Morgunblaðið - 19.09.2022, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022
HJÓLAÐU Í SKÓLANN
EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
MARLIN5
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Læsanlegur dempari
Gunmetal
TREK Black
129.990 kr.
DS2
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Matte Dnister Black
109.990 kr.
FX2Disc
Frábært fjölnota hjól
Álstell, 16 gírar
Vökvabremsur
Lithium Grey Chrome
114.990 kr.
Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is
Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890
Fleiri litir í boði
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir utanríkisráðherra mælir með
því af öllu hjarta að þau sem geti
prjónað ullarsokka úr alvöru ís-
lenskri hlýrri ull fari inn á vefinn
Sendum hlýju.
„Við sjáum til þess að hlýjan skili
sér á kalda fætur í erfiðum verk-
efnum,“ skrifar Þórdís í færslu á
Facebook-síðu sinni.
Á vefsíðunni geta sjálfboðaliðar
tekið þátt í að prjóna fyrir fólk í
Úkraínu, einkum hermenn, skráð
þar fjölda og stærð sokkapara sem
þeir ætla að prjóna og fengið
prjónauppskriftir. Á síðunni er
einnig að finna upplýsingar um
móttökustaði. Þórdís segist hafa
rætt framtakið við varnarmálaráð-
herra Úkraínu, Oleksii Reznikov,
sem sé ákaflega þakklátur fyrir að
hugsað sé með hlýhug til Úkraínu á
Íslandi. Segir í tilkynningu að lagt
sé upp með að senda 100.000 pör út
til Úkraínu í lok október.
gunnhildursif@mbl.is
Prjóna
fyrir kalda
fætur
- Úkraínskir her-
menn fái hlýja sokka
Morgunblaðið/Hákon
Ull Ráðherra biðlar til fólks að
prjóna fyrir kalda fætur í Úkraínu.
Aðalfundur Pírata fór fram um
helgina. Þar kusu Píratar nýja fram-
kvæmdastjórn flokksins og fögnuðu
einnig því að tíu ár eru liðin frá stofn-
un flokksins. Hann var settur á lagg-
irnar árið 2012 í kjölfar Búsáhalda-
byltingar.
Halldóra Mogensen, þingflokks-
formaður Pírata, hélt opnunarræðu
fundarins. Þar minntist hún upphafs
flokksins. „Þarna kynntist ég ynd-
islegu fólki. Fólki sem var opið, leit-
andi, uppfullt af ástríðu og von um
framtíðina,“ sagði hún meðal annars.
Alexandra Briem og Kristinn Jón
Ólafsson, borgarfulltrúar Pírata, fóru
yfir meirihlutasamkomulag Pírata í
Reykjavík. Píratar leggja þar sér-
staka áherslu á samgöngu- og skipu-
lagsmál með umhverfisvernd að leið-
arljósi. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá Pírötum.
Þingmenn Pírata fóru yfir fyrsta
árið af þingsetu á fundinum. Pírötum
tókst í samstarfi við minnihlutann að
krefja ríkisstjórn um fjármögnun sál-
fræðiþjónustu. Einnig benti flokk-
urinn á vankanta á sölu ríkisins á Ís-
landsbanka og varði rétt Alþingis til
þess að veita ríkisborgararétt, að því
er segir í tilkynningunni.
Lenya Rún Taha Karim, varaþing-
maður Pírata, flutti lokaræðu fund-
arins í gegnum fjarbúnað en hún var
stödd í Kúrdistan í heimsókn hjá fjöl-
skyldu sinni. Í ræðunni hvatti hún
Pírata til þess að hlúa að grasrótinni,
bjóða nýtt fólk velkomið í flokkinn og
styðja við nýja kynslóð. logis@mbl.is
Tíu ár frá stofnun Pírata
Ljósmynd/Píratar
Aðalfundur Pírata Derek Allen hélt erindi á aðalfundinum þetta árið.
- Aðalfundur flokksins fór fram um helgina
Arnaldur Bárð-
arson, formaður
Prestafélags Ís-
lands, ætlar ekki
að verða við ákalli
Félags prest-
vígðra kvenna um
að hann segi af
sér embætti
vegna vanhæfis.
Félagið fór fram
á afsögn Arn-
aldar þar sem þær telja formanninn
vanhæfan til að gæta hagsmuna alls
félagsfólks og að hann hafi tekið
meðvitaða afstöðu með geranda í of-
beldismáli. Um er að ræða mál
Gunnars Sigurjónssonar, fyrrver-
andi sóknarprests í Digraneskirkju,
sem varð í tíu tilvikum uppvís að
háttsemi sem stríðir gegn ákvæðum
reglugerðar Þjóðkirkjunnar um ein-
elti, kynbundna áreitni, kynferðis-
lega áreitni og ofbeldi. Arnaldur
hyggst boða til félagsfundar.
Formaðurinn
ætlar ekki að
segja af sér
Arnaldur
Bárðarson