Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022
✝
Ásdís Valdi-
marsdóttir
fæddist á Hólma-
vík 12. maí 1942.
Hún lést 11. sept-
ember 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Eybjörg
Áskelsdóttir, hús-
móðir, f. 10. jan.
1910 á Bassastöð-
um við Steingríms-
fjörð, d. 29. jan.
1992, og Valdimar Guðmunds-
son, trésmíðameistari, f. 16.
ágúst 1910 á Kleifum á Sel-
strönd, d. 21. okt. 2001.
Systkini Ásdísar eru Guð-
mundur, f. 9. sept. 1932, Flosi
Gunnar, f. 23. des. 1933, d. 26.
júní 2021, Bragi, f. 6. okt. 1935,
d. 20. feb. 2021, Helga Guðrún,
f. 23. apr. 1938, Sigrún Kristín,
f. 12. mars 1940, d. 30. sept.
2019, Laufey, f. 7. mars 1946,
Valdís, f. 8. maí 1951, d. 22.
ágúst 2022, og Erna, f. 7. mars
1954.
Ásdís giftist 15. okt. 1966
2000 2) Þórdís Þórsdóttir f. 29.
mars 1967, sambýlismaður Jó-
hann Guðlaugur Jóhannsson, f.
31. jan. 1964. Þórdís var áður
gift Degi Hilmarssyni og börn
þeirra eru a) Hilmar Þór, f.
1990, sambýliskona Erla Frið-
björnsdóttir, f. 1987, sonur
þeirra er Dagur, f. 2021, b)
Gunnar Þór, f. 1997, sambýlis-
kona Arna Bjarnadóttir, f.
1997, og c) Ásdís, f. 1999. Börn
Jóhanns eru Arnar Steinn, f.
1988, Jóhann Gunnar, f. 1995,
Tómas Ingi, f. 1997, og Eva
María, f. 2004. 3) Davíð Arnar
Þórsson, f. 1. júní 1971, giftur
Ingibjörgu Ólafsdóttur, f. 13.
mars 1971, börn þeirra eru a)
Þór Breki, f. 1999, b) Ólafur
Andri, f. 1999, c) Heiðar Bjarki,
f. 2007.
Ásdís ólst upp á Hólmavík og
lauk þaðan barnaskólaprófi og
gagnfræðaprófi frá Reykja-
skóla. Hún flutti til Reykjavík-
ur 16 ára og vann við versl-
unarstörf og hjá Landsíma
Íslands. Auk þess vann Ásdís
hjá bæjarfógetanum í Hafn-
arfirði í nokkur ár. Mest alla
tíð var Ásdís þó heimavinnandi
húsmóðir.
Útför Ásdísar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag 19.
september 2022, kl. 15.
Þór Gunnarssyni
fyrrverandi spari-
sjóðsstjóra, f. 2.
okt. 1940. For-
eldrar hans voru
Gunnar Halldór
Sigurjónsson, loft-
skeytamaður, f. 22.
nóv. 1909, d. 23.
feb. 1985, og Ger-
trud Sigurjónsson
Abelmann, hús-
móðir, f. 20. okt.
1927, d. 13. ágúst 2006.
Börn Ásdísar og Þórs eru 1)
Anna Margrét Þórsdóttir, f. 9.
apr. 1966, gift Ólafi Gauta
Hilmarssyni, f. 25. nóv. 1967.
Börn þeirra eru a) Hildigunnur,
f. 1993, sambýlismaður Hlynur
Haukson, f. 1988, sonur Hildi-
gunnar er Dagur Noah
Tryggvason, f. 2021, og sonur
Hlyns er Theodór Birkir, f.
2016, b) Arnar Gauti, f. 1998,
unnusta hans er Tiana Ósk
Whitworth, f. 2000, c) Ylfa Mar-
grét f. 2002, unnusti hennar er
Eysteinn Þorri Björgvinsson, f.
Elsku besta mamma. Það er
svo sárt að hugsa til þess að þú
sért farin frá okkur – svona
snöggt.
Í sorginni huggum við okkur
við að þú áttir fallegt, skemmti-
legt og innihaldsríkt líf.
Á þessari stundu streyma
minningarnar fram og við erum
svo þakklát fyrir að hafa átt þig
elsku mamma og hefðum viljað
hafa þig hjá okkur svo miklu
lengur. Þú varst stoð okkar og
stytta langt fram á fullorðins-
árin.
Mamma var heimavinnandi
húsmóðir sem hugsaði svo vel
um fjölskyldu sína að eftir var
tekið. Hún var mjög nýjunga-
gjörn og sótti allskonar mat-
reiðslunámskeið og lagði mikið
upp úr því að elda góðan mat. Þá
var hún einnig frábær bakari og
uppáhaldsterta flestra í stórfjöl-
skyldunni er marengsterta
ömmu Dísu.
Þegar horft er yfir líf mömmu
þá má sjá að fjölskyldan var allt-
af í fyrsta sæti.
Mamma var mjög bóngóð og
alltaf til í að leggja hönd á plóg-
inn og þá sérstaklega eftir að
við systkinin fluttum að heiman
og þurftum aðstoð með allskon-
ar verkefni, stór og smá. Hún
átti ráð undir rifi hverju og það
var alltaf gott að leita til hennar.
Á sínum yngri árum var
mamma dugleg að prófa nýja
hluti, hún fór á skíði, keypti sér
hjól og golfsett. Hún var líka
mikill göngugarpur og fór í
gönguferðir víða um Ísland og
erlendis. Þá var hún mikið
tæknitröll og sá um öll þeirra
tölvu- og tæknimál, sinnti öllu
sem hún gat í gegnum netið.
Pabbi og mamma voru ein-
staklega samhent hjón. Þau
ferðuðust víða og elskuðu að
fara til útlanda og þá sérstak-
lega í sólina, til Florida eða
Spánar. Þau voru líka dugleg að
keyra um Evrópu og þá var
Þýskaland í uppáhaldi.
Síðustu árin fór að halla und-
an fæti hjá pabba og stóð þá
mamma eins og klettur við hlið
hans og gerði honum kleift að
búa í Næfurholtinu þangað til
fyrir ári, en þá var pabbi orðinn
svo veikur að hann flutti á
hjúkrunarheimili og dvelur nú á
Sólvangi í Hafnarfirði. Mamma
heimsótti hann daglega og hélt
áfram að hugsa vel um hann,
þvoði öll hans föt og straujaði og
passaði upp á að það væri alltaf
nammi eða kex í skápnum.
Elsku mamma, takk fyrir all-
ar góðu minningarnar úr Lind-
arhvamminum, Næfurholtinu,
ættarmótum, sumarbústaða-
ferðum, öllum fínu veislunum og
lífinu okkar saman.
Takk fyrir alla hjálpina. Takk
fyrir allt skutlið. Takk fyrir all-
an stuðninginn. Takk fyrir öll
samtölin. Takk fyrir öll góðu
ráðin. Takk fyrir alla umhyggj-
una. Takk fyrir alla ástina.
Takk fyrir að vera besta
mamma í heimi.
Anna Margrét, Þórdís
og Davíð Arnar.
Yndislega tengdamamma mín
hefur nú kvatt okkur.
Elsku Ásdís, það verður
skrítið að hugsa til þess að fá
ekki tækifæri til að hitta þig oft-
ar í þessu lífi, þar sem þú kvadd-
ir okkur svo snöggt eftir snörp
veikindi.
Þegar ég hugsa um Ásdísi, þá
kemur fyrst upp í hugann
hversu myndarleg hún var.
Myndarleg í fleiri en einum
skilningi. Myndarleg í útliti,
alltaf vel tilhöfð, vel klædd og
fannst gaman að hafa fallegt í
kringum sig. Myndarleg í öllu
því sem hún tók sér fyrir hend-
ur. Ásdís var dugleg að hugsa
um sig, lengst af stundaði hún
líkamsrækt og var lengi í einka-
þjálfun, elst allra í hópnum, fór
reglulega á snyrtistofurnar fyr-
ir utan það að bera góð gen og
erfðaþætti, enda leit hún vel út
miðað við 80 ára lífaldur.
Ásdís var ekki vön að kvarta
undan verkjum eða öðrum lík-
amskvillum enda líkamlega
sterk í grunninn. Ásdís fékk
lömunarveiki á barnsaldri sem
skildi eftir sig visna hönd. Þó að
höndin væri visin, stoppaði það
hana ekki í hennar myndarskap
við húsverk eða annað sem við-
kom heimilisrekstri, handa-
vinnu eða öðru slíku. Myndarleg
var hún, sérstaklega þegar kom
að því að elda geggjaðan mat og
baka dýrindis kökur, snúða og
annað bakkelsi. Við hjónin nut-
um heldur betur góðs af hennar
myndarskap við matseld, lærð-
um mikið af henni og einar af
okkar bestu stundum í gegnum
tíðina hafa einmitt verið sam-
verustundir okkar hjóna í eld-
húsinu, að elda mat fyrir okkur
og börnin okkar.
Tengdamamma var ein af
þeim sem eru með ráð undir rifi
hverju í öllu því sem tengdist
heimilishaldi og uppeldi barna.
Alltaf þegar eitthvað kom upp á
í sambandi við börnin, veikindi,
aðbúnað þeirra eða umhirðu var
gott að leita til hennar eftir ráð-
um, sérstaklega þegar við vor-
um að stíga okkar fyrstu skref í
barnauppeldi sem og okkar
heimilishaldi.
Þegar við hjónin eignuðumst
tvíburana, tveim mánuðum fyrir
tímann, var ekki mikið um svefn
á heimilinu svo mánuðum skipti.
Þá kom Ásdís oftar en ekki með
mat til okkar hjóna svo við
fengjum einhverja næringu. Í
leiðinni tók hún heim í Næfur-
holtið tvo fulla svarta plastpoka
af óhreinum þvotti, sem kom
strokinn, hreinn og straujaður
til baka 1-2 dögum seinna.
Við hjónin eigum margar góð-
ar minningar úr Næfurholtinu
sem tengjast samverustundum
fjölskyldunnar. Alltaf var Ásdís
fremst í flokki með að standa í
veisluhöldum og trakteringum.
Hefðir fylgja oft fjölskyldum og
tartaletturnar hennar Ásdísar á
miðnætti á gamlárskvöld voru
ómissandi hluti af áramótunum.
Þegar ég kynntist Davíð, fyr-
ir 26 árum, var mér tekið opnum
örmum af tengdaforeldrum
mínum. Ávallt þegar við komum
í heimsókn stóð tengdapabbi og
tók á móti okkur með opinn
faðm og tengdamamma með
kræsingar á takteinum. Yndis-
legri tengdafjölskyldu hefði ég
ekki getað óskað mér, að öllum
meðtöldum. Á heimili Ásdísar
og Þórs var mér tekið sem
„dóttur“ frekar en tengdadótt-
ur. Er ég ævinlega þakklát fyrir
þessi dýrmætu ár með Ásdísi
sem ég mun ávallt geyma í
hjarta mínu.
Hvíl í friði, elsku Ásdís. Ég á
eftir að sakna þín.
Þín tengdadóttir,
Ingibjörg Ólafsdóttir.
Elsku amma okkar, við elsk-
um þig og söknum þín strax svo
sárt. Það verður aldrei eins að
keyra í gegnum Hafnarfjörðinn
og framhjá sjónum því það var
þá sem maður hugsaði “best að
kíkja í kaffi til ömmu“. Takk fyr-
ir allar dýrmætu stundirnar, á
Næfurholtinu, í Lúxemborg og í
Erluásnum. Takk fyrir að hugsa
svona vel um afa. Takk fyrir að
taka okkur alltaf opnum örmum.
Takk fyrir bestu pönnukökurn-
ar, allan góða matinn og öll
hlýju faðmlögin. Minning þín lif-
ir í hjörtum okkar að eilífu.
Þín barnabörn
Hildigunnur, Arnar
Gauti og Ylfa Margrét.
Elsku besta amma. Við vor-
um svo heppin að eiga þig sem
ömmu okkar. Þú passaðir alltaf
svo vel upp á okkur barnabörnin
og varst ávallt til staðar. Við er-
um þér ævinlega þakklát fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir okk-
ur, allar minningarnar úr æsku
okkar og frá undanförnum árum
sem þú skilur eftir. Takk fyrir
öll sumrin á Stykkishólmi, allan
jólaísinn og rúlluterturnar, öll
samtölin yfir kaffibolla í Næf-
urholtinu, alla gleðina og hlát-
urinn á ættarmótum, og fyrir
allar hlýju stundirnar með þér
og afa. Við elskum þig svo mikið
amma og söknum þín sárt.
Gunnar Þór og Ásdís.
Elsku amma Dísa. Þú hefur
verið svo stór hluti af öllu mínu
lífi. Ég man ekki veröldina án
þín og það verður áskorun að
takast á við það vitandi að ég
muni ekki hitta þig aftur. Nú
taka í staðinn við hlýjar og
skemmtilegar minningar.
Fyrsta minningin mín af þér
er þegar þú varst að passa mig í
Lindarhvamminum og ég ekki
nema nokkurra ára gamall. Við
vorum að horfa á Scoobie-Doo í
sjónvarpinu og ég man það allt-
af hvað það var notalegt að sitja
á mjúku gólfteppinu og geta
fengið ömmuknús hvenær sem
var.
Við heyrðumst í síðasta sinn
fyrir rúmri viku þegar þú
hringdir til að óska okkur fjöl-
skyldunni til hamingju með
fyrsta afmæli langömmudrengs-
ins þíns.
Allt þarna á milli eru enda-
lausar góðar minningar um þig
sem við fjölskyldan munum eiga
og njóta út lífið. Við munum allt-
af elska þig.
Hilmar Þór Dagsson.
Í dag kveð ég vinkonu mína,
Ásdísi Valdimarsdóttur, sem
kvaddi okkur skyndilega, með
virðingu og þakklæti fyrir góð
kynni á liðnum áratugum. Ásdís
var konan hans Þórs Gunnars-
sonar vinar míns, en þau gengu í
hjónaband árið 1966 og hófust
þá kynni mín og Hinnu, konu
minnar, við Ásdísi. Allt frá þeim
tíma höfum við átt samleið og
stundir sem gott er minnast.
Ásdís fæddist árið 1942, ólst
upp á Hólmavík en flutti hingað
suður árið 1958 og hóf störf við
verslun og síðar sem talsíma-
kona hjá Símanum. Árið sem
hún og Þór giftust flutti hún
hingað til Hafnarfjarðar og hafa
þau búið hér síðan. Börn þeirra
hjóna eru dætur tvær og sonur
sem hafa fundið sitt hlutverk í
samfélaginu og ásamt fjölskyld-
um þeirra bera gott vitni um
samheldni og umhyggju. Ásdís
starfað um tíma hjá heilsugæsl-
unni og sýslumanni hér í firð-
inum.
Fjölskyldan og heimilið var
Ásdísi mikið metnaðarmál og
þar naut hún stuðnings Þórs,
þrátt fyrir að starf hans sem
sparisjóðsstjóra og eins af for-
ustumönnum Sjálfstæðismanna
hér í firðinum um langt árabil
hafi kallað á fjarveru og vinnu.
Heimili þeirra hjóna bar vitni
um mikla snyrtimennsku og
reglusemi og ekki síður voru
þau hjón rausnarleg heim að
sækja og minnist ég margra
ánægjustunda á heimili þeirra í
góðra vina hópi.
Það hefur verið okkur vinum
Þórs sárt að fylgjast með því
síðustu árin hvernig sjúkdómur,
sem smátt og smátt hefur yf-
irtekið persónu Þórs og orðið til
þess að hann hefur fjarlægst
umhverfi sitt. Við þá glímu hef-
ur Þór notið viðveru og um-
hyggju Ásdísar. Því er hið
skyndilega og ótímabæra fráfall
Ásdísar okkur vinum Þórs
ósegjanlega sárt og erfitt til
þess að hugsa að hún sé þrátt
fyrir allt ekki til staðar.
Nú þegar Ásdís Valdimars-
dóttir er kvödd og hennar lífs-
göngu er lokið, verður ekki ann-
að sagt en að hún hafi verið
björt og göfug og þeir sem
sakna hennar geta þakkað fyrir
að hafa átt hana að og haft kynni
af henni. Ég og fjölskylda mín
vottum vini mínum Þór og börn-
um og fjölskyldum þeirra okkar
innilega samúð.
Kveðjum Ásdísi og þökkum
samfylgdina.
Sigurður Þórðarson.
Ásdís
Valdimarsdóttir
✝
Ólína Sæ-
mundsdóttir
fæddist á Stað í
Steingrímsfirði 4.
maí 1926. Hún lést
á öldrunarheimili
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 6. september
2022.
Hún var dóttir
hjónanna Þórkötlu
Soffíu Ólafsdóttur,
f. 11. janúar 1892,
d. 1. mars 1983, og Sæmundar
Brynjólfssonar, f. 12. maí 1888,
d. 13. júlí 1974. Systkini Ólínu
voru: Matthías, Sigurbjörg, Mar-
grét, Brynhildur, Haraldur og
Brynjólfur.
Ólína var í sambúð með Há-
koni Sveinssyni frá Hofstöðum í
Reykhólasveit, f. 11. nóvember
1924, d. 20. september 2004. Þau
slitu samvistum upp úr 1964 en
þau eignuðust einn son, Hrafn
Þóri, sem fæddur er 17. október
1953, kvæntur Snjólaugu Soffíu
Óskarsdóttur, f. 10. október
1954. Sonur Snjólaugar Soffíu
og fóstursonur Hrafns er Emil
Þór, f. 16. nóvember 1976. Börn
Hrafns eru Atli Sigmar, f. 9. maí
1977, Kolbrún María, f. 3. sept-
ember 1980, d. 11. júlí 1998.
Börn Hrafns og Soffíu eru
Hrafnhildur Soffía, f. 15. janúar
1981, og Hákon Ólafur, f. 25.
mars 1987.
Seinni maður Ólínu var Vikar
Davíðsson, f. 1. september 1923 í
Hænuvík við Patreksfjörð en
hann lést í Reykjavík 6. júní
2005. Sonur þeirra er Sæmund-
ur Davíð Vikarsson, f. 14. maí
1966, kvæntur Magneu Jón-
asdóttur, f. 10. september 1965,
en þau eiga þrjú börn, Daða Vik-
ar, f. 26. október 1990, Bryndís,
f. 10. janúar 1996, og Sædísi
Helgu, f. 10. október 2008.
Ólína var sem áður greinir
fædd á Stað í Steingrímsfirði, en
flutti að Kletti í Kollafirði í Gufu-
dalssveit þegar hún
var á öðru ári. Þar
ólst hún upp öll sín
uppvaxtarár í
stórum systkina-
hópi. Rúmlega tví-
tug flutti hún suður
og sinnti þá ýmsum
íhlaupastörfum
meðal annars á
saumastofum en
lengst af við þjón-
ustu- og veitinga-
störf milli þess sem hún fór vest-
ur til foreldra sinna og aðstoðaði
þau við bústörfin.
Ólína lauk hefðbundinni
skólagöngu þess tíma í farskóla í
Gufudalssveit og fór síðar í nám
í húsmæðraskólanum að Varma-
landi.
Ólína og Hákon, fyrri maður
hennar, bjuggu rúm tíu ár á Sel-
fossi eða fram til ársins 1964 að
þau fluttu til Reykjavíkur. Á Sel-
fossi starfaði Ólína meðal annars
í Tryggvaskála og við klæða-
saum auk þess sem hún var vann
nokkur sumur í Hótel Bjarka-
lundi í Reykhólasveit.
Ólína giftist Vikari Davíðssyni
15. apríl 1967. Fyrstu ár búskap-
ar eða frá 1966-1969 bjuggu þau
við Búrfellsvirkjun þar sem Vik-
ar starfaði sem skrifstofumaður
hjá Fosskraft en eftir virkjunar-
framkvæmdir voru þau búsett í
Reykjavík. Samhliða heimilis-
rekstri starfaði Ólína lengst af
við þjónustu- og matreiðslustörf
og var lengst af hlutastarfi í
Lyngási sem er dagdeild fyrir
fötluð börn. Á efri árum sinnti
Ólína lengi sjálfboðastörfum í
verslunum Rauða krossins. Ólína
var ásamt Vikari eiginmanni sín-
um virkur félagsmaður í Barð-
strendingafélaginu til fjölda ára
á meðan hún hafði heilsu til.
Útför Ólínu verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 19. sept-
ember 2022, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku Olla amma mín var
merkileg kona og áhugaverður
einstaklingur. Hún var sérlega
nýtin, sparsöm og sjálfstæð.
Hún elskaði ekkert meira en að
leika sér með börnum, enda var
hún alltaf barn í anda. Minning
mín af henni var hlátur, ærsla-
gangur og þær fjölmörgu stund-
ir sem við áttum saman að
teikna og vera skapandi. Einnig
voru verðmætir tímarnir sem
við áttum saman í „litla-húsinu“
hennar í Lækjarbotnum, rétt
fyrir utan bæjarmörkin. Þar
sem við gróðursettum tré, blóm
og tókum upp rabarbara og
kartöflur sem hún ræktaði.
Akstur var ekki hennar
sterkasta hlið, en það stopp-
aði ekki ömmu gömlu, því hún
ók allt að níræðisaldri og fór
þá enn leikandi upp á fjöll eða
í berjamó, sannkallað nátt-
úrubarn sem lét ekki einn
einasta sólargeisla fara til
spillis. Hún var sannkölluð of-
urkona með einstakan lífsvilja
sem hélt hestaheilsu lengi og
vel. Það var sönn ánægja að
hafa átt hana að í öll okkar ár
saman hér í þessu lífi. Þín
verður saknað Olla amma
mín.
Daði Vikar Davíðsson
ömmustrákur.
Ólína
Sæmundsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Minningargreinar
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÁLMI FRIÐRIKSSON,
Suðurlandsbraut 62,
lést þriðjudaginn 6. september.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Erla, Pálmi, Greta Marín, Auður, Ómar
tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn