hefði átt erfitt með að sætta sig við silfurverðlaun á nokkrum Evrópumótum, en sú var ekki raunin í Lúxemborg í ár. Ís- lenska liðið á mikið hrós skilið fyrir að vinna vel úr sínum áföllum og sýna breiddina. Þá átti Ásta Kristinsdóttir glæsi- legt mót í stærra hlutverki en oft áð- ur. Hún var valin í lið mótsins að því loknu, eins og Bryndís Guðnadóttir. Að fá silfur, þegar hvert áfallið á eft- ir öðru dundi á, er magnaður árang- ur. Vonandi getur Ísland barist um gullið eftir tvo ár með alla liðsmenn heila heilsu. Fjórða sæti flottur árangur Íslenska karlalandsliðið kom mörgum á óvart með að lenda í öðru sæti á síðasta ári, en það var í fyrsta skipti frá árinu 2010 sem Ísland sendi karlalið til leiks. Samkeppnin var hins vegar harðari í ár, þar sem Danmörk og Noregur voru mætt aft- ur til leiks, en þau voru ekki með í fyrra vegna kórónuveirunnar. Þau enduðu í tveimur efstu sætunum á laugardag og rétt eins og í Portúgal fyrir ári síðan var sænska liðið einn- ig fyrir ofan það íslenska. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru einfaldlega geysilega sterkar og Ís- lendingar þurfa ekki að skammast sín fyrir að vera nokkuð á eftir þeim. Íslendingar gerðu vel í að koma sér í úrslit og hækka sig um eitt sæti frá því í undanúrslitunum. Vonandi get- ur íslenska liðið nálgast þau allra bestu í Evrópu á næstu árum, en við fögnum því að Ísland sé byrjað að senda karlalið til keppni á Evrópu- móti. Fara stolt heim frá Lúxemborg - Konurnar náðu í silfur þrátt fyrir áföll - Karlarnir á eftir þeim bestu Ljósmynd/Stefán Þór Silfur Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í Lúxemborg á laugardag. Karlarnir enduðu í fjórða sæti. EM Í HÓPFIMLEIKUM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Kvenna- og karlalandslið Íslands í hópfimleikum gátu farið stolt heim eftir vel heppnaðan úrslitadag á Evrópumótinu í Lúxemborg, á laug- ardag. Þrátt fyrir að kvennalands- liðið hafi ekki náð að verja Evrópu- meistaratitilinn og karlaliðinu hafi mistekist að vinna verðlaun á öðru mótinu í röð, geta íslensku liðin gengið nokkuð sátt frá borði. Kvennalandsliðið sýndi enn og aft- ur að það er eitt allra besta lið Evr- ópu með því að enda í öðru sæti. Sví- þjóð varð Evrópumeistari í fjórða sinn á síðustu fimm mótum en Ísland og Svíþjóð hafa raðað sér í tvö efstu sætin á síðustu níu mótum. Ísland er með þrjá sigra og Svíþjóð sex. Góður árangur þrátt fyrir áföll Árangur íslenska liðsins er sér- lega glæsilegur í ljósi þess að liðið var án Kolbrúnar Þallar Þorradótt- ur, einnar bestu fimleikakonu lands- ins, þar sem hún sleit hásin rétt fyrir brottför til Lúxemborgar. Þá var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.