Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Boccia kl. 10. Handa-
vinna kl. 12.30-16. Félagsvist kl. 12:45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-10:00. Ganga kl. 10:00.
Hádegismatur kl. 11:30-12:30.Tálgun með Valdóri kl. 12:30-15:30.
Félagsvist kl. 13:00. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13:00-13:10. Síðdegiskaffi
kl. 14:30-15:30.
Garðabær 8.30 Brottför til Færeyja frá Jónshúsi 9.00 Pool-hópur í
Jónshúsi 10.00 Ganga frá Jónshúsi 11.00 Stólajóga í Kirkjuhv. 12.30-
15.40 Bridds-tvímenningur 12.40 Bónusrúta frá Jónsh. 13.00
Gönguhópur frá Smiðju 13.00-16.00 Glernámskeið í Smiðju 13.45-
15.15 Kaffiveitingar í Jónsh. 15.00 / 15.40 / 16.20 Vatnsleikf. í
Sjálandssk. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhv.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Dansleikfimi með Auði Hörpu frá kl. 10:00. Kóræfing
kl.13:00 – 15:00. Allir velkomnir
Gjábakki Kl. 8.30 til 16 = Opin handavinnustofa. Kl. 9 til 10.30 =
Bocciaæfing hjá Gjábakkaliðinu. Kl. 9 til 11.30 = Postulínsmálun. Kl.
10.50 til 12.10 = Jóga. Kl. 13.15 til 15.00 = Canasta. Kl. 15 til 16 =
Ljóðahópur (verkstæði). Kl. 16.30 til 18.30 = Kóræfing hjá Söngvinum.
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 20. sept. verður opið hús fyrir eldri
borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13:00-15:00. Margt er til
gamans gert s.s.spilað, spjallað og sungið. Að opna húsinu loknu er
boðið uppá kaffi og meðlæti. Umsjón hefur Kristín Kristjánsdóttir
djákni. Kyrrðarstund hefst kl. 12:00. Að kyrrðarstund lokinni er boðið
uppá léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi. Verið öll velkomin!
Gullsmári Handavinna kl. 8:35-16:00. Bridge kl. 13:00 (500 kr, kaffi-
bolli innifalinn). Jóga kl. 17:00.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Stólajóga kl. 10:00 – 11:00. Hádegismatur kl. 11.30. Létt ganga kl.
13:00. Samsöngur kl. 13:30 – 14:30. Kaffi kl. 14:30
Hraunsel Mánudaga: List málun kl. 9:00 – 12:00. StólaYoga kl. 10:00.
Gaflarakórinn kl. 11:00. Félagsvist kl. 13:00. Ganga frá Haukahúsi kl.
10:00 Ganga í Kaplakrika er alla daga kl. 8:00-12:00
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Jóga með
Ragnheiði Ýr kl. 10:00. Minningahópur kl. 10:30. Zumba með Carynu
kl. 13:00.Tálgun – opinn hópur kl. 13:00-16:00. Bridge kl.13:00. Styttri
ganga kl. 13:30. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi
deginum áður.
Korpúlfar Borgum Þriðjudagur: Listmálun kl. 9:00. Boccia kl. 10:00.
Helgistund kl. 10:30. Leikfimihópur í Egilshöll kl. 11:00. Spjallhópur í
Borgum kl. 13:00. Línudans kl. 13:00. Sundleikfimi í Grafarvogslaug
kl. 14:00. Gleðin býr í Borgum.
Korpúlfar Borgum Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30. Gönguhópar frá
Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna
göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Dansleikfimi Auðar Hörpu kl. 11:00.
Félagsvist í Borgum kl. 12:30. Prjónað til góðs kl.13:00.Tréútskurður á
Korpúlfsstöðum kl. 13:00. Kóræfing Korpusystkina
kl. 16:00. Gleðin býr í Borgum.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30,morgunleikfimi kl.9.45, kaffispjall
kl.10, hádegisverður kl.11, opin listasmiðja kl.8- 16, trésmiðja kl.13-16,
Fréttatími og samvera kl.12.15, hreyfing kl.13-14, síðdegiskaffi
kl.14.30-15, mánudagsbíó kl.15 Uppl í s.4112760.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu 09:00-10:00 - Opin
handverksstofa 09:00-12:00 - Leirmótun í smiðju kl: 09:00-13:00 -
Bókabíllinn Höfðingingi verður á svæðinu frá kl: 13:10-13:30- Boccia í
setustofu kl: 13:15-14:00 - Opin handverksstofa kl: 13:00-15:00 & síðan
er síðdegiskaffi frá kl.14:30-15:30 - Allar nánari upplýsingar í síma
411-9450 - Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Kaffikrókkur á Skólabraut kl. 9. Billjard í Selinu kl. 10.
Jóga/leikfimi á Skólabraut kl. 10. Handavinna,samvera og kaffi í
salnum á Skólabraut kl. 13. Leiðbeinandi á staðnum. Vatnsleikfimi í
sundlauginni kl. 18.30. Minnum alla skráða á ferðina í Skagafjörðinn
á morgun þriðjudag 20. september. Farið frá Skólabraut kl. 13.00 með
viðkomu við kirkjuna og Eiðismýri.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
7/2022 óekin VW ID5 GTX 4x4 300
hö. rafmagnsbíll í ábyrgð
Eigum nokkra liti til afhendingar
strax. 77 kWh batterí uppgefin
drægni 493 km. Það er margra
mánaða bið eftir svona bíl svo nú er
tækifæri að ná í bíl áður en þeir
hækka um 2 milljónir í verði í vetur.
Verð núna: 8.590.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
alltaf - alstaðar
mbl.is
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
✝
Guðrún Pét-
ursdóttir fædd-
ist í Reykjavík 31.
október 1941. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skógar-
bæ 11. september
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Pétur
Kristinsson blikk-
smiður, f. 31. októ-
ber 1917, d. 19.
ágúst 1984, og Steinunn R.G.
Guðmundsdóttir húsfreyja, f.
28. september 1913, d. 3. febr-
úar 1990.
Systur Guðrúnar: Anna Guð-
laug, f. 23. febrúar 1945; Stein-
unn Bryndís, f. 13. ágúst 1948;
Kristín, f. 13. ágúst 1952; Sig-
urlaug Björg, f. 10. júlí 1956, d.
18. apríl 2000.
Hinn 5. maí 1963 giftist Guð-
rún eftirlifandi manni sínum,
Þorkeli Þorsteinssyni, f. 10.
mars 1933. Foreldrar hans voru
Þorsteinn Kristberg Sigurðs-
son, f. 30. september 1888, d.
þeirra er Konráð Pétur, f. 11.
desember 2008. Dóttir Örnu er
Elísabet Guðrún Davíðsdóttir, f.
4. mars 2016.
Guðrún fæddist og ólst upp á
Ránargötu 33a, nálægt föð-
urforeldrum sínum Guðrúnu
Ottadóttur og Kristni Péturs-
syni er bjuggu á Vesturgötu
46a, var mikill samgangur þar
á milli. Árið 1956 flutti Guðrún
ásamt fjölskyldu sinni í nýbyggt
hús í Granaskjóli 6, sem faðir
hennar og móðurbróðir Vilhelm
byggðu saman.
Guðrún gekk í Miðbæjar-
skóla og síðar í Gagnfræða-
skóla verknáms þar sem hún
lauk gagnfræðaprófi.
Þorkell og Guðrún hófu bú-
skap 1963 á Hofsvallagötu 22.
Árið 1965 fluttu þau á Kapla-
skjólsveg 31 og í ársbyrjun
1980 í nýbyggt einbýlishús sem
fjölskyldan byggði í Hnjúkaseli
3, og bjó hún þar þar til hún fór
á hjúkrunarheimili 2019.
Guðrún hóf störf hjá Lands-
banka Íslands 1959 og lét af
störfum 2008. Hún var mikill
hannyrða- og prjónakona og
prjónaði mikið á börn í fjöl-
skyldunni meðan heilsa leyfði.
Útför hennar fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 19.
september 2022, klukkan 13.
21. ágúst 1965, og
Guðrún Ágústa
Þorkelsdóttir, f. 23.
ágúst 1895, d. 5.
september 1965.
Börn þeirra eru:
1) Pétur, f. 21.
nóvember 1962.
2) Þorsteinn, f.
9. nóvember 1966.
Var kvæntur Haf-
dísi Halldórs-
dóttur, f. 18. sept-
ember 1965, d. 12. mars 1995.
Börn þeirra voru Halldór Birk-
ir, f. 18. apríl 1993, d. 12. mars
1995, og ófædd dóttir, d. 12.
mars 1995. Núverandi kona El-
ín Blöndal, f. 27. mars 1966.
Börn þeirra eru Eiríkur Þor-
steinsson Blöndal, f. 11. sept-
ember 2001, Steinunn Katrín
Blöndal, f. 11. febrúar 2004, og
Guðrún Birna Blöndal, f. 1. júní
2009.
3) Arna Björk, f. 23. janúar
1976. Var gift Konráði Davíð
Þorvaldssyni, f. 28. febrúar
1978, d. 6. mars 2010. Sonur
Ó, mamma mín hve sárt ég sakna þín
sál mín fyllist angurværum trega.
Öll þú bættir bernskuárin mín
blessuð sé þín minning ævinlega.
Oft ég lá við mjúka móðurkinn
þá mildar hendur struku tár af hvarmi.
Oft sofnaði ég sætt við vanga þinn
þá svaf ég vært á hlýjum móður armi.
Ó, móðir kær, ég man þig enn svo vel
mikill var þinn hlýi trúarkraftur.
Þig blessun Guðs í bæninni ég fel
á bak við lífið kem ég til þín aftur.
(Jón Gunnlaugsson)
Pétur Þorkelsson.
Mamma mín.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jóhann Jónsson)
Þín
Arna.
Elsku amma, þú varst alltaf
góð við mig og ég sá að þú elsk-
aðir mig, ég elskaði þig líka. Ég
man þegar kom til þín og þú
gafst alltaf mér sleikjó, mér
finnst svo leiðinlegt að systir
mín náði aldrei að kynnast því.
Ef þú hittir pabba minn skilaðu
þá kveðju frá mér.
Þinn
Konráð Pétur.
Amma mín, þú varst alltaf góð
við mig og bróður minn. Elsku
besta amma, mig langar að
knúsa þig. Ég elskaði þig svo
mikið og ég mun sakna þín þegar
þú ert uppi í himnum. Þín
ömmustelpa,
Elísabet Guðrún.
Við systkinin eigum óteljandi
góðar minningar frá samveru-
stundunum með ömmu Guðrúnu.
Amma Gulla, eins og hún var
alltaf kölluð, tók alltaf svo vel á
móti okkur krökkunum í
Hnjúkaselinu, á heimili hennar
og afa Þorkels. Hún sagði okkur
oft hvað henni þætti vænt um
okkur og hvað hún væri heppin
að eiga okkur sem barnabörn og
það var góð tilfinning að fá að
heyra það og finna. Þegar við
fengum að gista hjá henni og afa
fór hún yfir faðirvorið með okk-
ur og bað Guð að gæta okkar.
Við vorum oft hjá henni og afa
og þá dekraði hún okkur gjarn-
an, lét til dæmis stundum renna í
búbblubað og greiddi okkur fal-
lega, gaf okkur eitthvað gott að
borða og laumaði oft til okkar
gjöfum. Hún prjónaði á okkur
fallegar peysur sem okkur þykir
vænt um að eiga. Áður en amma
fór fengum við að kveðja hana og
við erum mjög þakklát fyrir það.
Amma var alveg einstök og við
eigum eftir að sakna hennar
mikið, hún mun alltaf eiga sér-
stakan stað í hjörtum okkar. Við
viljum þakka henni fyrir allt það
sem hún gerði fyrir okkur og
biðjum góðan Guð að gæta henn-
ar eins og hún bað fyrir okkur.
Eiríkur, Steinunn Katrín
og Guðrún Birna.
Elsku hjartans Gulla systir.
Mig langar til að minnast þín í
örfáum orðum. Það eru ellefu ár
á milli okkar.
Ein fyrsta minning mín um
þig er þegar þú varst ung stúlka
með túberað hár innan um „Elv-
is Presley“-myndirnar þínar
sem þú dýrkaðir og dáðir.
Síðan í Landsbanka Íslands
við Austurvöll í blárri dragt og
ljósblárri skyrtu, þú varst eins
og drottning innan um öll flottu
málverkin. Þú þekktir alla við-
skiptavinina enda varstu gjald-
keri alla þína starfsævi. Og þeg-
ar ég labbaði með þér um
Austurvöll heilsaði annar hver
maður þér og þú sagðir að þetta
væru viðskiptavinir.
Svo fóruð þið Keli nánast á
hverju ári til London þar sem
þið nutuð ykkar, þú klædd Bur-
berries-frakka að enskum stíl
enda var uppáhaldsblaðið þitt
„Halló“. Svo komuð þið til baka
með gjafir jafnt fyrir stelpurnar
mínar og ykkar börn að
ógleymdum öllum vídeóspólun-
um sem við nutum góðs af.
Það var alltaf kaffiboð hjá þér
annan í jólum með þessum líka
frábæru kökum en þú varst
snillingur í bakstri að ógleymd-
um kransakökunum sem þú bak-
aðir en þær voru bæði fallegar
og góðar og fjölskyldan fékk að
njóta þeirra við ýmis tækifæri.
Svo prjónaðir þú peysur sem
voru svo fallegar og smart að
eftir var tekið. Dætur mínar
nutu góðs af færni þinni, fengu
húfur og peysur í stíl, einnig
prjónaðir þú bangsa í flottum
fötum og saumaðir dúkkuföt fyr-
ir þær.
Stelpurnar gengu stoltar um í
fötum frá Gullu frænku.
En lífið var ekki alltaf dans á
rósum hjá ykkur hjónunum.
Það var eins og slökkt hefði
verið á ykkur eftir bílslysið þeg-
ar þið misstuð Hafdísi og Hall-
dór litla sem þú kysstir og vink-
aðir síðan bless á tröppunum í
Hnjúkaseli. Síðan var allt búið
og litla ófædda stúlkan sem Haf-
dís bar undir belti og átti að
heita í höfuðið á mömmu þinni
kvaddi líka.
Þið urðuð að standa í fæturna
fyrir Þorstein en það var enga
áfallahjálp að fá á þessum tíma
eins og er í dag.
Ekki nóg með þetta heldur
stóðst þú einnig við bakið á Örnu
Björk þegar hún missti Konráð.
Ég held að upphafið að „alz-
heimer“-veikindunum hafi hafist
þarna enda á enginn að þurfa að
upplifa þvílíka sorg og það getur
enginn sett sig í ykkar spor.
Elsku systir; ég vil þakka þér
fyrir allar yndislegu stundirnar
sem við áttum saman, bæði hér-
lendis og erlendis, meðal annars
við Gardavatn og í Kaupmanna-
höfn hjá Laulau systur sem tek-
ur nú á móti þér opnum örmum.
Þín systir, Kidda.
Kristín Pétursdóttir.
Guðrún
Pétursdóttir
Enn er komið
að kveðjustund í
Húsavíkurkirkju.
Með Sigríði eða
Löllu, eins og hún var alltaf
kölluð, ekkju Vigfúsar Bjarna
föðurbróður míns, eru þau öll
fallin frá sem bjuggu á Laxa-
mýri þegar ég kom þangað al-
komin til afa og ömmu á
seinnihluta síðustu aldar.
Minntist Lalla þess fyrir
skemmstu hve ljóslifandi það
var fyrir henni þegar þetta
þriggja ára stelpuskott kom
þarna frá Reykjavík til blá-
ókunnugs fólks, sem þætti sér-
stakt í dag.
Ég minnist Löllu sem og
allra sem á bænum bjuggu
með milli hlýju og þakklæti
fyrir allt sem þau gerðu fyrir
Sigríður
Atladóttir
✝
Sigríður Atla-
dóttir fæddist
13. desember 1933.
Hún lést 1. sept-
ember 2022.
Útför Sigríðar
fór fram 12. sept-
ember 2022.
mig. Lalla var
glæsileg kona og
alltaf vel tilhöfð. Á
Laxamýri var mik-
ill gestagangur og
hópur barna yfir
sumarið svo nóg
var að gera. Allt í
kringum Löllu var
fallegt; heimilið,
handavinnan og
matur og bakkelsi
fyrsta flokks.
Lalla hafði fallega söngrödd
og spilaði á gítar og tók hún
stundum fram gítarinn og
söng með okkur Ellý dóttur
sinni, sem voru miklar gæða-
stundir í endurminningunni.
En hún hafði komið fram op-
inberlega og sungið og spilað
með Mæju systur sinni og
þeim Skarðasystrum sem voru
frá næsta bæ og man ég eftir
að hafa séð mynd af þessum
flottu söngsystrum og þótt
mikið til koma.
Lalla ólst upp á Hveravöll-
um í Reykjahverfi og þar var
sundlaug svo hún lærði
snemma að synda og keppti í
sundi á yngri árum. Man ég
vel eftir þegar hún smalaði
krakkaskaranum upp í jepp-
ann á laugardögum í helgar-
baðið og svo var farið í kaffi til
Steinunnar mömmu hennar
þar sem biðu okkar heima-
gerðar kæsingar sem voru
gerð góð skil.
Ég var svo lánsöm að fá að
fylgja Ellý frænku minni til
dvalar á Hveravöllum þegar
við sóttum skóla í félagsheim-
ilið Heiðarbæ sem er þar rétt
hjá. Þar var sami myndar-
bragur á öllum hlutum og hjá
Löllu og minnist ég Steinunn-
ar og Atla manns hennar með
miklu þakklæti en hjá þeim
var dásamlegt að vera.
Lalla varð fyrir því óláni að
detta og lærbrotna síðastliðið
vor sem hafði varanleg áhrif á
heilsu hennar til hins verra og
komst hún ekki heim eftir það.
Hún hefur dvalið á Hvammi og
sjúkrahúsinu á Húsavík við
góða umönnun og var mjög
dugleg að vera í símasambandi
við fólk enda alveg skýr í koll-
inum og mjög viðræðugóð og
áhugasöm um hagi okkar allra.
Ég þakka Löllu samfylgdina
og góða vináttu við mig og
fjölskyldu mína. Aðstandend-
um Löllu votta ég samúð mína.
Elín Margrét
Hallgrímsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur.
Minningargreinar