Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 32
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
VANDAÐAR
SÆNGUROG
KODDAR Í
ÚRVALI
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
Sorgarmarsinn (eða Requiem á frönsku) eftir Gyrði
Elíasson í þýðingu Catherine Eyjólfsson hefur verið til-
nefnd til frönsku Médicis-verðlaunanna. Langlistinn,
sem inniheldur tólf bækur, var birtur fyrir helgi, en
stuttlistinn verður birtur 11. október og verðlaunin
sjálf afhent 8. nóvember. Meðal annarra bóka sem til-
nefndar eru þetta árið má nefna Les
abeilles grises (Gráu býflugurnar) eftir
úkraínska rithöfundinn Andrej Kúr-
kov sem Paul Lequesne þýddi. Svo
skemmtilega vill til að Catherine Eyj-
ólfsson var einnig tilnefnd fyrir
tveimur árum fyrir þýðingu sína á
annarri bók eftir Gyrði, þ.e.
Suðurglugganum (La Fenêtre au
sud). Catherine var árið 2015
fyrst, ásamt Erik Skyum-
Nielsen, til að hljóta
heiðursviðurkenninguna
Orðstír sem veitt er þýð-
endum íslenskra bókmennta
á erlend mál.
Tilnefnd til Médicis-verðlaunanna
MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 262. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Eftir úrslitin í 22. umferð Bestu deildar karla í fótbolta,
þar sem Breiðablik vann ÍBV 3:0 og Víkingur gerði jafn-
tefli við KR, 2:2, dugar Blikum að fá átta stig úr fimm
leikjum á lokasprettinum í októbermánuði til að tryggja
sér Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan náði sjötta og síð-
asta sætinu í efri hlutanum og útlit er fyrir tvísýna fall-
baráttu þótt staða Skagamanna á botninum sé orðin
svört. »26
Blikarnir standa mjög vel að vígi
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Málarameistarinn Einar Þorsteins-
son er farinn að hugsa sér til hreyf-
ings og horfa til útlanda. Hann hef-
ur heimsótt 113 lönd frá því hann
flaug tvítugur til Kaupmannahafn-
ar 1966, en hefur ekki farið úr landi
síðan 2007. „Heilsan bilaði og þegar
ég var orðinn ferðafær á ný skall
Covid á, þannig að ég hef verið rag-
ur við að ferðast en nú styttist í
næsta ævintýri.“
Sú var tíð að krakkar voru sendir
í sveit og Einar var tíu ára þegar
hann fór fyrst norður í Hólsfjöll,
næsta bæ við Grímsbæ á Fjöllum.
„Þá kviknaði áhuginn á ferðalög-
um,“ rifjar hann upp og bætir við að
hann hafi getað leyft sér ýmislegt
þar sem hann hafi alla tíð verið ein-
hleypur og barnlaus. Í sveitinni hafi
hvorki verið rennandi vatn né raf-
magn en ágætis bókasafn og bækur
um framandi lönd hafi kveikt í sér.
„Það tók tvo til þrjá daga að fara
hvora leið frá og til Reykjavíkur og
það var heilmikið ferðalag í sjálfu
sér um krókótta og niðurgrafna mal-
arvegi.“
Til að byrja með fór Einar í hóp-
ferðir til útlanda, síðan með fá-
mennari vinahópum og með aukinni
þekkingu og reynslu tók hann að
sér fararstjórn. „Ég á mér engan
uppáhaldsstað því topparnir eru
svo margir og ólíkir, en það sem bít-
ur einna helst er hvað gæðum er
misskipt í heiminum. Það er skrýtið
að upplifa að ekki skuli vera meiri
döngun í fólki til að lifa af í löndum
sem þó bjóða upp á góð lífskjör.“
Eyrnaleikur lengdi dvöl
Einar hefur þann eiginleika að
geta brotið upp á eyrun og lokað
þeim og komið þeim í samt lag með
ýmsum kúnstum. „Eitt sinn var ég í
hópi á Tahítí í Kyrrahafinu. Við vor-
um nýkomin úr siglingu um eyja-
klasann þegar við mættum leik-
skólakennara með barnahóp. Hann
lét börnin syngja fyrir okkur og að
því loknu bauð ég þeim upp á eyrna-
sýningu í staðinn. Það hafði þær af-
leiðingar að ég þurfti að heimsækja
20 leikskóla og varð að fresta ferð-
inni frá eyjunni í þrjá sólarhringa.“
Næsta ferð er í startholunum en
Einar segir að áfangastaðurinn
með hækkandi sól ráðist líka af því
hvert vinirnir vilji fara. „Ég hef sett
mér það markmið að fara á stað
sem ég hef ekki komið á.“
Einar kenndi við málaradeild
Iðnskólans í Reykjavík í 12 ár og
hætti að vinna sem málari fyrir um
níu árum, en hefur nóg fyrir stafni.
„Ég kaupi gamla hluti í Góða hirð-
inum – kistla, kommóður og fleira –
laga þá, skreyti og snyrti, og gef
síðan í tækifærisgjafir. Ég grauta
svolítið í ljósmyndasafninu mínu
sem hefur stækkað með hverri ut-
anlandsferðinni. Ég geng mikið,
bæði í Breiðholtinu og í gamla bæn-
um, að meðaltali um 15 kílómetra á
dag. Svo er ég með árskort hjá Val,
sem gildir á alla heimaleiki karla og
kvenna í fótbolta, handbolta og
körfu. Mér leiðist ekki að fara á
völlinn enda er Valur ákaflega
glæsilegt félag og sigursælt.“
Hvar sem Einar fer vekur hann
athygli fyrir smekklegan klæða-
burð. „Ég er oft spurður hvernig á
þessu standi en svarið er einfalt: ég
á ekki önnur föt.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðalangur Einar Þorsteinsson er með myndir frá ferðum sínum um alla veggi.
Stöðugt á ferð og flugi
- Einar Þorsteinsson hefur heimsótt 113 lönd og eygir næsta