Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
hefur löng röð við kistuna, þar sem fjöldi Breta
hefur viljað votta hinum fallna þjóðhöfðingja
hinstu virðingu sína. Var áætlað að fólk þyrfti
að bíða um níu klukkustundir í röðinni til þess
að sjá kistuna í gær, sunnudag, en dyrum
þinghússins verður lokað kl. 5:30 í dag að ís-
lenskum tíma, til að undirbúa flutning kist-
unnar til Westminster Abbey.
Dyr kirkjunnar verða opnaðar kl. 7 að ís-
lenskum tíma fyrir hina tignu gesti. Athygli
vakti í síðustu viku þegar greint var frá því að
gert væri ráð fyrir því að þjóðhöfðingjarnir
yrðu fluttir til Westminster Abbey í rútum og
langferðabílum. Var þó þegar ljóst að sumir
gestanna fengju að gera aðrar ráðstafanir
vegna öryggissjónarmiða.
Kl. 9:35 að íslenskum tíma verður kistunni
lyft af stalli sínum í þinghúsinu og hún dregin
á vagni yfir til Westminster Abbey, en 142 sjó-
liðar úr breska sjóhernum munu sjá um það.
Vagninn var einnig notaður við útför Viktoríu
Bretadrottningar, sem og útfarir þeirra Ját-
varðs 7., Georgs 5., Georgs 6, Winstons Churc-
hills forsætisráðherra og Mountbattens lá-
varðar.
Útförin hefst svo kl. 10 að íslenskum tíma.
David Hoyle, staðarhaldari í Westminster Ab-
bey, og Justin Welby, erkibiskupinn í Kant-
araborg, munu sjá um guðsþjónustuna. Kl.
10:55 verða lúðrar þeyttir til heiðurs Elísa-
betu, en í kjölfarið verður tveggja mínútna
þögn um allt Bretland í minningu hennar.
Breski þjóðsöngurinn, sem nú ber heitið God
Save the King, verður í kjölfarið sunginn og
kista drottningar flutt til Windsor. Þar fer
fram sérstök útför fyrir bresku konungsfjöl-
skylduna, forsætisráðherra og starfsfólk
drottningarinnar.Verður drottningin þar lögð
til hinstu hvílu í minningarkapellu Georgs 6.,
föður Elísabetar. Hún mun hvíla þar við hlið
hans, ásamt móður sinni, Elísabetu drottning-
armóður, Filippusi prins og Margréti systur
sinni.
Drottningin kvödd hinsta sinni
- Útför Elísabetar 2. Bretadrottningar fer fram í dag - Undirbúningur útfararinnar hófst fyrir rúm-
lega hálfri öld - Gert ráð fyrir rúmlega 2.200 gestum í Westminster Abbey - Hvílir við hlið Filippusar
Altari
Einkaathöfn við minningarkapellu
Georgs 6. Bretakonungs
KirkjuskipKór
Sæti fyrir konungs-
fjölskylduna og gesti
Vestur-
þrep
Kistan verður
lækkuð
niður í
konunglegu
grafhvelfinguna
(undir kórnum)
fyrir greftrun
45
6
Kór syngur þjóð-
söngva og sálma
Kistan verður
borin upp
þrepin í
gegnum kirkju-
skipið að palli í
kór kirkjunnar
Eftir að opinberu útförinni
lýkur í Westminster Abbey
verður kista drottningar
flutt með vagni til
sigurboga Wellingtons,
þaðan sem líkbíll flytur
hana til Windsor
HINSTA HVÍLA
ELÍSABETU 2. BRETADROTTNINGAR
Drottningin verður grafin í Windsor í minningarkapellu Georgs 6.,
og mun hún hvíla þar við hlið Filippusar, eiginmanns hennar, en þar er
einnig aska Margrétar prinsessu, systur hennar, og kistur foreldra hennar,
Elísabetu drottningarmóður og Georgs 6. Bretakonungs.
MÁNUDAGURINN, 19. SEPTEMBER
Við komuna til Windsor
keyrir líkbíllinn eftir
Göngunni löngu, sögu-
frægum vegi sem liggur
að kastalanum
1
Helstu viðburðir sem kunnugt er um
2
Heimildir: Buckingham-höll, BBC
Kapella heilags Georgs
G
an
gan
lan
ga
B R E T L A N D
Windsor-kastali
LUNDÚNIR
Gangan langa
5 km
LUNDÚNIR
Windsor
Sigurbogi Wellingtons
Buckingham-höll
Westminster
Abbey
WINDSOR-KASTALI
Konungurinn og
meðlimir bresku
konungsfjölskyld-
unnar ganga eftir
kistunni áður en
hún fer inn í
kapelluna
3
AFP
Drottningin kvödd Útför Elísabetar 2. Bretadrottningar fer fram í dag, en kista hennar hefur legið til sýnis fyrir almenningi síðan á miðvikudag.
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Elísabet 2. Bretadrottning verður lögð til
hinstu hvílu í dag, en breska ríkið hóf und-
irbúning fyrir útför hennar fyrst á sjöunda
áratug 20. aldar. Þetta verður fyrsta opinbera
útförin í Bretlandi frá því að Winston Churc-
hill var borinn til grafar árið 1965, en athöfnin
fer fram í Westminster Abbey.
Var það að ósk drottningarinnar sjálfrar, en
útför breskra þjóðhöfðingja hefur ekki verið
gerð frá Westminster Abbey frá því að Georg
II. var borinn til grafar árið 1760. Útfarir kon-
ungsfjölskyldunnar hafa frá þeim tíma verið
haldnar í Kapellu heilags Georgs í Windsor-
kastala, en Elísabet ákvað að velja stað sem
gæti tekið við fleiri útfarargestum.
Það er enda gert ráð fyrir fleiri en 2.000
manns í útför drottningarinnar, sem hefst kl.
10 að íslenskum tíma. Þar verða auk bresku
konungsfjölskyldunnar þjóðhöfðingjar og aðr-
ir þjóðarleiðtogar, fyrrverandi forsætisráð-
herrar Bretlands og ýmsir aðrir tignir gestir.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og
Eliza Reid, forsetafrú, fara fyrir Íslands hönd
og verða viðstödd útförina. Auk þeirra verða
þar þjóðhöfðingjar á borð við Joe Biden
Bandaríkjaforseta, Emmanuel Macron Frakk-
landsforseta og Naruhito Japanskeisara. Þá
verða einnig viðstödd Margrét Þórhildur
Danadrottning, Haraldur 5. Noregskonungur,
Filippus 6. Spánarkonungur og Filippus
Belgíukonungur, svo nokkur dæmi séu nefnd
um konunglega gesti við útförina.
Þá verða leiðtogar samveldisríkjanna, þar
sem Elísabet var þjóðhöfðingi, við útförina.
Þeirra á meðal eru Justin Trudeau, forsætis-
ráðherra Kanada, Anthony Albanese, for-
sætisráðherra Ástralíu og Jacinda Ardern,
forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Droupadi
Murmu, forseti Indlands og Sheikh Hasina,
forsætisráðherra Bangladess, verða einnig
viðstödd útförina. Bæði ríkin eru í samveldinu,
þrátt fyrir að Elísabet hafi ekki verið þjóðhöfð-
ingi þeirra.
Xi Jinping, forseta Kína, var boðið að vera
viðstaddur útförina, en Wang Qishan varafor-
seti fer í hans stað. Þá var Mohammed Bin
Salman, krónprins Sádí-Arabíu, boðið en ekki
er gert ráð fyrir að hann mæti.
Þessi listi er engan veginn tæmandi, en rétt
er að geta þess að Vladimír Pútín Rússlands-
forseta var ekki boðið. Hann hafði lýst því yfir
að hann væri ekki að íhuga það að mæta. Þá
hefur fulltrúum stjórnvalda í Sýrlandi, Vene-
súela og Afganistan ekki verið boðið, þar sem
Bretland er ekki með fullt stjórnmálasamband
við þessi ríki. Þá hefur engum verið boðið frá
Hvíta-Rússlandi vegna stuðnings stjórnvalda
þar við innrásina í Úkraínu, né heldur frá
Búrma, þar sem herforingjastjórn rændi völd-
um fyrir rúmlega einu og hálfu ári.
Löng biðröð við kistuna
Kista drottningar hefur nú legið til sýnis
fyrir almenning í Westminster Hall í breska
þinghúsinu síðan á miðvikudaginn. Myndast
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, fordæmdi í gær
„ólöglega árás“ Aserbaídsjan á Arme-
níu í síðustu viku. Stjórnvöld beggja
ríkja hafa sakað hin um að eiga upptök
að skærunum, en rúmlega 200 manns
féllu í þeim.
Pelosi heimsótti Jerevan, höfuðborg
Armeníu í gær, og sagðist þar for-
dæma árásirnar fyrir hönd Banda-
ríkjaþings. Sagði Pelosi jafnframt að
þær tefldu í hættu friðarsamningum
ríkjanna í kjölfar átakanna um
Nagornó-Karabak árið 2020. „Ar-
menía er sérstaklega mikilvæg fyrir
okkur vegna þeirrar áherslu sem þarf
að leggja á öryggi í kjölfar hinnar ólög-
legu og banvænu árásar Asera á ar-
menskt landsvæði.“ Alen Simonyan,
þingforseti Armeníu, sagði að aðkoma
Bandaríkjastjórnar hefði skipt sköp-
um við að binda endi á skærur
ríkjanna á fimmtudaginn var. Fyrri til-
raunir Rússa til þess að stöðva deil-
urnar höfðu ekki borið árangur.
Fordæmdi árás Asera
- Pelosi heimsækir Jerevan til að sýna stuðning - Armenar
þakklátir fyrir inngrip Bandaríkjamanna í deiluna
AFP/Ríkisstjórn Armeníu
Jerevan Nikol Pashinyan forsætisráðherra Armeníu afhenti Pelosi blóm.
AR 2. BRETADRO TNINGAR