Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022 50 ÁRA Gunnar Smári ólst upp í Fagrahvammi í Berufirði og á Djúpa- vogi en býr í Garðabæ. Hann er bygg- ingaiðnfræðingur og húsasmíðameistari frá HR og rekur eigið fyrirtæki sem nefnist Verkstýring. Áhugamál Gunnars Smára eru veiðimennska af öllu tagi, ferðalög og útivera. FJÖLSKYLDA Kona Gunnars Smára er Laufey Pétursdótritr, f. 1973, hár- snyrtir. Dætur Gunnars Smára eru Sandra, f. 1994, og Ragnheiður Íunn, f. 2000. Uppeldissonur er Jóhann Leví, f. 1994. Foreldrar Gunnars Smára eru Þórhildur Gunnarsdóttir, 1951, fv. bóndi og verkakona, búsett í Hafnarfirði og Karl Elísson, f. 1943, fv. bóndi og verka- maður, búsettur í Hafnarfirði. Gunnar Smári Magnússon Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er engin ástæða til þess að láta stundarerfiðleika draga úr sér allan mátt. Reyndu að skapa sjálfum þér olnbogarými svo þú haldir áttum. 20. apríl - 20. maí + Naut Mundu að allt hefur sinn tíma og það hefur ekkert upp á sig að beita þrýstingi. Vandaðu valið því enginn segir að þú eigir að hlaupa upp til handa og fóta út af öllu. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Daglegt umhverfi manns hefur mikið að segja svo leggðu þitt af mörkum til þess að þér og öðrum líði sem best þar. Láttu ekkert annað trufla þig á meðan. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Hamingjan helst í hendur við nýjar upplifanir. Notaðu næstu fjórar vikurnar til að rækta nánustu sambönd þín og bæta það sem betur má fara. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ekki gera lítið úr því sem þyngir huga þinn. Reyndu ekki að fela mistökin heldur bættu úr þeim með bros á vör. Mundu að tala skírt og skorinort svo allir skilji. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú þarft að hrista af þér slenið, bretta upp ermarnar og taka þinn þátt í því sem gera þarf. Huggaðu þig við það að öðr- um líður eins og þér á þessum tímapunkti. 23. sept. - 22. okt. k Vog Fjölskyldur hafa margar og misjafnar skoðanir – og þú ert ekki sammála neinum þeirra núna. Reyndu að líta jákvætt á hlutina en gættu þess að færast ekki of mikið í fang. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það er ekki ólíklegt að vanda- mál komi upp í nánum samböndum þínum við aðra. En innst inni veistu hvað þér er fyrir bestu og þá er bara að sýna kjark. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það sem þú segist ætla að gera er áríðandi, jafnvel þótt þú segir bara sjálf- um þér það. Kynntu þér málavexti og gerðu eitthvað eða leyfðu hlutunum að hafa sinn gang. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Leggðu við hlustir og hlýddu á þinn innri mann. Ræktaðu sambandið við þá, því það er undirstaða hamingju þinnar. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er ekki gott að sýna hlutleysi þessa dagana. Hafðu þetta í huga og taktu mark á réttlátri gagnrýni. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú þarft að læra að fara með það vald sem þér er fengið. Vertu hvergi banginn við að segja þitt, en hlustaðu líka. Fyrsta myndlistarsýning Sigga var árið 1979 í Norræna húsinu. Þá sýndi hann með Braga Ásgeirssyni, sem var kennari hans í MÍH. Síðan þá hef- ur Siggi haldið 20 sýningar á Íslandi og erlendis og tekið þátt í sýningum og kvikmyndahátíðum um allan heim. Siggi hefur myndskreytt og samið margar barnabækur. M.a. var Þrymskviða gefin út í myndasögu- formi í Japan 1982, Bísi og Krimmi kom út 1999 og Polli ísbjörn, sem er um loftslagshlýnun, kom út 2011. Myndasöguseríurnar Bísi og Krimmi voru birtar 1976-1977 hjá Dagblaðinu og Pú og Pa var í Fréttablaðinu 2005- 2006. Um næstu jól kemur út bók með myndasögunni Pú og Pa en í bókinni eru 800 teikningar. Bókaút- gáfan Froskur gefur út. Leifur heppni og hvernig hann fann Amer- íku er síðasta teiknimynd Sigga sem kom út 2004. Siggi býr í þorpinu Haapsalu á vesturströnd Eistlands, í 300 fer- metra húsi sem fjölskylda Liiviu, konunnar hans, átti. „Á Sovéttím- anum var það tekið af þeim, það þótti of stórt fyrir eina fjölskyldu. Hús- næðisvandinn var leystur þannig. En „Það var gaman að vera innan um nemendur og einnig kennarana, sem voru allir listamenn. Í auglýsinga- bransanum var ég í mestum sam- skiptum við kúnnana.“ Árið 1993 flutti Siggi til Eistlands og fór að gera fleiri teiknimyndir. „Ég fékk styrki til þess, bæði íslenska og einnig úr norræna sjóðnum. M.a. gerði ég Jólatréð okkar sem var sýnd á aðfangadag í sjónvarpinu í mörg ár. Ég var líka aðeins í brúðumyndum og gerði Jól á leið til jarðar 1993, sem var jóladagatal í sjónvarpinu. S igurður Örn Brynjólfsson er fæddur 19. september 1947 á Baldursgötu í Reykjavík í húsinu sem afi hans og amma áttu. „Fríða frænka mín, systir ömmu, tók á móti mér. Hún var ljósmóðir. Það var því mikil fjölskyldustemning þeg- ar ég fæddist. Við fluttum síðan í Skaftahlíðina þegar ég var 12 ára og og í Garðabæ þegar ég var 17 ára. Ég byrjaði að vinna sem sendisveinn 12 ára og vann frá 14 ára aldri fjögur sumur í brúarsmíði. Ég ferðaðist mikið um landið en við vorum mest á Suðurlandinu.“ Siggi gekk í Miðbæjarskólann, síð- an Gaggó Aust og þegar hann var 16 ára fór hann í Myndlista- og handíða- skólann og útskrifaðist þaðan sem grafískur hönnuður 1968. „Ég var aldrei góður í skóla nema í að teikna. Í Miðbæjarskólanum var góður kenn- ari, Jón E. Guðmundsson, Brúðu- Jón, og hann kenndi mér að teikna. Ég fékk algjöra maníu og vildi ekki gera neitt annað.“ Eftir útskrift vann Siggi í eitt ár hjá auglýsingastofunni Argus. Hann hafði unnið þar á sumrin og hélt áframt í myndlistarskólanum við grafík, teiknaði og málaði. Hann var síðan eitt ár í Rotterdam í Hollandi. Þar stundaði hann nám við Willem de Kooning Academy. „Ég hafði fengið styrk til námsins og fór í málaradeild en vann áfram að verkefnum að heim- an í teikningu og grafík. Ég mynd- skreytti mikið í tímaritið Samvinn- una.“ Eftir útskrift hóf Siggi störf sem grafískur hönnuður á Íslandi og næstu 20 árin vann hann sem slíkur hjá ýmsum auglýsingastofum og á eigin vegum, lengst af á Auglýsinga- stofu Kristínar. „Ég gerði mikið af auglýsingum, myndskreytingum og bókarkápum. Árið 1971 gerði ég mína fyrstu auglýsingateiknimynd og ég varð svo áhugasamur um teikni- myndir að ég gerði myndina Þryms- kviðu sem kom út árið 1979. Það er fyrsta íslenska teiknimyndin og var 15 mínútur að lengd, en það tók fimm ár að gera hana.“ Siggi kenndi grafíska hönnun við MHÍ í tíu ár og var deildarstjóri. svo fékk móðir Liiviu húsið aftur eftir Sovéttímann og gaf okkur það. Við gerðum það upp og keyptum síðan 100 fermetra gallerí sem hafði verið ónotað lengi. Þar hélt ég yfirgrips- mikla sýningu þegar ég varð sjötugur.“ Núna er Siggi aðallega að skoða og laga málverkin sem hann hefur gert í gegnum tíðina. „Ég er líka með ser- íuna Burning Kings og klára hana væntanlega næsta sumar. Annars er ég sestur í helgan stein. Ég hef ekki trú á að listin bjargi heiminum eins og ástandið er orðið. Raforkuverð hérna hefur hækkað um næstum þús- und prósent og það getur orðið kalt hérna á veturna, 20 stiga frost þegar það er mjög slæmt. Við ætlum því að vera á Kanaríeyjum í vetur, á Lanz- arote. Það er besti staður sem ég hef kynnst.“ Fjölskylda Eiginkona Sigga er Liivia Leskin, f. 4.10. 1956, frá Tallinn, tískuhönn- uður og listmálari. Þau eru búsett í Haapsalu, á vesturströnd Eistlands, sem fyrr segir. Fyrri eiginkona Sigga er Fjóla Sigurveig Rögnvaldsdóttir, f. Sigurður Örn Brynjólfsson teiknari – 75 ára Fjölskyldan Siggi, Liivia og Tindur Hugo í garðinum heima í Haapsalu. Listin bjargar ekki heiminum Fyrsti vinnustaðurinn Siggi á Laugavegi þar sem Argus var. Pú og Pa Myndasöguserían kemur út í bókarformi um næstu jól. Sigmar Sævaldsson, fyrrverandi rafvélavirki á Dalvík, er 85 ára í dag. Hann verður heima á afmælisdaginn og fagnar deginum með fjölskyldu sinni, eigin- konunni Ástu Einars- dóttur og börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum. Árnað heilla 85 ára Til hamingju með daginn Þín upplifun skiptir okkur máli Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Djúsí andasalat Frábær kostur í hádeginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.