Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
Jón Atli Benediktsson, rektor Há-
skóla Íslands, og Joan T.A. Gabel,
rektor Minnesota-háskóla í Banda-
ríkjunum, hafa undirritað samning
um áframhaldandi samstarf milli
skólanna til næstu fimm ára.
„Þetta er gríðarlega ánægjulegt
og þetta samstarf, sem hefur staðið í
40 ár, er einstakt,“ segir Jón Atli í
samtali við Morgunblaðið. Um er að
ræða fyrsta skólann sem Háskóli Ís-
lands gerði heildstæðan tvíhliða
samning við á sínum tíma og hefur
samstarf skólanna gengið einstak-
lega vel, að hans sögn.
„Þetta hefur þá þýðingu að við er-
um með stúdentaskiptasamning og
það eru til dæmis tveir nemendur frá
Háskóla Íslands núna í námi við
Minnesota-háskóla. Við höfum sent
nokkra nemendur á hverju ári. Þeir
hafa fengið skólagjöld felld niður og
sest á skólabekk í alveg sérstaklega
góðum skóla. Til viðbótar erum við í
mjög öflugu samstarfi í mörgum
greinum þannig að það hefur bein
áhrif á þekkingarsköpun.
Það er hefð fyrir því í þessu sam-
starfi að á tíu ára fresti heimsæki
hvor rektor háskóla hins. Fyrir fimm
árum fengum við heimsókn frá þá-
verandi rektor Minnesota-háskóla.
Þá förum við yfir málin og skoðum
þau tækifæri sem liggja í samstarf-
inu.“
Jón Atli bendir á að fyrsta heim-
sókn Gabels, utan Bandaríkjanna
eftir að hún tók við starfi rektors við
Minnesota-háskóla, hafi verið til Há-
skóla Íslands, árið 2020. Það sýni
sérstakt og gott samband á milli
þessara stofnana.
Fyrsti skólinn utan Evrópu
Rektorar beggja skóla skrifuðu
einnig undir viljayfirlýsingu þess
efnis að Minnesota-háskóli gengi í
Aurora-netið. Skólinn er þar með sá
fyrsti utan Evrópu til að ganga í
þetta samstarfsnet framúrskarandi
háskóla. „Það styrkir Aurora-netið
mjög mikið. Þar erum við í forystu
svo að það er mjög hjálplegt fyrir
okkur að fá svona virtan háskóla úr
vesturheimi til liðs við Aurora-netið,“
segir Jón Atli.
Skólarnir halda áfram samstarfi
- Minnesota-háskóli er fyrsti skólinn
utan Evrópu til að ganga í Aurora-netið
Ljósmynd/Háskóli Íslands
Háskólar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Joan T.A. Gab-
el, rektor Minnesota-háskóla, undirrituðu samning í Bandaríkjunum.
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
Nýleg rannsókn talmeinafræðinga
bendir til þess að tvítyngd börn
með íslensku sem annað mál læri
takmarkaða íslensku í leikskólum.
Niðurstöður sýna að tvítyngd börn
sýni mun slakari færni í íslensku
samanborið við meðalgetu ein-
tyngdra jafnaldra.
„Þetta er auðvitað mikið
áhyggjuefni almennt, en það er
mjög margt sem spilar inn í,“ segir
Fríða Bjarney Jónsdóttir, leik-
skólakennari og doktorsnemi við
Menntavísindasvið, um rannsókn-
ina. Fríða situr einnig í stjórn Móð-
urmáls, samtaka
um tvítyngi.
Hún segir að
niðurstöður
rannsóknarinnar
hafi ekki komið
sér á óvart, en
telur þó að
leggja þurfi
heildrænt mat á
málið.
„Ég held við
þurfum algjörlega að endurskoða
hvernig við vinnum í leikskólum, og
reyndar í skólakerfinu öllu. Ég held
að þetta tengist samfélagslegum
þáttum, þetta snýst ekki bara um
hvernig íslenskukennslan fer fram
heldur hvernig börn verði fullgildir
þátttakendur í samfélagi þar sem
þau læra með öðrum börnum.“
Snýst um að brúa bilið
„Að mínu mati þarf að skoða
hvaða tækifæri fjöltyngd börn í leik-
skólum á Íslandi fá til þess að læra
að nota íslenskuna í raunverulegum
aðstæðum í gegnum alla þætti dag-
skipulagsins, þar sem talað er mikið
við þau strax frá upphafi leikskóla-
göngunnar. Þetta snýst ekki bara
um íslenskuþjálfun fyrir fjöltyngd
börn heldur hvernig við brúum bilið
á milli þeirra og annarra í leik og
starfi allan daginn“.
Þá þurfi að skoða hvernig unnið
sé með foreldrum og hvernig stutt
sé við móðurmál barnanna, sjálfs-
mynd þeirra og menningu.
Fríða segir að lítið hafi verið
rannsakað, hvaða aðferðir til að
kenna fjöltyngdum börnum ís-
lensku, gefist best. Rannsóknir sem
skoða eingöngu stöðu barnanna í
tungumálinu í samanburði við önnur
börn veiti ekki nægilegar upplýs-
ingar um það hvernig best sé að
bregðast við.
„Við vitum að það þarf að endur-
skoða leikskólastigið mjög vel. Við
teljum leikskólann vera mjög mik-
ilvægan. Hann er fyrsta skólastigið
þar sem öll börn í landinu eiga að
hljóta sína grunnmenntun og þá
þarf auðvitað að búa þannig að
starfsfólki, fjölskyldum og börnum
að þessi menntun geti farið þar
fram.“
Fríða bendir á að fjöldi fagfólks á
leikskólum, menntun leikskólakenn-
ara, fjöldi barna á hvern starfsmann
og húsnæðismál skipti einnig máli.
„Leikskólakennarar, og aðrir sem
starfa í leikskólum, eru einnig fyrir-
myndir fyrir önnur börn um hvernig
skal tala við einhvern sem er að ná
tökum á tungumáli. Þetta er mjög
fjölþætt og mjög flókið. Niðurstöð-
urnar koma í sjálfu sér ekki á óvart,
en mér finnst mikilvægt að við
hjálpumst að við að skoða þetta frá
mörgum hliðum.“
Skoða þurfi málið frá mörgum hliðum
- Öll börn eigi að fá sína grunnmenntun í leikskólanum - Niðurstöður komu ekki á óvart
Fríða Bjarney
Jónsdóttir
Biskupsstofa, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Hallgríms-
kirkja stóðu fyrir sérstakri minningarathöfn í gærkvöldi um
Elísabetu 2. Bretadrottningu.
Þau Bjarni Þór Bjarnason, Helga Soffía Konráðsdóttir og
Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónuðu við athöfnina og gat fólk
tendrað ljós inni í kirkjunni til minningar um drottninguna.
Þá voru eftirlætissálmar drottningarinnar spilaðir. Um
undirleik sá Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgríms-
kirkju, og kór Hallgrímskirkju söng. »13
Morgunblaðið/Ari Páll
Minntust drottningarinnar í Hallgrímskirkju