Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Starfsmönnum ríkisins fjölgaði í fyrra um 1.328, eða 5,3%, samkvæmt því sem fram kem- ur í skýrslu Byggðastofnunar sem kom út fyrir helgi. Þetta er gríðarleg fjölgun á einu ári og raunar sú mesta frá því að Byggðastofnun hóf að taka slíkar upplýsingar saman. Frá árinu 2014 hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað samfellt, þó fjölgunin hafi verið misjafnlega hröð. Á þessum sjö árum, frá 2014- 2021, fór fjöldi ríkisstarfs- manna úr 22.622 í 26.610, sem er 18% fjölgun. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 14%, sem þýðir að hlutfall ríkis- starfsmanna af heildarfjölda landsmanna fór vaxandi á þessu tímabili, þó ætla mætti að með fjölgun landsmanna ætti hlut- fall ríkisstarfsmanna af íbúa- fjölda að dragast saman, enda mætti búast við að einhver stærðarhagkvæmni fælist í rekstri ríkisins. Stærðarhag- kvæmni er í það minnsta rök- semdin fyrir því að fækka sveit- arfélögum hér á landi, en mörg þeirra hafa þótt smá og þar með óhagkvæm, þó meirihlut- inn í Reykjavík hafi að vísu lagt mikið af mörkum til að afsanna kenninguna um stærðarhag- kvæmni. Það, hvernig núverandi meirihluta í Reykjavík hefur tekist til, þýðir þó ekki að stærðarhagkvæmni eigi aldrei við í rekstri. Hún á oft við og þess vegna er það sennilega sem að ríkisstjórnin hefur að undanförnu sett á dagskrá að fækka ríkisstofnunum og ná þannig fram stærðarhag- kvæmni. Það á að vísu ekki allt- af við í rekstri ríkisins frekar en annars staðar. Örsmáar rík- isstofnanir en tiltölulega hag- kvæmar eru þekktar. Með sam- einingu stofnana má engu að síður í einhverjum tilvikum ná fram hagræði, en það er ekki fyrirfram gefið eins og fjölgun ríkisstarfsmanna umfram fjölg- un landsmanna gefur vísbend- ingu um. Eins og áður segir hefur starfsmönnum ríkisins fjölgað um 18% á sjö árum en lands- mönnum um 14%. Þetta er öfugsnúin þróun og verulegt áhyggjuefni en þróunin er enn verri hjá langstærsta sveitarfé- lagi landsins. Þar fjölgaði starfsmönnum um 23% á þessu tímabili, eða um nær tvö þús- und og voru þeir nær tíu þús- und um síðustu áramót. Þar hefði mátt ætla, líkt og hjá rík- inu, að einhverja stærðarhag- kvæmni væri að finna. Svo er þó ekki. Verra en það, hjá Reykjavíkurborg er veruleg stærðaróhagkvæmni í rekstr- inum, mun meiri en hjá ríkinu. Samhliða þessari þróun hefur hið opinbera gengið fram af miklu ábyrgðarleysi í samningum um kaup og kjör. Þar hafa sveitarfélögin gengið framar ríkinu og Reykjavíkur- borg gengið lengst. Samið hef- ur verið óhóflega miðað við fjárhag þessara opinberu aðila, bæði þegar kemur að laununum sjálfum og öðru því sem að kjörunum snýr, svo sem stytt- ingu vinnutímans. Þetta hefur þrýst mjög upp kostnaði hjá hinu opinbera, sem er að sligast undan útgjöldunum, raunar svo mjög í tilviki Reykjavíkur- borgar að vandséð er hvernig hún á að komast út úr þeim vax- andi fjárhagsvanda sem hún glímir við. Þessar miklu kostnaðar- hækkanir hins opinbera hafa svo þær afleiðingar fyrir al- menning að sköttum er haldið allt of háum og fyrir atvinnu- lífið felur þessi útþensla hins opinbera í sér að kostnaður fyrirtækja fer mjög vaxandi. Þau eiga í harðri samkeppni við hið opinbera um vinnuafl og fara oft halloka í þeirri ójöfnu samkeppni. Á sama tíma þurfa þau að standa undir sístækk- andi rekstri hins opinbera og æ fleiri opinberum starfs- mönnum. Augljóst má vera að þessi þróun getur ekki haldið áfram til lengdar því að þá yrðu allir landsmenn komnir á launaskrá ríkisins eða sveitarfélaganna. En er einhver vilji til að stöðva þessa þróun og snúa henni við, og ef svo er, hvernig er hægt að gera það? Því miður er fátt sem bendir til að vilji sé til að snúa þróun- inni við. Tölurnar tala sínu máli en einnig sú opinbera umræða sem fram fer á sviði stjórnmál- anna. Sárafáir stjórnmálamenn hafa nokkru sinni orð á þeim vanda sem felst í stöðugri út- þenslu hins opinbera en enginn skortur er á hinum sem eru fundvísir á ný verkefni sem kalla á fleiri starfsmenn og aukin útgjöld. Á meðan þetta viðhorf er ríkjandi er engin von um að hægt sé að hemja út- þensluna. Ef viðhorfið breytist og fleiri átta sig á að þessi leið verður ekki gengin öllu lengra, án þess að illa fari, er hins vegar hægt að snúa við blaðinu. Það er hægt að hætta verkefnum sem ekki eru hluti af nauðsynlegri kjarnastarfsemi hins opinbera og það er hægt að fela einkafyr- irtækjum frekari verkefni, jafnvel þau sem hið opinbera vill fjármagna. Með því má iðu- lega spara umtalsvert fé og draga þar með úr óhóflegum álögum á skattgreiðendur, bæði almenning og atvinnulíf. Fjölgun opinberra starfsmanna er langt umfram fjölgun landsmanna} Í óefni stefnir P íratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Ís- landi. Árið 2013 tóku Píratar fyrst þátt í alþingiskosningum á Íslandi og fengu rétt rúmlega 5%, þrjá þingmenn og náðu þannig yfir þröskuldinn hræðilega sem gefur rétt til jöfnunarþing- manna. Nú eru þingmenn Pírata sex og áhrif grunnstefnu Pírata á íslenska pólitík eru óneit- anleg. Upphaf Pírata má rekja til andspyrnu við fyrirætlanir yfirvalda um að stunda gerræð- islegar njósnir á netverjum með það að mark- miði að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal á tónlist. Á Íslandi birtist þetta meðal annars sem vangaveltur þáverandi innanríkisráðherra um að banna dulkóðun til þess að koma í veg fyrir dreifingu kláms. Undirtónninn þar er að ef það er engin dulkóðun að þá sé hægt að njósna um hverjir dreifa klámi … og njósna um alla aðra á netinu á sama tíma. Afleiðingarnar af svona gerræði yrðu auðvitað miklu víðtækari. Við gætum ekki átt örugg samskipti yfir netið, það væri enginn heimabanki til dæmis. Fólkið sem stofnaði hreyfingu Pírata í Svíþjóð árið 2006 áttaði sig á þessari þróun í pólitíkinni, hvernig ætl- unin var að beita gerræðislegum aðgerðum gegn friðhelgi og tjáningarfrelsi almennra borgara á netinu. Í kjölfarið birtust okkur svo sýnishorn af mikilvægi friðhelgi og tján- ingarfrelsis á tímum netsins í málum Chelsea Manning, Aaron Swartz og Edward Snowden út í heimi og Voda- fone-lekanum hérna á Íslandi. Þessi mál sýndu okkur hvernig stjórnvöld njósna um borgara sína, ljúga að þeim, mis- beita valdi sínu og vanrækja öryggismál. Pír- atar boðuðu gagnsæi og beint lýðræði til þess að tryggja betur ábyrgð stjórnvalda gagnvart borgurum. Ofan í þetta komu til sögunnar Panamaskjölin sem sýndu fram á víðtæka spillingu ráðamanna – ekki aðeins víða um heim heldur heima á Fróni líka. Panama- skjölin sönnuðu svart á hvítu hvernig fólk, sem átti háar fjárhæðir, vék sér undan skatti með því að stofna skúffufyrirtæki í skatta- skjólum. Pólitík Pírata hefur þannig frá upphafi ver- ið barátta gegn spillingu og misnotkun á valdi – í þágu friðhelgi og tjáningarfrelsis á tímum netsins. Tól þeirrar baráttu hafa verið upplýs- ingafrelsi, gagnsæi, meiri borgararéttindi, beint lýðræði og krafa um ábyrgð valdafólks. Það ætti öllum að vera augljóst að þessi barátta er ei- lífðarverkefni, að minnsta kosti á meðan Píratar eru utan ríkisstjórnar. Núverandi stjórnvöld eru enn að selja fjöl- skyldumeðlimum hluti í ríkisfyrirtækjum og ráða flokks- gæðinga í áhrifastöður í stjórnsýslunni. Sjávarauðlindin er enn föst í klóm sérhagsmunaafla, og engin vinna sést í áttina að því að hlýða niðurstöðu áratugagamallar þjóðar- atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Erindi Pírata á því enn mjög vel við í íslenskum stjórnmálum. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Píratar í áratug og meira Höfundur er þingmaður Pírata STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is F orsætisnefnd ráðs Evrópu- sambandsins fordæmdi um helgina árásir Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu og kallaði eftir því að settur yrði á laggirnar sérstakur stríðsglæpadóm- stóll vegna innrásarinnar í Úkraínu eftir að nýjar fjöldagrafir fundust þar. Fjöldagrafirnar, sem um ræðir, eru í nágrenni borgarinnar Isíum, sem Úkraínumenn frelsuðu í gagn- sókn sinni fyrr í mánuðinum. Í einni þeirra fundust um það bil 450 lík. Er það fjölmennasta fjöldagröf sem fundist hefur í Evrópu frá því að fjöldagröf fannst í Crni Vrh í Bosníu, en þar voru 629 lík Bosníumanna sem Serbar höfðu myrt í nágrenni Zvornik árið 1992 og Srebrenica árið 1995. Jan Lipavsky, utanríkisráðherra Tékklands, sem nú fer með forsæti Evrópusambandsins, sagði á laug- ardaginn að slíkar árásir á almenna borgara væru óhugsandi og hryllileg- ar á 21. öldinni. „Við getum ekki horft fram hjá þessu. Við stöndum fyrir refsingu allra stríðsglæpamanna,“ sagði Lipavsky á Twitter-síðu sinni. „Rússistarnir“ beri ábyrgð Stjórnvöld í Úkraínu greindu frá því um helgina að 99% þeirra líka sem fundist hefðu í fjöldagröfinni bæru þess merki að dauðdaga þeirra hefði borið að með ofbeldisfullum hætti. Þá eru ýmsar vísbendingar um að fólkið hafi verið beitt pyndingum áður en það var tekið af lífi, meðal annars með rafmagni. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, greindi frá því í ávarpi sínu um helgina að tíu slíkir pynd- ingaklefar, þar sem sérstök raf- magnstól væru, hefðu fundist í ná- grenni þeirra borga sem frelsaðar hefðu verið í gagnsókninni í Karkív- héraði. „Þetta er það sem nasistarnir gerðu. Þetta er það sem „Rússist- arnir“ gera. Og þeir munu bera ábyrgð á gjörðum sínum á sama hátt, bæði á vígvellinum og í réttar- salnum,“ sagði Selenskí. Selenskí vísaði þar meðal annars til þeirra stríðsglæparéttarhalda, sem haldin voru yfir Þjóðverjum í kjölfar síðari heimsstyrjaldar. Þeirra fræg- ust eru Nürnberg-réttarhöldin, sem haldin voru yfir 24 af æðstu for- ystumönnum nasista í október 1945, en einnig voru haldin smærri réttar- höld yfir ýmsum af hershöfðingjum Þjóðverja, sem og yfir sumum af helstu forsvarsmönnum Japana í Kyrrahafsstríðinu. Fóru í heildina fram tólf mismunandi réttarhöld í kjölfar heimsstyrjaldarinnar, og lögðu þau að miklu leyti grunninn að þeim skilgreiningum sem við höfum á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni í dag. Júgóslavíustríðin fordæmi? Önnur fordæmi fyrir sérstökum stríðsglæpadómstól má finna úr stríðunum sem komu upp úr upp- lausn Júgóslavíu á tíunda áratug 20. aldarinnar, en Sameinuðu þjóðirnar settu á laggirnar sérstakan stríðs- glæpadómstól fyrir Júgóslavíustríðin í maí 1993. Dómstóllinn starfaði frá 1993 allt til ársloka ársins 2017, og ákærði hann 161 mann fyrir stríðsglæpi, sem framdir voru í Júgóslavíustríðunum. Óvíst er hins vegar hvort hægt sé að stofna til sérstaks stríðs- glæpadómstóls með þeim formerkj- um sem gert var þá, en dómstóllinn var settur á laggirnar með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar hafa Rússar fastafulltrúa og neit- unarvald. Því þykir líklegt að þeir myndu beita því á hverja þá tillögu um að fara þá leiðina. Gæti orðið löng bið En hvað er þá til ráða? Ursula von der Leyen, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, lýsti því yfir á fimmtudaginn fyrir helgi að hún vildi að Vladimír Pútín Rúss- landsforseti yrði ákærður fyrir al- þjóðlega sakamáladómstólnum í Haag vegna þeirra stríðsglæpa sem Rússar hefðu framið í Úkraínu. Sakamáladómstóllinn var settur á fót í júlí 2002, en hann hefur lög- sögu til þess að sækja einstaklinga til saka fyrir þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og „glæpi gegn friði“, en sá glæpur felur meðal annars í sér að leggja á ráðin um ólögmæta styrjöld eða ófrið með hervaldi ríkis. En jafnvel þótt Pútín og aðrir forkólfar rússneska hersins yrðu ákærðir, fylgir sá böggull skammrifi, að hvorki Rússland né Úkraína hafa staðfest Rómarsáttmálann sem ligg- ur að baki dómstólnum. Úkraínumenn hafa hins vegar samþykkt lögsögu dómstólsins yfir öllum þeim stríðsglæpum sem hafi verið framdir innan landamæra sinna allt frá 20. febrúar 2014 og hefur dómstóllinn þegar hafið rannsókn á ýmsum glæpum tengdum innrásinni. Vandinn er þá kannski ekki síst sá, að afskaplega ólíklegt verður að teljast að rússnesk stjórnvöld muni að óbreyttu afhenda þá, sem kynnu að verða ákærðir fyrir stríðsglæpi. Má hér einnig hafa í huga for- dæmi frá Júgóslavíustyrjöldunum, en helstu forkólfar Bosníu-Serba, þeir Radovan Karadzic og Ratko Mladic voru á flótta undan réttvísinni í tólf og fimmtán ár eftir að ákæra var gefin út í málum þeirra. Háværar kröfur um stríðsglæpadómstól AFP Isíum Rannsóknarteymi Úkraínumanna bera líkpoka í nágrenni Isíum. Há- værar kröfur eru um sérstakan stríðglæpadómstól vegna innrásarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.